Sveitarstjórn

331. fundur 19. janúar 2021 kl. 16:15 - 17:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 971, frá 17.12.2020

Málsnúmer 2012009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
3. liður sér liður á dagskrá.
5. liður.

Enginn tók til máls.
  • Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.

    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS bæjarráð Fjallabyggðar; Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson og bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson kl. 15:00.

    Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
    Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna bæjarstjóra og Tómas Atla Einarsson í formlegan viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögu um niðurstöðu fyrir bæjarstjórn. Lögð er á það rík áhersla að formlegar viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir bæjarstjórn.

    Til umræðu ofangreint.

    Nanna, Helga, Jón Valgeir og Elías viku af fundi kl. 15:39.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 971 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögur fyrir byggðaráð. Lögð er á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um tilnefningu sveitarstjóra og Hauks Arnars Gunnarssonar, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 972, frá 07.01.2021.

Málsnúmer 2101003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.

Til afgreiðslu:
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður; heimild fyrir tímabundinni ráðningu.
5. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
  • Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 29. desember 2020, um ósk um framlengingu á ráðningu tímabundins skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisvið í allt að þrjá mánuði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 972 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og felur sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson situr hjá. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um heimild til sveitarstjóra að ráða áfram í tímabundið starf á umhverfis- og tæknisviði í 3 mánuði til viðbótar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 973, frá 14.01.2021

Málsnúmer 2101009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.

Til afgreiðslu:
3. liður er sér liður á dagskrá.
5. liður er sér liður á dagskrá.
6. liður er sér liður á dagskrá.
7. liður er sér liður á dagskrá.
8. liður er sér liður á dagskrá.
9. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 246, frá 12.01.2021

Málsnúmer 2101005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 255, frá 13.01.2021

Málsnúmer 2101004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 126, frá 05.01.2021

Málsnúmer 2101001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.

Til afgreiðslu:
2. liður.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur fengið fyrirspurn um hvort það sé möguleiki á að auka sveiganleika varðandi tímamörk á hvatagreiðslum íþróttafélaga á þessum óvissutímum. Þ.e. hvort hægt sé t.d. að hliðra til reglunum þannig að styrkur lækki ekki þó svo að skráning dragist út janúar. Alla jafna lækkar styrkupphæð því lengur sem líður frá upphafi námskeiðs þar til foreldrar skrá iðkanda. Íþrótta- og æskulýðsráð - 126 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að tæknileg útfærsla sé mjög auðveld og hefur verið notuð áður þegar upp hafi komið tæknilegt vandamál og tími til skráninga hafi þá verið mjög stuttur, eða jafnvel kominn fram yfir tímamörk þegar námskeiðin eru búin til í ÆskuRæktar kerfinu.
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum í ljósi þess hve óvissan hafi verið mikil vegna Covid19 faraldurs, að þeir sem skrái iðkendur fyrir 1. febrúar fái hvatastyrk að fullu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs um að þeir sem skrái iðkendur fyrir 1. febrúar í ÆskuRækt fái hvatastyrk að fullu.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 127, frá 14.01.2021

Málsnúmer 2101010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfisráð - 346, frá 18.12.2020

Málsnúmer 2012008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
  • Með innsendu erindi dags. 01. desember 2020 óskar Guðlaugur Axel Ásólfsson eftir framkvæmdarleyfi til skógræktar á lögbýlinu Litla-Árskógi. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Litla-Árskógi.
  • Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Hringtún 42-48, Dalvík. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 42-48 til EGO húsa ehf.
  • Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Skógarhóla 11, Dalvík. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 11 til Ego húsa ehf.

9.Umhverfisráð - 347, frá 08.01.2021

Málsnúmer 2101002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu:
2. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.

10.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; beiðni um viðauka vegna tímabundinnar ráðningar á Umhverfis- og tæknisviði.

