Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 939. fundur - 26.03.2020

Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning.

Sveitarstjórn - 323. fundur - 31.03.2020

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26.03.2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Fræðsluráð - 248. fundur - 08.04.2020

Með fundarboði fylgdi til kynningar samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 271. fundur - 29.06.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í samningi við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra er falið að setja samning í endurskoðunarferli inn í Byggðaráð.

Byggðaráð - 1033. fundur - 14.07.2022

Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í samningi við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra er falið að setja samning í endurskoðunarferli inn í Byggðaráð."

Meðfylgjandi fundarboði er gildandi samningur við HA, dagsettur þann 12. júní 2020 og er til þriggja ára. Hafi samningnum ekki verið sagt upp að þriggja ára samningstíma loknum framlengist hann um eitt ár og að hámarki tvisvar sinnum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 7. júlí sl., þar sem fram kemur að á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs var lagt til að endurskoða samning við HA um skólaþjónustu í Dalvíkurbyggð. HA hefur séð um innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar, kennsluráðgjöf samkvæmt beiðnum ásamt námsráðgjöf.
Sviðsstjóri leggur til að samningi við HA verði ekki sagt upp fyrir 1. ágúst 2022. Samningur verði endurskoðaður næsta skólaár með formlegu mati á gæðum skólaþjónustu sem unnið verði með fræðsluráði Dalvíkurbyggðar, starfsfólki skólanna og stjórnendum. Þeirri endurskoðun yrði lokið fyrir 1. maí 2023.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfyllir fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru.

Fræðsluráð - 272. fundur - 10.08.2022

Tekin fyrir bókun Byggðaráðs dags. 14. júlí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfylli fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru.

Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 07. júlí 2022.
Fræðsluráð leggur til að tillaga frá sviðsstjóra verði samþykkt. Um að framlengja samning um eitt ár. Sviðsstjóra er falið að ræða við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á uppsagnarákvæði í samningi og miða við upphaf nýs skólaárs.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 272. fundi fræðsluráðs þann 10. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir bókun Byggðaráðs dags. 14. júlí. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfylli fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru. Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 07. júlí 2022. Fræðsluráð leggur til að tillaga frá sviðsstjóra verði samþykkt. Um að framlengja samning um eitt ár. Sviðsstjóra er falið að ræða við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á uppsagnarákvæði í samningi og miða við upphaf nýs skólaárs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningur við Háskólann á Akureyri verði framlengdur um núverandi skólaár og sviðsstjóra verði falið að ræða við Háskólann um uppsagnarákvæði í núgildandi samningi.

Fræðsluráð - 275. fundur - 12.10.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fyrir fræðsluráð nýjan samning frá Háskólanum á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 281. fundur - 12.04.2023

Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 10.04.2023.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning við HA, með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara, ef breyting verði á löggjöf um skólaþjónustu. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við HA.
Leikskólafólk fór af fundi kl. 09:57

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 281. fundi fræðsluráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 10.04.2023. Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning við HA, með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara, ef breyting verði á löggjöf um skólaþjónustu. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við HA."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar verði framlengdur með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara.

Fræðsluráð - 300. fundur - 11.12.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir drög að samningi við Háskólann á Akureyri.
Fræðsluráð vísar samningi til Byggðaráðs og farið verði sérstaklega yfir uppsagnarákvæði samningsins.

Byggðaráð - 1136. fundur - 09.01.2025

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 300. fundi fræðsluráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir drög að samningi við Háskólann á Akureyri.
Niðurstaða : Fræðsluráð vísar samningi til Byggðaráðs og farið verði sérstaklega yfir uppsagnarákvæði samningsins."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdi:
Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Háskólans á Akureyri um skólaþjónustuu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.
Minnisblað dagsett þann 06.11.2024 þar sem skólastjórnendur, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar leik- og grunnskóla í Dalvíkurbyggð ásamt sviðsstjóra leggja til að haldið verði áfram með samning við Háskólann á Akureyri en sett verði inn í hann endurskoðunarákvæði vegna óvissu um hvað frumvarp um skólaþjónustu sem var komið í umræðu.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði áfram við Háskólann á Akureyri með gildistíma til og með 31. maí 2026.