Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer
Lögð voru fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Einnig upplýsti félagsmálastjóri um viðbrögð og vinnu félagsþjónustu vegna Covid-19 í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Heimilisþjónusta hefur verið nánast með óbreyttu sniði, þó nokkrir notendur óskuðu ekki eftir þjónustu um tíma, starfsmaður félagsþjónustu hefur hringt í eldri borgara í sveitarfélaginu til að kanna með einmanaleika og gefa upplýsingar, farið hefur verið í búðarferðir fyrir eldri borgara, fötlunarþjónusta hefur verið með aðeins breyttu sniði, smávægileg skerðing hefur verið á þjónustu í skammtímavistun því nú er einungis einn einstaklingur þar í einu en ekki 2-3 eins og áður. Forgangsraðað var í þjónustu eftir þjónustuþyngd einstaklinganna. Atvinna með stuðningi hefur einnig breyst en vinnustaðir hafa lokað, þrátt fyrir að þar sé dagþjónusta í boði, einungis í breyttri mynd. Viðtöl fara fram í gegnum teams eða starfsmenn fara heim til einstaklinga í viðtöl.