Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG,sveitarstjórnarfólkið Þórhalla Karlsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Dagbjört Sigurpálsdóttir og sviðsstjórarnir Þorsteinn Björnsson, Eyrún Rafnsdóttir, Gísli Bjarnason og Börkur Þór Ottósson. Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið. Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2019. Arnar, Þórhalla, Börkur, Þorsteinn, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:03.
Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2019.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 155.977.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 33.250.000 með viðaukum ársins 2019.
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um kr. 204.426.000 en áætlun gerði ráð fyrir kr. 69.994.000 með viðaukum ársins 2019.
Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok 2019 kr. 883.730.000 en voru í árslok 2018 kr. 737.246.000.
Á árinu 2019 var tekið lán að upphæð kr. 149.881.000 og endurlánað til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar.
Afborganir langtímalána fyrir A- og B- hluta voru kr. 123.801.000.
Þannig er skuldarviðmið Dalvíkurbyggðar 43,9% sem er töluvert undir skuldarviðmiði sveitarfélaga.
Fjárfestingar ársins 2019 fyrir samstæðuna voru kr. 333.732.000 og gerði áætlun með viðaukum ráð fyrir kr. 324.406.000.
Veltufé frá rekstri var kr. 400.253.000 fyrir A- og B- hluta. Árið 2018 var veltufé frá rekstri kr. 433.157.000.
Heildartekjur A- og B- hluta voru um 2.539,0 m.kr., þar af er útsvarið 40,6%, fasteignaskattur 5,5%, framlög úr Jöfnunarsjóði 25,9% og aðrar tekjur 28%.
Laun og launatengd gjöld A- og B- hluta eru 1.352,5 m.kr. eða um 53,3% af tekjum.
Veltufjárhlutfall A- og B- hluta var 1,19 og skuldahlutfallið 70,4%.
Ársreikningnum fylgir skýring vegna Covid-19 heimsfaraldursins þó að hann komi eftir lok reikningsskiladags. En vænta má að áhrif á reksturs sveitarfélagsins verði umtalverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.
Undir þessum lið tók einnig til máls:
Gunnþór E. Gunnþórsson
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.