Mánaðarlegar skýrslur 2023; bókfærð staða vegna janúar vs. áætlun.

Málsnúmer 202303028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1061. fundur - 09.03.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúarmánuð ásamt yfirlit yfir stöðugildi og launakostnað fyrir sama tímabil.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindum skýrslum.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 8. fundur - 31.03.2023

Með fundarboði umhverfis-og dreifbýlisráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúarmánuð ásamt yfirliti yfir stöðugildi og launakosnað.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 123. fundur - 05.04.2023

Til kynningar
Veitu- og hafnaráð frestar umfjöllun um mánaðarlegar skýrslur til næsta fundar þar sem gögn vantaði.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fræðsluráð - 281. fundur - 12.04.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslega stöðu á málaflokki 04.
Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir góða kynningu á fjárhagsstöðu á málaflokki 04.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Með fundarboði skipulagsráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúar- og febrúarmánuð. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir ofangreindri skýrslu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1066. fundur - 27.04.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir eftirfarandi:

Stöðu bókhalds janúar - mars 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Stöðugildum janúar - mars í samanburði við heimildir í áætlun.
Launakostnaðir janúar - mars í samanburði við heimildir í áætlun.
Staða staðgreiðslu janúar - mars 2023 í samanburði við áætlun og önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Menningarráð þakkar Björk Hólm, fyrir yfirferð á fjárhagslegri stöðu fyrir málaflokk 05.

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn;
Staða bókhalds janúar - maí 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Launakostnaður eftir deildum janúar - maí 2023 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Stöðugildi í samanburði við heimildir fyrir janúar - maí eftir deildum.
Staðgreiðsla janúar - maí 2023 í samanburði við sama tímabil 2022 og í samanburði við önnur sveitarfélög.
Staða bókaðra fjárfestinga og framkvæmda miðað við 28. júní 2023 í samanburði við heimildir 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bókhald janúar - í júlí 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Stöðugildi janúar - júlí 2023 í samanburði við heimildir í launaáætlun.
Launakostnað janúar - júlí 2023 í samanburði við heimildir í launaáætlun.
Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar per mánuð janúar - júlí í samanburði við áætlun.
Fjárfestingar miðað við 16. ágúst sl. í samanburði við heimild í áætlun 2023.
Viðhald Eignasjóðs miðað við 17. ágúst í samanburði við heimildir í áætlun 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1081. fundur - 28.09.2023


a) Staða bókhalds janúar - ágúst - rekstur.
b) Fjárfestingar og framkvæmdir janúar - desember - efnahagur og yfirlit yfir verklega stöðu framkvæmda.
c) Stöðugildi janúar - ágúst - rekstur.
d) Launakostnaður janúar - ágúst- rekstur.
e) Greidd staðgreiðsla janúar - ágúst - rekstur.
Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:

Staða bókhalds janúar - ágúst 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Fjárfestingar og framkvæmdir- staða bókhalds 27.09.2023 í samanburði við áætlun ársins.
Stöðugildi janúar - ágúst í samanburði við áætlun 2023.
Launakostnaður janúar - ágúst í samanburði við áætlun 2023.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2023-2027 (drög).
Greidd staðgreiðsla til Dalvíkurbyggðar í samanburði við önnur sveitarfélög janúar - ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1091. fundur - 14.12.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur varðandi stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun og fjárheimildir 2023:
Aðalbók janúar - október 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil sem og ársáætlun.
Staða launa janúar - nóvember 2023 í samanburði við launaáætlun fyrir sama tímabil.
Fjárfestingar og framkvæmdir per verknúmer miðað við bókfærða stöðu vs. heimildir í áætlun ársins.
Greiddar útsvarstekjur til Dalvíkurbyggðar janúar - nóvember 2023 í samanburði við sama tímabil ársins 2022. Hækkunin fyrir Dalvíkurbyggð á milli ára á verðlagi hvors árs fyrir sig er 8,86% en meðaltalið á greiddri staðgreiðslu til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs er 14,14%. Hækkun launavísitölu í október er 10,9%.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bókhald janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Fjárfestingar og framkvæmdir janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Launakostnaður og stöðugildi janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Þverkeysla á lykla janúar- desember 2023, bókhald í samanburði við áætlun.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 133. fundur - 06.03.2024

Lagt fram til kynningar yfirlit reksturs hafna Dalvíkurbyggðar í janúar.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur hafna Dalvíkurbyggðar á árinu 2023. LJóst er að rekstur hafnarinnar á árinu 2023 er mun betri en útkomuspá ársins gerði ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar.