Félagsmálaráð

248. fundur 09. mars 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir sat fundinn í gengum fjarfundarbúnað Teams.

1.Breyting á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Málsnúmer 202102136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 10.02.2021 frá félagsmálaráðuneytinu um frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002
Lagt fram til kynningar.

2.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu dags. 03.03.21 þar sem kynnt eru tvenn ný lög frá Alþingi sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr,. 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsisns að fara með jafnréttismál.
Lagt fram til kynningar.

3.Betri vinnutími í vaktavinnu

Málsnúmer 202010006Vakta málsnúmer

Þroskaþjálfi félagsmálasviðs kynnti fyrir nefndarmönnum áhrif og aukinn kostnað í þjónustu við fatlað fólk með tilkomu betri vinnutíma sem tekur gildi 1. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

4.Hagstofurskýrsla 2020

Málsnúmer 202103021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 16.02.21 frá Hagstofu Íslands þar sem óskað er eftir hagstofuskýrslu félagsmálasviðs fyrir árið 2020 sem og hagstofuskýrslu málefna fatlaðra fyrir árið 2020. Skýrslurnar lagðar fram til kynningar fyrir ráðið.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2021
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201908017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frávikagreining sviðsstjóra fyrir fjárhagsárið 2020 á félagsmálasviði
Lagt fram til kynningar.

7.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Farið yfir samning um dagþjónustu í málefnum aldraðra og fyrirhugaða vinnu með Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi