Málsnúmer 202004096Vakta málsnúmer
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, komu inn á fundinn kl. 08:02.
Til umræðu staða á vinnuskólanum í upphafi sumars. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020 en alls hafa 8 ungmenni sótt um sumarvinnu. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Kjöl stéttarfélag um launagreiðslur á grundvelli greinar 1.3.4 í kjarasamningi og að laun verði 82% af launaflokki 117. Áætlaður heildarkostnaður Dalvíkurbyggðar af verkefninu miðað við 8 manns í 10 vikur eru 5.261.377 kr.