Málsnúmer 202012072Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2020 var samþykkt beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði vegna skrifstofumanns á Umhverfis- og tæknisviði vegna skráninga á eignum sveitarfélagsins í viðhaldsforritið Hannarr og uppfærslu á kortasjá sveitarfélagsins. Óskað er eftir að kostnaði vegna starfsins sé mætt með flutning af launaáætlun deildar 09510 vegna sumarstarfsmanna á Eigna- og framkvæmdadeild fyrir árið 2021 þar sem gert er ráð fyrir alls 15 mánuðum. Byggðaráð samþykkti með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um tímabundið starf í 3 mánuði til viðbótar og fól sveitarstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna tilfærslna á launaáætlun á milli deilda, Jón Ingi Sveinsson sat hjá. Lagðar fram upplýsingar frá sveitarstjóra um viðauka á milli deilda. Um er að ræða flutning launaáætlunar að upphæð kr. 2.180.831 af deild 0951 og kr. 2.188.620 fari yfir á deild 09210. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021, þannig að launaáætlun deildar 09510 lækki um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækki um kr. 2.188.620 og að mismuni að upphæð kr. 7.789 verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu i sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og launaviðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að launaáætlun deildar 09510 lækkar um kr. 2.180.831 og launaáætlun deildar 09210 hækkar um kr. 2.188.620. Mismunurinn að upphæð kr. 7.789 verður mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020- viðaukabeiðni

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:

"Með innsendu erindi óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir flutningi á fjármagni milli ára samkvæmt meðfylgjandi gögnum. a) Annars vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000 vegna sjóvarna sem átti að framkvæma 2020, lykill 32200-11560 þannig að hann hækki úr kr. 5.565.000 í kr. 7.418.000. b) Hins vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna framkvæmda á opnu svæði við Hringtún sem náðist ekki að framkvæma 2020, að upphæð kr. 2.000.000, lykill 32200-11900, þannig að sá liður hækkar úr kr. 0 upp í kr. 2.000.000. Steinþór vék af fundi kl. 15:17.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021, á lykil 32200-11560 og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna opins svæðis við Hringtún, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og leggur til við sveitarstjórn að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 1.853.000 á lykil 32200-11560 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; Snjómokstursútboð 2021-2024 - samningur

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram til staðfestingar samningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2021-2024 við Steypustöðina Dalvík ehf. Verktíminn hefst strax við undirritun samnings og er til 15. maí 2024 með möguleika að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn. Samkvæmt bréfi Ríkiskaupa, dagsett þann 11. janúar 2021, þá var bjóðendum tilkynnt þann 29. desember 2020 að ákveðið var að velja tilboð frá Steypustöðinni Dalvík.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar."

Þann 21. desember sl. voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í "Winter service at Dalvík" samkvæmt útboði Dalvíkurbyggðar en Ríkiskaup milligekk útboðið. Tvö tilboð bárust frá Dalverki ehf. og Steypustöðinni Dalvík. Með tilkynningu frá Ríkiskaupum 29. desember sl. fyrir hönd Dalvíkurbyggðar til bjóðenda kemur fram að tilboð frá Steypustöðinni Dalvík ehf. í ofangreindu útboði hefur verið valið enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar. Hagkvæmasta tilboðið er valið á grundvelli lægsta heildartilboðsverðs. Þann 11. janúar sl. er tilkynnt um endanlegt samþykki á tilboði Steypustöðvarinnar Dalvík ehf.

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:26.
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:27.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind drög að þjónustusamningi við Steypustöðina Dalvík ehf. um framkvæmd á verkinu "Snjómokstur og hákuvarnir á Dalvík 2021-2024".
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gengið sé til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. á grundvelli tilboðs frá 20. desember 2020 og fyrirliggjandi drög að samningi eins og þau liggja fyrir, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

13.Frá 346. fundi umhverfisráðs þann 18.12.2020; Snjómokstur 2020 - viðmiðunarreglur og forgangur

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn að nýju Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir kl. 16:29.

Á 346. fundi umhverfisráðs þann 18. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar, kl. 08:15. Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs þar sem reglurnar eru samræmdar innan sveitarfélagsins með tilliti til reglna nærliggjandi sveitarfélaga og ábendinga sem borist hafa frá íbúum. Einnig var forgangslisti moksturs í þéttbýli uppfærður. Steinþór vék af fundi kl. 09:06
Umhverfisráð samþykkir samhljóða þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðmiðunarreglum snjómoksturs og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að reglurnar taki gildi frá og með 15. febrúar 2021 til að gefa tíma til aðlögunar.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar viðmiðunarreglur snjómoksturs eins og þær liggja fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um að bæta inn í reglurnar að þær taki gildi frá og með 15. febrúar nk.

14.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; Endurnýjun á styrktarsamningi 2021-2023 við Björgunarsveitina Dalvík.

Málsnúmer 202101033Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að nýjum styrktarsamningi 2021-2023 við Björgunarsveitina Dalvík. Um er að ræða samning til þriggja ára frá 2021 til 2023 og er styrktarfjárhæðin kr. 7.380.000 ári. Samningsdrögin voru til umfjöllunar í umhverfisráði þann 4. september 2020 þar sem umhverfisráð lagði til hækkun styrktarsamnings við Björgunarsveitina Dalvík til næstu þriggja ára til þess að koma til móts við breytingar á fjáröflun sveitarinnar. Tillaga umhverfisráðs var hækkun um kr. 2.000.000 en upphæðin var lækkuð um kr. 1.000.000 í vinnu byggðaráðs og sveitarstjórnar við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024. Börkur Þór vék af fundi kl. 15:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan og fyrirliggjandi samning við Björgunarsveitina Dalvík.

15.Frá 346. fundi umhverfisráðs þann 18.12.2020; Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Á 346. fundi umhverfisráðs þann 18. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu erindi frá Vegagerðinni dags. 02. des 2020 þar sem Vegagerðin óskar eftir því að Dalvíkurbyggð endurskoði legu sjóvarnargarðs við Sandskeið, verkefni sem var boðið út vorið 2020. Í erindinu kemur fram að mistök voru gerð við gerð á uppdráttum sem framkvæmdaleyfið byggir á við lengingu sjóvarnar en þar er gert ráð fyrir upptekt á um 1500 rúmmetrum af núverandi landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkefninu verið frestað fram á árið 2021 og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið eftir að ákvörðun sveitarstjórnar liggur fyrir.
Umhverfisráð ítrekar bókun sína frá 24. apríl 2020 þar sem hönnun sjóvarnarinnar við Sandskeið er samþykkt í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, síðar samþykkt í sveitarstjórn 12. maí. Útboð Vegagerðarinnar byggir á þeirri samþykkt. Umhverfisráð samþykkir að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarfélagsins og greiðist af deild 32200-11560, sjóvarnir."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda ítrekun á bókun umhverfisráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs um að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarféalgsins og visað á lið 32200-11560 í fjárhagsáætlun 2021.

16.Frá 347. fundi umhverfisráðs þann 08.01.20201; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 347. fundi umhverfisráðs þnn 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að vísa framlagðri tillögu til skoðunar hjá Veitu- og hafnaráði og siglingarsviðs Vegagerðarinnar.

17.Frá 347. fundi umhverfisráðs þann 08.01.2021; Breytingar á gildandi deiliskipulagi Skáldalækjar-Ytri

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Á 347. fundi umhverfisráðs þann 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Þann 24. nóvember 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni eru eftirfarandi breytingar gerðar frá gildandi deiliskipulagi: 1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m². 2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir. 3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum. 4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m². Kynningargögn voru send á einn aðila, Guðnýju Pétursdóttur og staðfesti hún samþykki sitt með undirritun sinni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri og samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

18.Frá 971. fundi byggðaráðs þann 17.12.2020; Spennustöð á Norðurgarði, leigusamningur

Málsnúmer 202009011Vakta málsnúmer

Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað: "Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum. Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn." Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti minnisblað sem lagt var fram á fundinum, dagsett þann 17. desember 2020 varðandi málið. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samning við Rarik eins og hann liggur fyrir.

19.Frá 971. fundi byggðaráðs þann 17.12.2020; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla - erindisbréf vinnuhóps.

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 971. fundi byggðráðs þann 17. desember 2020 var til umfjöllunar tillaga að erindisbréfi vegna vinnuhóps um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísaði til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýtt hlutverk Gamla skóla eins og það liggur fyrir.

20.Frá 972. fundi byggðaráðs þann 07.01.2021; Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Á 972. fundi byggðaráðs þnn 7. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilnefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna. Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef af sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að ekki verði farið lengra i viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef af sameiningu yrði. Sveitarstjórn tekur undir með byggðaráði að leggja áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.

