Á 963. fundi byggðaráðs þann 29.10.2020 var eftirfarandí bókað:
"Á 960. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar erindi Fjallabyggðar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna og beiðni um viðræður ásamt tillögum sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um að fá HLH ráðgjöf til liðs við sveitarfélögin varðandi úttekt brunamála. Byggðaráð samþykkti að gengið yrði til samninga við HLH og fól sveitarstjóra að leggja viðauka fyrir byggðaráð vegna kostnaðar við verkefnið. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra dagsett þann 29. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr.730.238 án vsk við deild 07210, lykil 4391, og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 730.238 á lið 07210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.