Fræðsluráð

281. fundur 12. apríl 2023 kl. 08:15 - 11:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Jolanta Krystyna Brandt, boðaði forföll og í hennar stað kemur Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Aðrir sem sátu fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Kristín Magdalena Dagmannsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurnýjun á leikskólalóð á Krílakoti.
Fræðsluráð þakkar Helgu Írisi Ingólfsdóttur, fyrir góða kynningu á stöðu mála varðandi vinnu við endurnýjun á leikskólalóð á Krílakoti og næstu skref.
Snæþór Arnþórsson, kom inn á fund kl. 08:33
Helga Íris Ingólfsdóttir, fór af fundi kl. 08:40
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, Hugrún Felixdóttir, fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla, komu inn á fund kl. 08:40

2.Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fór yfir þær breytingar sem óskað er eftir við innritun í leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að innritun í leikskóla verði að jafnaði við 12 mánaða aldur. Fræðsluráð óskar jafnframt að heildar reglur verði samræmdar við leikskólann í Árskógarskóla.

3.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslega stöðu á málaflokki 04.
Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir góða kynningu á fjárhagsstöðu á málaflokki 04.

4.Skóladagatöl skólanna 2023 - 2024

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum skóladagatal Krílakots fyrir skólaárið 2023 - 2024, með þeim breytingum að leikskólinn verði opin í vetrarfríi á vorönn og þeir dagar verði valfrjálsir fyrir foreldra.

5.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir stöðuna á starfsmannahaldi fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Fræðsluráð þakkar Friðriki og Guðrúnu Halldóru fyrir góða yfirferð á starfsmannamálum fyrir næsta skólaár.

6.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 10.04.2023.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning við HA, með þeim fyrirvara að geta sagt honum upp með litlum fyrirvara, ef breyting verði á löggjöf um skólaþjónustu. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við HA.
Leikskólafólk fór af fundi kl. 09:57

7.Niðurstöður úr foreldrakönnun 2023

Málsnúmer 202304016Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr foreldrakönnun fyrir grunnskólanna skólaárið 2023.
Fræðsuráð þakkar Friðriki fyrir góða kynningu á niðurstöðum á foreldrakönnun í Árskógar- og Dalvíkurskóla.

8.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Umræða um skólalóð Dalvíkurskóla. Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 10.04.2023.
Fræðsluráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að vísa málinu til skipulagsráð Dalvíkurbyggðar og leggur til að svæðið í kringum Dalvíkurskóla fari í deiliskipulag og að skólalóð Dalvíkurskóla verði kláruð eins og gert var ráð fyrir samkvæmt teikningu.
Grunnskólafólk, fór af fundi kl. 10:45
Gunnar Kristinn Guðmundsson,fór af fundi kl. 10:48

9.Skýrsla um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202303219Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Innviðaráðuneyti, dags. 15. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Eldhugarnir

Málsnúmer 202304045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Þorgrími Þráinssyni, dags. 5. febrúar 2023. Eldhugarnir.
Fræðsluráð finnst margar góðar hugmyndir í þessu bréfi og er sviðsstjóra falið að kynna fyrir stjórnendum á fræðslu- og menningarsviði.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs