Sveitarstjórn

325. fundur 12. maí 2020 kl. 16:15 - 17:13 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 942

Málsnúmer 2004009FVakta málsnúmer

Liðir 2,3,4,7,8,9 og 11 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 943

Málsnúmer 2005003FVakta málsnúmer

Liðir 1,2,3,4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 239

Málsnúmer 2004005FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Landbúnaðarráð - 132

Málsnúmer 2005002FVakta málsnúmer

Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Umhverfisráð - 336

Málsnúmer 2004008FVakta málsnúmer

Liðir 5 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Umhverfisráð - 337

Málsnúmer 2004010FVakta málsnúmer

Liðir 8,9 og 10 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 95

Málsnúmer 2004012FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 20

Málsnúmer 2005001FVakta málsnúmer

Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Frá Fiskideginum Mikla, vegna ákvörðunar um að fresta afmælishátíð Fiskidagsins um eitt ár.

Málsnúmer 202004092Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:04 vegna vanhæfis. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kom inn á fundinn kl. 13:04. Tekin fyrir fréttatilkynning Fiskidagsnefndar frá 15. apríl 2020 en í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta afmælishátíðinni um eitt ár. Því verður engin Fiskidagshátíð í ár en 20 ára afmælishátíð Fiskidagins mikla að öllu óbreyttu haldin dagana 6. til 8. ágúst 2021. Júlíus fór yfir ákvörðun nefndarinnar og áætlanir og verkefnin í framhaldinu. Júlíus vék af fundi kl. 13:22.

Byggðaráð staðfestir með 2 atkvæðum styrk við Fiskidaginn mikla samkvæmt fjárhagsáætlun 2020. Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis. Byggðaráð fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins."

Undir þessum lið tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24.
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Sveitarstjórn fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

10.Húsaleigusamningur um gæsluvallarhús

Málsnúmer 201906010Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:29.

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Dagur Óskarsson komu inn á fundinn kl. 13:27. Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni dagsett 15. apríl 2020, ósk um endurnýjun á leigusamningi um gæsluvallarhús. Dagur kynnti áform sín um nýtingu hússins. Dagur vék af fundi kl. 13:57. Börkur vék af fundi kl. 14:08.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til viðræðna við Dag Óskarsson um áframhaldandi leigu gæsluvallarhúss til eins árs að hámarki, til 30. apríl 2021."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

11.Átak í merkingu gönguleiða

Málsnúmer 202004070Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

12.Átaksverkefnið sumarstörf 2020

Málsnúmer 202004118Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 22. apríl 2020, kynning á verkefni ríkisstjórnar fyrir námsmenn 18 ára og eldri á komandi sumri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun greiði til sveitarfélags eða opinberrar stofnunar rúmar 316 þús.kr. á mánuði fyrir hvern einstakling en stofnun eða sveitarfélag verður að tryggja að öllum starfsmönnum verði greidd laun samkvæmt kjarasamningum.

Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um það hvort að þau hafi hug á að nýta þetta úrræði í sumar og þá hversu mörg störf þau sjá fyrir sér að geta skapað.

Sveitarstjóri kynnti fjögur átaksverkefni sem stjórnendur hjá Dalvíkurbyggð telja að geti fallið vel að ofangreindu.
Þessi verkefni gætu skapað allt að 18-20 störf í Dalvíkurbyggð í sumar. Öll störfin henta fólki af báðum kynjum og mörg þeirra fólki af erlendum uppruna.

Byggðaráð telur að átaksverkefnið geti styrkt atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð en óskar eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri athugun í íbúagátt meðal markhópsins 18-25 ára þar sem áhugi og atvinnustaða þeirra sumarið 2020 verður könnuð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela fjármála- og stjórnsýslustjóra að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar um tilgreind 18-20 störf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um í Sóknaráætlun Norðurlands eystra vegna verkefnisins Listaspírur, menningarsmiðja."

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna umsóknar um styrk til Vinnumálastofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna umsóknar í Sóknaráætlun.

13.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, gagntilboð í Selárlandið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2020.

14.Uppsögn á leigusamningi

Málsnúmer 202004131Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Bakkabjörg ehf. dagsett 28. apríl 2020, uppsögn á leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leysa Bakkabjörg ehf. undan leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela eignasjóði að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna uppsagnar leigusamnings.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma.

