Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dagsett 10. febrúar 2021 vegna sjóvarnar við Sandskeið. Þar er ítrekað að upptekt á núverandi landi framan við byggð stangast á við lög um sjóvarnir. Ef fjarlægja eigi land munu framkvæmdaráform Vegagerðarinnar um byggingu sjóvarnar á um 100 m kafla sunnan hafnar Dalvíkur falla niður.
Í minnisblaði sveitarstjóra frá 28.02.2021 kemur fram að umhverfisráð og sveitarstjórn hafi miðað við uppdrátt af aðalskipulaginu sem ekki er í gildi en aðalskipulaginu var breytt árið 2016. Rétti uppdrátturinn sýnir aðra og nýja legu varnargarðs við Sandskeið. Neðanmáls í minnisblaðinu eru taldir upp þrír valkostir A, B og C. Lagt er til að leið C verði farin en það er leið sem Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lagt áherslu á.
Fannar Gíslason, starfsmaður Vegagerðar ríkisins kom á fundinn í síma kl 8:55 símtalinu lauk 9:00.