Lögð var fram til kynningar staðan á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs það sem af er ári 2020. Ljóst er að liðurinn 4410 húsaleigu fer fram úr áætlun fyrir árið 2020 þar sem húsaleiga fyrir nýja skammtímavistun er hærri en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Leigan fer úr kr. 129.893 í kr. 268.250 á mánuði. Í áætlun var gert ráð fyrir alls kr. 1.466.801 krónur en verður 2.803.929 krónur.
Einnig voru lagðar fram til áréttingar og kynningar reglur vegna gerð viðauka fyrir sveitarfélög. Vakin er athygli á reglu úr kafla 3 þar segir að útgjöld eða fjárfestingar sem stofnað hefur verið til utan fjárheimilda og ekki að undangegnum viðauka skuli setja á dagskrá viðkomandi fagráðs, byggðarráðs og sveitarstjórnar og bóka sérstaklega. Þannig hafa fagráðin, byggðarráð og sveitarstjórn vitneskju um ástæður tiltekinna útgjalda séu umfram fjárhagsáætlun og geta þá sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart fjármálum.