Byggðaráð

1076. fundur 17. ágúst 2023 kl. 13:15 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023; heimsókn á Slökkvistöð

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir; „1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.Niðurstaða:Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra."

Fundur byggðaráðs hófst með heimsókn á Slökkvistöðina þar sem slökkviliðsstjóri, Vilhelm Anton Hallgrímsson, tók á móti fundarmönnum.

Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:00.
Byggðaráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir móttökurnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til slökkviliðsstjóra að senda inn erindi og viðaukabeiðni til byggðaráðs fyrir næsta fund.

2.Stefna í málefnum aldraða; staða mála.

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:00.

Á 357. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 265. fundi félagsmálaráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Kjörnir fulltrúar óska eftir því að Stefna í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð. Niðurstaða:Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum. Til umræðu ofangreind tillaga. Þórhalla vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Fyrirliggja tilnefningar í vinnuhópinn frá Dalbæ ses. og HSN; Frá Dalbæ; Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Frá HSN; Hildigunnur Jóhannesdóttir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar stefnu í málefnum aldraðra með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Breytingin snýr að því að vinnuhópurinn greini kostnað í málefnum aldraðra þannig að sveitarfélagið, Dalbær og HSN leggi fram upplýsingar hvert fyrir sig. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða ofangreinda tillögu að skipan í vinnuhópinn."

Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir vinnu starfshópsins og fór yfir drög að stefnu í málefnum aldraðra.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 14:30.
Byggðaráð þakkar sviðsstjóra félagsmálasviðs fyrir yfirferðina.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að sækja um samstarf við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið vegna þróunarverkefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum, sjá auglýsingu á vef Stjórnarráðsins.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/08/Samthaett-thjonusta-i-heimahusum-Auglyst-eftir-tilraunaverkefnum-/


3.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - júlí 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bókhald janúar - í júlí 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Stöðugildi janúar - júlí 2023 í samanburði við heimildir í launaáætlun.
Launakostnað janúar - júlí 2023 í samanburði við heimildir í launaáætlun.
Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar per mánuð janúar - júlí í samanburði við áætlun.
Fjárfestingar miðað við 16. ágúst sl. í samanburði við heimild í áætlun 2023.
Viðhald Eignasjóðs miðað við 17. ágúst í samanburði við heimildir í áætlun 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög. Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.
b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).
c) Mögulegar breytingar á málaflokkum. Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.
d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forsendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan. d) Fleira ?Niðurstaða:a) -d) lagt fram."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrár 2024; til umræðu

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var til umræðu gjaldskrár 2024 í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

6.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um aukið fjármagn 2023

Málsnúmer 202308024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk að upphæð kr. 8.000.000 fram að áramótum 2023. Í erindinu er farið yfir þær forsendur sem liggja að baki beiðninni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá framkvæmdastjóra og stjórn Skíðafélagsins á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

7.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsáætlun 2024; Færiband á skíðasvæðið í Böggvisfjalli

Málsnúmer 202308025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Óskari Óskarssyni, fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 19. júlí sl., þar sem fram kemur að í mörg ár hefur færiband fyrir byrjendur verið á óskalista skíðasvæðisins. Slík færibönd hafa síðustu ár verið sett upp á skíðasvæðum landsins og verið mikið aðdráttarafl fyrir fjölskyldur með börn sem eru
að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Skíðafélag Dalvíkur hefur ekki sett uppsetningu á færibandi á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli í forgang enn sem komið er vegna annara verkefna sem eru brýn á skíðasvæðinu. Félaginu var boðið til kaups lítið notað 75 metra langt yfirbyggt færiband frá Sunkid af erlendu skíðasvæði sem er verið að loka. Færibandið, flutningur til Íslands og uppsetning er áætlað að sé
20.000.000 kr. sem er um þriðjungur af kostnaði á nýju yfirbyggðu færibandi. Ljóst sé að ekki er til fjármagn í sjóðum félagsins fyrir slíkri fjárfestingu. Skíðafélag Dalvíkur vill kanna hvort Dalvíkurbyggð gæti komið með fjármagn í þessa fjárfestingu sem yrði skíðasvæðinu mikil lyftistöng.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að framkvæmdastjóri og stjórn Skíðafélagsins komi á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til að ræða ofangreint erindi.

8.Hraðhleðslustöðvar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202211153Vakta málsnúmer

Í tengslum við Fiskidaginn mikla kom fram í fjölmiðlum umfjöllun um hversu fáar bílahleðslustöðvar eru í sveitarfélaginu. Fjórar bílahleðslustöðvar eru á Dalvík, þar af tvær hraðhleðslustöðvar. Ein af stöðvunum fjórum er við Ráðhús Dalvíkur fyrir bifreiðar í eigu Dalvíkurbyggðar sem starfsmenn sveitarfélagsins nota starfa sinna vegna. Tvær af þessum fjórum eru við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík sem opnaðar hafa verið fyrir almenning fyrir notendur með aðgang frá Ísorku.

Í fjölmiðlum kom einnig fram að Orka náttúrunnar í samstarfi við Dalvíkurbyggð brást við ákalli um fleiri hleðslustöðvar og sendi tvær stöðvar norður til bráðabirgða vegna Fiskidagsins mikla.

Samkvæmt meðfylgjandi fundargögnum byggðaráðs kemur fram að sveitarstjóri hefur verið í samskiptum m.a. við forsvarsmenn Olís og Ísorku í tæpt ár varðandi uppsetningu á hraðhleðslustöðvum í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með kostnað og mögulegar lausnir varðandi uppsetningu á hleðslustöðvum við stofnanir sveitarfélagsins.

9.Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi; umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Öldugötu 31 á Árskógssandi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 20. júlí sl., þar sem fram kemur að Laxós ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um breytingu á staðsetningu seiðaeldis, skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að gefin verði umsögn um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið sé að þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu fyrir 22. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela starfsmönnum ásamt skipulagsfulltrúa að gera drög að umsögn til Skipulagsstofnunar.

10.Frá Leó Fossberg Júlíussyni; Umsókn um lóð og byggingaleyfi Hringtún 28

Málsnúmer 202303008Vakta málsnúmer

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 28 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afgreiðslaskipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar frá 58. fundi þann frá 11. júlí sl.;
"2307001 - Hringtún 28 - einbýlishús 2023

Leó Fossberg Júlíusson kt. 090175-5569, Lerkilundi 31 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 261,5 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 28 á Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 2023-07-06.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."

Lagt fram til kynningar.

11.Frá Leó verktaka ehf.; Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 34-36

Málsnúmer 202304096Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 12. júlí sl.;
"Hringtún 34 - einbýlishús 2023 - 2306002 Leó verktaki ehf. kt. 680600-3330, Kjarnagötu 51 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 261,5 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 34 á Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 2023-05-31. 57. afgreiðslufundur Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) 12.07.2023 2 Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."
Lagt fram til kynningar.

12.Atvinnu- og kynningarmál 2023

Málsnúmer 202303179Vakta málsnúmer

Á 1063. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 14:36. Til umræðu atvinnumál og kynningarmál sveitarfélagsins almennt og þau verkefni sem eru á starfs- og fjárhagsáætlun 2023. Silja Dröfn kynnti samantekt sína hvað varðar verkefni það sem af er árs, í gangi og þau sem eru framundan. Silja Dröfn vék af fundi kl. 15:08. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar þjónustu- og upplýsingafulltrúa fyrir yfirferðina. Lagt fram til kynningar."
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs