Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund, TEAMS, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:10 og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 13:07.
Á 948. fundi byggðaráðs þann 25. júní 2020 var til umræðu útleiga á Rimum en félagsheimilið og tjaldsvæðið var auglýst í júní laust til leigu. Eitt tilboð barst og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór yfir stöðu viðræðna og var honum falið að vinna málið áfram.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar drög að samningi vegna leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal
Steinþór gerði grein fyrir stöðu mála.
Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl.13:26.