15.Aðalfundarboð AFE 2020

Málsnúmer 202004091Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dagsett 20. apríl 2020 þar sem boðað er til aðalfundar AFE þann 20. maí 2020 kl. 15:00. Fundurinn verður haldinn í Hörgársveit ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfa, annars í fjarfundi.

Samkvæmt samþykktum AFE skal hvert sveitarfélag sem aðild á að félaginu tilnefna einn fulltrúa til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi þess. Að öðru leyti er aðalfundurinn að jafnaði opinn öllum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra, að fara með umboð Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

16.Brimnesbraut 35; sala á eigninni

Málsnúmer 202005020Vakta málsnúmer

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi kom inn á fundinn kl. 08:02

Tekin fyrir kauptilboð sem borist hafa í Brimnesbraut 35. Tvö tilboð bárust í eignina og fór Íris yfir tilboðin og skilmála þeirra.

Íris vék af fundi kl. 08:09.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka tilboði hæstbjóðanda, kauptilboð frá Hjörleifi Einarssyni að upphæð kr. 29.950.000 og felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka vegna sölunnar þegar hún er frágengin."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

17.NAV uppfærsla 2020

Málsnúmer 202004075Vakta málsnúmer

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kl. 08:10 og sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.

Frá upplýsinga- og tækniteymi sveitarfélagsins, beiðni um viðauka vegna NAV uppfærslu.

Microsoft gaf út í lok síðasta ára að lokað yrði á frekari uppfærslumöguleika í Business Central 14 eftir október 2020. Það þýðir að Dalvíkurbyggð fær ekki nýjar uppfærslur fyrr en eftir um 1,5-2 ár skv. Wise.

UT teymi Dalvíkurbyggðar leggur fyrir byggðaráð tillögu um að farið verði í uppfærsluna þegar á árinu 2020 og viðbótarfjármagn á málaflokk 21, kr. 2.585.700 verði samþykkt samanber meðfylgjandi beiðni um viðauka nr. 17/2020. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 17 við
fjárhagsáætlun 2020, málaflokkur 21400, fjárhagslyklar 4331 og 4338, samtals kr. 2.585.700. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2020.

18.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 samþykkti byggðaráð samhljóða tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð um skipurit, erindisbréf ráða og samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Síðan þá hefur verið unnið í samþykktum í samvinnu við lögfræðinga Sambandsins og stjórnsýsludeild KPMG og eru því öll gögnin nú lögð fram til fyrri umræðu að nýju.
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Katrín Dóra og sveitarstjóri fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í samvinnu ofangreindra aðila undanfarna mánuði.
Málin rædd.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 08:57.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum."

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Jón Ingi Sveinsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

19.Umsókn um rekstrarleyfi - Bergmenn - Karlsá

Málsnúmer 202004148Vakta málsnúmer

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett, 29.04.2020, ósk um umsögn um rekstarleyfi gistingar fyrir Bergmenn ehf kt. 430657-0119 vegna Karlsár.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðssstjóri gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi sé veitt."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

20.Umsókn um rekstrarleyfi - Bergmenn - Klængshóll

Málsnúmer 202004149Vakta málsnúmer

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett, 29.04.2020, ósk um umsögn um rekstarleyfi gistingar fyrir Bergmenn ehf kt. 430657-0119 vegna Klængshóls.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðssstjóri gera ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi sé veitt."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

21.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2020

Málsnúmer 202005016Vakta málsnúmer

Á 132. fundi Landbúnaðarráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2020.

Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 11.-13. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 18.-20.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holarafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 2.-3.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.

22.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðrrifs á útisundlaug

Málsnúmer 202001020Vakta málsnúmer

Á 336. fundi umhverfisráðs þann 24. apríl var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu umsókn eignasjóðs um byggingarleyfi vegna niðurrifs á sundlaug við félagsheimilið í Árskógi

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi, en samkvæmt fundargerð skólaráðs frá 02. janúar 2020 var ákvörðun tekin um niðurrif á sundlauginni.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

23.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Göngustaða og Göngustaðakots 2020

Málsnúmer 202004108Vakta málsnúmer

Á 336. fundi umhverfisráðs þann 24. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu umsókn dags. 21. apríl 2020 frá Gunnari Kristni Guðmundssyni um framkvæmdarleyfi vegna 3.500 m3 malartöku í landi Gönugustaða og Göngustaðakots samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Ráðið vill þó ítreka að farið verði eftir tilmælum Fiskistofu um framkvæmd efnistökunnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

24.Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar ný gögn frá Vegagerðinni vegna sjóvarnargarðs við Sandskeið.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða nýja legu á sjóvarnargarði við Sandskeið og leggur til að verkið verði boðið út.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

25.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005026Vakta málsnúmer

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 13-15 eftir byggingarleyfi vegna breytinga samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir ásamt grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

26.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005028Vakta málsnúmer

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 04. maí 2020 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi fyrir geymsluskúr samkvæmt meððfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar leiðrétt teikning samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra hefur borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Undir þessum lið tók til máls:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

27.Ársreikningur 2019; síðari umræða.

