Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í samningi við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra er falið að setja samning í endurskoðunarferli inn í Byggðaráð."
Meðfylgjandi fundarboði er gildandi samningur við HA, dagsettur þann 12. júní 2020 og er til þriggja ára. Hafi samningnum ekki verið sagt upp að þriggja ára samningstíma loknum framlengist hann um eitt ár og að hámarki tvisvar sinnum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 7. júlí sl., þar sem fram kemur að á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs var lagt til að endurskoða samning við HA um skólaþjónustu í Dalvíkurbyggð. HA hefur séð um innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar, kennsluráðgjöf samkvæmt beiðnum ásamt námsráðgjöf.
Sviðsstjóri leggur til að samningi við HA verði ekki sagt upp fyrir 1. ágúst 2022. Samningur verði endurskoðaður næsta skólaár með formlegu mati á gæðum skólaþjónustu sem unnið verði með fræðsluráði Dalvíkurbyggðar, starfsfólki skólanna og stjórnendum. Þeirri endurskoðun yrði lokið fyrir 1. maí 2023.
Til umræðu ofangreint.