Á 346. fundi umhverfisráðs þann 18. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu erindi frá Vegagerðinni dags. 02. des 2020 þar sem Vegagerðin óskar eftir því að Dalvíkurbyggð endurskoði legu sjóvarnargarðs við Sandskeið, verkefni sem var boðið út vorið 2020. Í erindinu kemur fram að mistök voru gerð við gerð á uppdráttum sem framkvæmdaleyfið byggir á við lengingu sjóvarnar en þar er gert ráð fyrir upptekt á um 1500 rúmmetrum af núverandi landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkefninu verið frestað fram á árið 2021 og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið eftir að ákvörðun sveitarstjórnar liggur fyrir.
Umhverfisráð ítrekar bókun sína frá 24. apríl 2020 þar sem hönnun sjóvarnarinnar við Sandskeið er samþykkt í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, síðar samþykkt í sveitarstjórn 12. maí. Útboð Vegagerðarinnar byggir á þeirri samþykkt. Umhverfisráð samþykkir að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarfélagsins og greiðist af deild 32200-11560, sjóvarnir."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kalla eftir uppfærðum gögnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.