Málsnúmer 202008074Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 26. ágúst 2020, þar sem því er beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Fram kemur að samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára.