Byggðaráð

973. fundur 14. janúar 2021 kl. 13:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Jafnlaunavottun Dalvbyggðar - kynning

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:00.

Launafulltrúi kynnti stöðu jafnlaunavottunar hjá Dalvíkurbyggð. Dalvíkurbyggð lauk vinnu við jafnlaunavottun þann 21.12.2020 og næsta skref er að vottunaraðili ljúki sinni vinnu.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 5. og 12. janúar 2021.

Fulltrúar starfs- og kjaranefndar kynntu fundargerðir nefndarinnar frá 5. og 12. janúar sl.
Fulltrúar eru sveitarstjóri, launafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Verkfallslisti 2020/2021

Málsnúmer 202008020Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild, listi frá árinu 2019. Einnig fylgdi fundarboði listi með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð sem og vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á."

Birting í Stjórnartíðindum þarf að vera fyrir 1. febrúar ár hvert svo að nýr listi öðlist gildi.

Rúna vék af fundi kl. 14:23.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan verkfallslista eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og með fyrirvara um frekari umsagnir stéttarfélaga og sviðsstjóra.

4.Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, k. 14:25.

Á 963. fundi byggðaráðs þann 29. október 2020 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að auglýsa Rima til leigu með stuttum umsóknarfresti með því markmiði að samningstími yrði frá og með 1.1.2021. Fram komi í auglýsingu sá möguleiki að hægt verði að semja um leigu á Sundskála Svarfdæla samhliða.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Kristjáni E. Hjartarsyni, dagsett þann 12. janúar 2021, þar sem Kristján óskar eftir að ganga til viðræðna við forsvarsmenn félagsheimilisins Rima og tjaldsvæðisins við Húsabakka um umsjón og rekstur svæðisins á grundvelli draga að leigusamningi sem liggur fyrir. Auk þess óskar hann eftir að inn í samninginn verði bætt grein um rekstur og eftirlit með Sundskála Svarfdæla.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Kristján E. Hjartarson á fund byggðaráðs til viðræðna um ofangreint erindi.

5.Snjómokstursútboð 2021-2024

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar samningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2021-2024 við Steypustöðina Dalvík ehf. Verktíminn hefst strax við undirritun samnings og er til 15. maí 2024 með möguleika að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn.

Samkvæmt bréfi Ríkiskaupa, dagsett þann 11. janúar 2021, þá var bjóðendum tilkynnt þann 29. desember 2020 að ákveðið var að velja tilboð frá Steypustöðinni Dalvík.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar.

6.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020 - viðaukabeiðni 2021

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir flutningi á fjármagni milli ára samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

a) Annars vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000 vegna sjóvarna sem átti að framkvæma 2020, lykill 32200-11560 þannig að hann hækki úr kr. 5.565.000 í kr. 7.418.000.
b) Hins vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna framkvæmda á opnu svæði við Hringtún sem náðist ekki að framkvæma 2020, að upphæð kr. 2.000.000, lykill 32200-11900, þannig að sá liður hækkar úr kr. 0 upp í kr. 2.000.000.

Steinþór vék af fundi kl. 15:17.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021, á lykil 32200-11560 og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna opins svæðis við Hringtún, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og leggur til við sveitarstjórn að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Endurnýjun á styrktarsamningi 2021-2023

Málsnúmer 202101033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum styrktarsamningi 2021-2023 við Björgunarsveitina Dalvík. Um er að ræða samning til þriggja ára frá 2021 til 2023 og er styrktarfjárhæðin kr. 7.380.000 ári.
Samningsdrögin voru til umfjöllunar í umhverfisráði þann 4. september 2020 þar sem umhverfisráð lagði til hækkun styrktarsamnings við Björgunarsveitina Dalvík til næstu þriggja ára til þess að koma til móts við breytingar á fjáröflun sveitarinnar. Tillaga umhverfisráðs var hækkun um kr. 2.000.000 en upphæðin var lækkuð um kr. 1.000.000 í vinnu byggðaráðs og sveitarstjórnar við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

8.Tímabundin ráðning á Umhverfis- og tæknisviði- viðauki

Málsnúmer 202012072Vakta málsnúmer

Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2020 var samþykkt beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði vegna skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisviði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð samþykkti með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og fól sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson sat hjá.

Lagðar fram upplýsingar frá sveitarstjóra um viðauka á milli deilda. Um er að ræða flutning launaáætlunar að upphæð kr. 2.180.831 af deild 0951 og kr. 2.188.620 fari yfir á deild 09210.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021, þannig að launaáætlun deildar 09510 lækki um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækki um kr. 2.188.620 og að mismuni að upphæð kr. 7.789 verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs