Fræðsluráð

248. fundur 08. apríl 2020 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti,Gréta Arngrímsdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Bjarni Jóhann Valdimarsson áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Bjarney Anna Sigfúsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Erla Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra á Krílakoti.

1.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi til kynningar samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.
Lagt fram til kynningar

2.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.
Fræðsluráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög enda fellur það að og styður við starfsemi skólanna.

3.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04.
Lagt fram til kynningar

4.Breytt skipulag skólahalds vegna COVID - 19

Málsnúmer 202004005Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill skólastjóra á Krílakoti fóru yfir helstu breytingar á skólahaldi í leik - og grunnskóla vegna COVID - 19
Fræðsluráð vill hrósa stjórnendum og starfsfólki skólanna og þakka þeim fyrir frábært starf á þessum erfiðu tímum.

5.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti fóru yfir starfsmannamál fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar

6.Umsókn í endurmenntunarsjóð grunnskóla

Málsnúmer 201903032Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs og Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla kynntu umsókn í Endurmenntunarsjóð grunnskóla
Lagt fram til kynningar

7.Þróun nemendafjölda í leik - og grunnskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004010Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri kynnti fræðsluráði þróun nemendafjölda í leik - og grunnskólum til ársins 2025.
Lagt fram til kynningar

8.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti nefndarmönnum áframhaldandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð er sammála því að vinna við endurskoðun á skólastefnu verði haldið áfram í fjarfundi og verður það gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs