Tekinn fyrir tölvupóstur frá Vinnumálastofnun dagsettur 12. maí 2020, svar við umsókn Dalvíkurbyggðar um átaksverkefni, sumarstörf fyrir námsmenn á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Dalvíkurbyggð sótti um 20 störf og fær úthlutað 8 störfum sem verða styrkt af Vinnumálastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Samkvæmt könnun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa meðal ungmenna í aldurshópnum 18 er mikil eftirspurn eftir sumarstörfum.
Með fundarboði fylgdi minnisblað frá starfandi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, þrjár tillögur að útfærslum á sumarátaksverkefninu með mismunandi mikilli kostnaðarþátttöku af hendi Dalvíkurbyggðar.