Lögð fram drög að nýjum styrktarsamningi 2021-2023 við Björgunarsveitina Dalvík. Um er að ræða samning til þriggja ára frá 2021 til 2023 og er styrktarfjárhæðin kr. 7.380.000 ári.
Samningsdrögin voru til umfjöllunar í umhverfisráði þann 4. september 2020 þar sem umhverfisráð lagði til hækkun styrktarsamnings við Björgunarsveitina Dalvík til næstu þriggja ára til þess að koma til móts við breytingar á fjáröflun sveitarinnar. Tillaga umhverfisráðs var hækkun um kr. 2.000.000 en upphæðin var lækkuð um kr. 1.000.000 í vinnu byggðaráðs og sveitarstjórnar við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.
Börkur Þór vék af fundi kl. 15:20.