Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 30.11.2021, þar sem samandregið kemur fram að það er mat sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs að verkefnið er mjög áhugavert en hins vegar er lagt til að bíða átektar og taka ekki þátt í því að þessu sinni. Gert er grein fyrir þeim ástæðum í minnisblaðinu.