Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur varðandi stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun og fjárheimildir 2023:
Aðalbók janúar - október 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil sem og ársáætlun.
Staða launa janúar - nóvember 2023 í samanburði við launaáætlun fyrir sama tímabil.
Fjárfestingar og framkvæmdir per verknúmer miðað við bókfærða stöðu vs. heimildir í áætlun ársins.
Greiddar útsvarstekjur til Dalvíkurbyggðar janúar - nóvember 2023 í samanburði við sama tímabil ársins 2022. Hækkunin fyrir Dalvíkurbyggð á milli ára á verðlagi hvors árs fyrir sig er 8,86% en meðaltalið á greiddri staðgreiðslu til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs er 14,14%. Hækkun launavísitölu í október er 10,9%.