Málsnúmer 202001021Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:54.

Á 324. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2020 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Við fyrri umræðu voru bókaðar helstu niðurstöður ársreikningsins auk þess sem hann er nú birtur í heild sinni sem fylgiskjal í fundargerð þessari og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Eins og sést í ársreikningnum er rekstrarniðurstaðan 134 miljónum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og eru ástæður þessar helstar, horft er á samstæðuna í heild:
Mestu munar um hærri tekjur sem eru í heild um 116 miljónum umfram áætlun. Þar eru útsvarstekjur um 43 miljónum hærri en áætlað var og tekjur jöfnunarsjóðs eru hærri sem nemur rúmum 30 miljónum króna. Þjónustutekjur og aðrar tekjur skiluðu 38 miljónum króna meiri tekjum en áætlað var. Ekki er mikill munur á rekstrargjöldum en þau eru 9 miljónum króna lægri en áætlað var.
Í áritun sveitarstjórnar kemur fram að Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um endanlega áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.
Það er mat stjórnenda sveitarfélagsins að ekki sé unnt, í ljósi framangreindrar óvissu, að leggja endanlegt mat á áhrif Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins en meta greiðsluhæfi þess þó ekki skert.
Ég vil ítreka þakkir frá sveitarstjórn til starfsmanna Dalvíkurbyggðar og stjórnenda fyrir góða afkomu á rekstrarárinu og fyrir vinnuna við ársreikninginn.
Þá vil ég þakka samstarfsfólki í sveitarstjórn fyrir samstöðu við stjórnun sveitarfélagsins sem m.a. leiðir til þessarar góðu rekstrarniðurstöðu og sýnir þann kraft, jákvæðni og einhug sem í sveitarfélaginu býr.

Undir þessum lið tók einnig til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 eins og hann liggur fyrir og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar - og skuldbindingaryfirliti.

28.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Á 324. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2020 frestaði sveitarstjórn ákvarðanatöku til næsta sveitarstjórnarfundar og fól starfsmönnum að vinna úr framkomnum gögnum með bæjarlögmanni. Áður hafði byggðaráð vísað málinu til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn þar sem gögn bárust seint og þörfnuðust yfirferðar.

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:59.
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:59.

Undir þessum lið tók einnig til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir sem bókar að hún óski eftir það að við samningagerð um snjómokstur í dreifbýli verði horft sérstaklega til þess óhagræðis sem fyrirkomulag snjómoksturs í Svarfaðardal og Skíðadal er miðað við forsendur útboðsins.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs frá 3. apríl 2020 og bókun Katrínar undir málinu.

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Franklín Karlsdóttir greiða ekki atkvæði vegna vanhæfis.

29.Úrsögn úr kjörstjórn

Málsnúmer 202004132Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir komu inn á fundinn að nýju kl. 17:01.

Tekið fyrir bréf frá Ingvari Kristinssyni dagsett 27. apríl 2020 þar sem hann óskar eftir lausn úr yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar frá 1. maí 2020 af persónulegum ástæðum.

Undir þessum lið tók til máls:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Ingvari Kristinssyni lausn frá störfum í yfirkjörstjórn og þakkar honum fyrir vel unnin störf.

30.Kosningar í ráð og nefndir skv. 46.gr. samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202005052Vakta málsnúmer

Kosning aðalmanns í yfirkjörstjórn.

Tillaga liggur fyrir um að Bjarni Jóhann Valdimarsson, Nesvegi 6, Hauganesi verði aðalmaður í stað Ingvars Kristinssonar.
Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Bjarni Jóhann Valdimarsson rétt kjörinn aðalmaður í yfirkjörstjórn.

31.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2020

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Til kynningar þrjár fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá fundum
13. febrúar 2020
26. mars 2020 og
30. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:13.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi