Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Skíðafélagi Dalvíkur Hörður Finnbogason framkvæmdastjóri, Óskar Óskarsson, formaður, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, varaformaður, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, ritari, Sigurður Kristinn Guðmundsson, meðstjórnandi, úr íþrótta- og æskulýðsráði Jóhann Már Kristinsson, formaður, og Kristinn Bogi Antonsson, starfsmennirnir Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15.
Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk að upphæð kr.8.000.000 fram að áramótum 2023. Í erindinu er farið yfir þær forsendur sem liggja að baki beiðninni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá framkvæmdastjóra og stjórn Skíðafélagsins á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs."
Til umræðu ofangreint.