21.Frá 972. fundi byggðaráðs þann 07.01.2021; Stafrænt ráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202012108Vakta málsnúmer

Á 972. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dagsett 29. desember 2020 frá stafrænu ráði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir formlegri afgreiðslu sveitarfélaga á tillögu ráðsins sem er í þremur liðum: 1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 m. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins eins og nánar er útlistað í kynningunni.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 m. kr. á milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum.

Samkvæmt útreikningum sem fylgdu tillögunni er áætlaður kostnaður við þátttöku Dalvíkurbyggðar í verkefninu, árið 2021, 449.760 kr. Gert hefur verið ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið í desember sl. og sat hluti af upplýsingateymi Dalvíkurbyggðar fundinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir jafnframt ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga, liði 1. - 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð verði aðili að miðlægu tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og ofangreinda tillögu frá stafrænu ráði sveitarfélaga í þremur liðum.

22.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; Verkfallslisti 2020

Málsnúmer 202008020Vakta málsnúmer

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan verkfallslista eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og með fyrirvara um frekari umsagnir stéttarfélaga og sviðsstjóra."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn veiti byggðaráði fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við ofangreindan og meðfylgjandi lista.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar um skrá yfir störf undanþegin verkfallsrétti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að byggðaráð fái fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við listann.

23.Frá 973. fundi byggðaráðs þann 14.01.2021; Tillaga að skipulagsbreytingum.

Málsnúmer 202012055Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga frá sveitastjóra fyrir hönd byggðaráðs, dagsett þann 15. janúar 2021.

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2020 upplýsti sveitarstjóri að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs muni láta af störfum þann 30. apríl 2021 vegna aldurs. Með fundarboði fylgdi uppsögn sviðsstjóra úr starfi og starfslýsing sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs frá ágúst 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum uppsögn sviðsstjóra veitu- og hafnaviðs vegna aldurs og afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra úrvinnslu mála vegna starfsloka sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

Í framhaldi af úrvinnslu sveitarstjóra leggur byggðaráð til við sveitarstjórn skipulagsbreytingar sem eru eftirfarandi, samanber bókun byggðaráðs á fundi sínum þann 14.01.2021 í trúnaðarmálabók:

Umhverfis- og tæknisvið og Veitu- og hafnasvið verði sameinuð í eitt nýtt svið; Framkvæmdasvið. Samhliða þessu verði stöður sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs lagðar niður. Ný staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs (100% stöðugildi) og ný staða byggingar- og skipulagsfulltrúa (100% stöðugildi) verða til. Jafnframt leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði auglýst laus til umsóknar.

Meðfylgjandi eru drög að skipuriti fyrir nýtt framkvæmdasvið skv. ofangreindri tillögu að skipulagsbreytingum.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til tillögu að bókun og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Guðmundur St. Jónsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulagsbreytingum þannig að eftirfarandi breytingar verði á skipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu:

Meginmarkmið skipulagsbreytinganna er að auka skilvirkni í stjórnkerfinu, bæta þjónustu og samhæfa rekstur og starfssemi þeirra málaflokka er undir hið nýja svið heyra.

Umhverfis- og tæknisvið og Veitu- og hafnasvið verða sameinuð í eitt nýtt svið; Framkvæmdasvið. Samhliða þessu er staða sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs lögð niður sem og staða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs lögð niður. Til verður ný staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs (100% stöðugildi) yfir hinu nýja sviði. Til verður ný staða byggingar- og skipulagsfulltrúa (100% stöðugildi) á nýju framkvæmdasviði.

Sveitarstjórn samþykkir að bjóða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs starf byggingar- og skipulagsfulltrúa á hinu nýja sviði og felur sveitarstjóra úrvinnslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að staða sviðsstjóra framkvæmdasviðs verði auglýst laus til umsóknar og felur sveitarstjóra undirbúning og úrvinnslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi drög að skipuriti fyrir nýtt framkvæmdasvið samkvæmt ofangreindri samþykkt að skipulagsbreytingum.


24.Frá Dalbæ; fundur stjórnar frá maí 2020.

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 25. maí 2020.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:26.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs