Byggðaráð

946. fundur 04. júní 2020 kl. 08:00 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vinnuskólaumsóknir 2020

Málsnúmer 202004096Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, komu inn á fundinn kl. 08:02.

Til umræðu staða á vinnuskólanum í upphafi sumars. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020 en alls hafa 8 ungmenni sótt um sumarvinnu. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Kjöl stéttarfélag um launagreiðslur á grundvelli greinar 1.3.4 í kjarasamningi og að laun verði 82% af launaflokki 117. Áætlaður heildarkostnaður Dalvíkurbyggðar af verkefninu miðað við 8 manns í 10 vikur eru 5.261.377 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fara í ofangreint átak upp á 5,2 miljónir króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

2.Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí samþykkti byggðaráð að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu sem felur í sér að Dalvíkurbyggð leggi til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Gísli Rúnar fór yfir stöðuna á átaksverkefninu sumarstörf 18-25 ára. Alls sóttu 13 manns um störf, 8 sóttu um í umhverfishóp og 5 í lista og leikjanámskeiðshóp. Búið er að móta verkefnin og ungmennin hafa hafið störf. Yfirumsjón með vinnuhópunum er í höndum deildarstjóra EF-deildar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns safna.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 08:28.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð þakkar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins sem komu að því að setja verkefnið á laggirnar, undir mikilli tímapressu, fyrir mjög góð störf.

3.Fundargerðir Menn.fél.Bergs ses

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson, nýr formaður stjórnar Menningarfélagsins Bergs kom inn á fundinn kl. 08:33.

Freyr fór yfir stöðu mála í Bergi en Blágrýti ehf. hefur sagt upp samningi um veitingareksturinn í Bergi. Einnig kynnti hann þær hugmyndir sem eru í gangi varðandi framhald reksturs eða rekstrarfyrirkomulag til framtíðar.

Freyr vék af fundi kl. 09:15.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó

Málsnúmer 201906083Vakta málsnúmer

Samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó rann út þann 31.05.2020.

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem dregnir eru fram kostir í stöðunni.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 09:22.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

5.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri EF-deildar komu inn á fundinn kl. 09:38.

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí 2020 fól byggðaráð starfsmönnum að vinna áfram tillögur sem falla undir samþykkt sveitarstjórnar frá 31.03.2020 um 12 milljónir í atvinnuskapandi verkefni og átaksverkefni og miða við að þær séu meira atvinnuskapandi.
Lögð fram ný tillaga til umræðu, listi yfir átaksverkefni sumarsins.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 10:22.
Byggðaráð vísar málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

6.Brimnesbraut 35; sala á eigninni

Málsnúmer 202005020Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar viðauki frá aðalbókara, nr. 18 við fjárhagsáætlun 2020 vegna sölu á fasteigninni Brimnesbraut 35.
Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 6.408.380. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 23.216.620. Lækkun á langtímalánum deild 58500 kr. 17.898.890. Hækkun á handbæru fé, deild 29200 kr 11.726.110.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreindan viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2020.

7.Uppgjör 2019, listi yfir helstu birgja.

Málsnúmer 202001021Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt aðalbókara sveitarfélagsins yfir helstu birgja ársins 2019.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að listi yfir stærstu birgja ársins 2019 verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202006022Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 10:26 vegna vanhæfis.
Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 10:29.

Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag.

10.Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjármál sveitarfélga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202005087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra dagsett 25. maí 2020 þar sem m.a. er tilkynnt um vinnu starfshóps ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga en hlutverk hans er að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020 í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Einnig tekinn fyrir tölvupóstur frá starfshópnum dagsettur 28. maí þar sem óskað er eftir fjárhagsupplýsingum vegna þessarar greiningarvinnu. Óskað er eftir því að gögn berist eigi síðar en 9. júní nk.
Byggðaráð felur fjármála- og stjórnsýslusviði að veita umbeðnar upplýsingar.

11.Aðalfundur Tækifæris hf. 2020

Málsnúmer 202005142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Tækifæri hf. dagsett 22. maí 2020 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00 á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202005144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. dagsett 26. maí 2020 þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 12. júní 2020 kl. 15:00 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2020

Málsnúmer 202005151Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Landskerfi bókasafna hf. dagsettur 29. maí 2020 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 14:00 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri