Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer
a) Framkvæmdastyrkir til félaga
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:55 vegna vanhæfis.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið þar sem til umræðu voru framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga, sjá m.a. mál 202009134 og mál 202009070 í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.
Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl.14:14.
b) Framkvæmdir og fjárfestingar 2021-2024
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:16.
Farið yfir tillögur að framkvæmdum og fjárfestingum 2021-2024 frá umhverfis- og tæknisviði og veitu- og hafnasviði eftir umfjöllun byggðaráðs, tilfærslur og lagfæringar sviða.
c) Búnaðarkaup
Farið yfir tillögur að búnaðarkaupum 2021 eftir niðurskurð sviða samkvæmt tilmælum byggðaráðs.
d) Erindi íbúa og tillögur fagráða
Farið yfir stöðu mála hvað varðar erindi frá íbúum, félögum og félagasamtökum, umfjöllun fagráða og niðurstöður.
e) Tillögur vinnubóka vs. rammar
Farið yfir stöðu tillagna að fjárhagsáætlun samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma.
f) Afgreiðslur minnisblaða
f.1 Minnisblað frá Atvinnumála- og kynningarráði vegna beiðni um viðbótarframlag til kynningarmála næstu 3 ár.
f.2. Minnisblað frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna reksturs Félagslegra íbúða.
g) Launaáætlun og stöðugildi
Farið yfir stöðu launaáætlunar 2021 og yfirlit stöðugilda samkvæmt nýjustu keyrslu með breytingum sem kynntar voru á fundinum.
h) Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun, þróun íbúafjölda og aldursþróun íbúa, áhættugreiningu.
i) Fleira ?
Starfsáætlanir, gjaldskrár og það sem eftir verður af ofangreindu fimmtudaginn 5. nóvember n.k.