Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer
Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir flutningi á fjármagni milli ára samkvæmt meðfylgjandi gögnum. a) Annars vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000 vegna sjóvarna sem átti að framkvæma 2020, lykill 32200-11560 þannig að hann hækki úr kr. 5.565.000 í kr. 7.418.000. b) Hins vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna framkvæmda á opnu svæði við Hringtún sem náðist ekki að framkvæma 2020, að upphæð kr. 2.000.000, lykill 32200-11900, þannig að sá liður hækkar úr kr. 0 upp í kr. 2.000.000. Steinþór vék af fundi kl. 15:17.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021, á lykil 32200-11560 og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna opins svæðis við Hringtún, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og leggur til við sveitarstjórn að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.