Byggðaráð

1077. fundur 24. ágúst 2023 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um aukið fjármagn 2023

Málsnúmer 202308024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Skíðafélagi Dalvíkur Hörður Finnbogason framkvæmdastjóri, Óskar Óskarsson, formaður, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, varaformaður, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, ritari, Sigurður Kristinn Guðmundsson, meðstjórnandi, úr íþrótta- og æskulýðsráði Jóhann Már Kristinsson, formaður, og Kristinn Bogi Antonsson, starfsmennirnir Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk að upphæð kr.8.000.000 fram að áramótum 2023. Í erindinu er farið yfir þær forsendur sem liggja að baki beiðninni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá framkvæmdastjóra og stjórn Skíðafélagsins á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðbótarstyrk til Skíðafélags Dalvíkur að upphæð kr. 8.000.000, viðauki nr.28 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06800. Byggðaráð samþykkir að styrknum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsáætlun 2024; Færiband á skíðasvæðið

Málsnúmer 202308025Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Óskari Óskarssyni, fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 19. júlí sl., þar sem fram kemur að í mörg ár hefur færiband fyrir byrjendur verið á óskalista skíðasvæðisins. Slík færibönd hafa síðustu ár verið sett upp á skíðasvæðum landsins og verið mikið aðdráttarafl fyrir fjölskyldur með börn sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Skíðafélag Dalvíkur hefur ekki sett uppsetningu á færibandi á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli í forgang enn sem komið er vegna annara verkefna sem eru brýn á skíðasvæðinu. Félaginu var boðið til kaups lítið notað 75 metra langt yfirbyggt færiband frá Sunkid af erlendu skíðasvæði sem er verið að loka. Færibandið, flutningur til Íslands og uppsetning er áætlað að sé 20.000.000 kr. sem er um þriðjungur af kostnaði á nýju yfirbyggðu færibandi. Ljóst sé að ekki er til fjármagn í sjóðum félagsins fyrir slíkri fjárfestingu. Skíðafélag Dalvíkur vill kanna hvort Dalvíkurbyggð gæti komið með fjármagn í þessa fjárfestingu sem yrði skíðasvæðinu mikil lyftistöng. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að framkvæmdastjóri og stjórn Skíðafélagsins komi á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til að ræða ofangreint erindi."

Til umræðu ofangreint.

Fulltrúar Skiðafélags Dalvíkur viku af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð er tilbúið að koma með krónu á móti hverri þeirri krónu sem Skíðafélagið safnar í styrki fyrir Töfrateppið en þó að hámarki kr. 10.000.000.

3.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs til fulltrúar úr fræðsluráði Benedikt Snær Magnússon, varaformaður Snævar Örn Ólafsson úr íþrótta- og æskulýðsráði og Friðrik Arnarsson, skólastjóri, kl. 14:00.

Á 1068. fundi byggðaráðs þann 11. maí sl. var eftirfaradi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17. Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk. Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni. Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sveitarstjóra að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Með fundarboði fylgdi vinnuskýrsla vinnuhópsins, dagsett í apríl 2023, ásamt fundargerðum vinnuhópsins. Vinnuhópinn skipa sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og formaður fræðsluráðs. Helstu tillögur vinnuhópsins eru: Að Frístund verði ekki flutt í Víkurröst heldur verði kjarnastarfsemi Frístundar áfram í Dalvíkurskóla. Að ráðinn verði uppeldismenntaður forstöðumaður Frístundar sem jafnframt myndi veita forstöðu eða einhverskonar aðkomu/verkefnastjórn í félagsmiðstöð og sumarstarfi ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Hans helsta verkefni yrði að leiða faglegt starf í Frístund og Félagsmiðstöð. Áætlað hækkun kostnaðar vegna launa er um 10,5 m.kr. Til umræðu ofangreint. Friðrik og Gísli Rúnar viku af fundi kl.14:07. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir vinnuna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir sameiginlegum fundi með fræðsluráði, íþrótta- og æskulýðsráði og sveitarstjórn til að ræða tillögur vinnuhópsins. Óskað er eftir að starfsmenn vinnuhópsins mæti á fundinn til að kynna tillögurnar."

Fulltrúar úr íþrótta-og æskulýðsráði og fræðsluráði viku af fundum kl. 14:32
Gísli Rúnar, Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 14:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til umfjöllunar í sveitarstjórn.

4.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögur frá ADHD samtökunum um samtarfs. kostnaður við hvert námskeið er kr. 80.000 og eru tillögur um þrjá hópa. Foreldra, ungmenni og starfsfólk. Að auki þarf að greiða fyrir ferðakostnað á staðinn. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að samið verði við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og felur skólaskrifstofu að semja við ADHD samtökin um þessar þrjár fræðslur sem lagðar eru til ásamt því að skilgreina á hvaða liði í fjárhagsáætlun kostnaður fellur til."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 2. ágúst sl., er varðar ósk um samstarf um málefni fólks með ADHD og/eða styrk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna nýju erindi þar sem málið um samstarf við ADHD samtökin er þegar í vinnslu, sbr. ofangreint. Samkvæmt upplýsingum frá Skólaskrifstofu þá verður fræðslan seinna í haust/vetur og lagt verður upp með eftirfarandi fyrirkomulag þ.e. þríþætt: fræðsla fyrir börnin, foreldra og starfsfólk.

5.Tónlistarskólinn á Akureyri - utanbæjarnemendur (2023)

Málsnúmer 202308029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 15. ágúst sl, þar sem meðfylgjandi er bréf til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vegna umsóknar Tónlistarskólans á Akureyri frá nemenda í grunnskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggðar. Óskað er svara fyrir 31. ágúst nk.

Vísað er í samkomulag sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda kemur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til að greiða þennan kennslukostnað að hluta. Gert er því ráð fyrir að sveitarfélagið greiði kostnaðinn að fullu og sæki síðan um endurgreiðslu úr Jöfnunarsjóði skv. ofangreindum reglum. Áætlaður kennslukostnaður er kr. 846.879 fyrir námsárið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 22. ágúst sl., þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað þar sem umrætt nám er í boði hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem umrætt nám er í boði við Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn tækifærisleyfi f. réttardansleik

Málsnúmer 202308019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 9. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi fyrir réttardansleik í Samkomuhúsinu Höfða frá Ungmennafélaginu Atla. Viðburðurinn verður 10. september nk.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

7.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni. Rekstrarleyfi gistingar. Manifesto ehf.

Málsnúmer 202307067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 24. júlí sl.,þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi frá Manifesto ehf. vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili í Höfn við Karlsrauðatorg 4 á Dalvik.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

8.Frá slökkviliðsstjóra; viðaukabeiðni vegna bifreiðar, sbr. Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202308032Vakta málsnúmer

Beiðni um launaviðauka vegna veikinda og afleiddar breytinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni, viðauki nr. 29 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. - 1.073.268 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá Innviðaráðuneytinu; Þingsályktun á málefnasviði sveitarfélaga og frumvarp um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 202308033Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 18. ágúst sl., þar sem fram kemur að því miður náðist ekki að leggja fram þingsályktun á málefnasviði sveitarfélaga og frumvarp um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs á þingi í vor. Nú er stefnt að því að hægt verði að mæla fyrir hvoru tveggja ásamt þingsályktun í samgöngum á fyrstu dögum þingsins uppúr miðjum september.


Af einstökum aðgerðum innan aðgerðaáætlunar þingsályktunarinnar er hægt að nefna víðtæka endurskoðun á sveitarstjórnarlögum, áframhaldandi vinnu við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga og þróunarverkefni á sviði þjónustu og lýðræðis, sbr. drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók).

Endurskoðun regluverks Jöfnunarsjóðs stuðlar að auknu gæðum jöfnunar, einfaldari útreikningum og skipulagi sjóðsins. Vakið hefur athygli að í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi er gert ráð fyrir að sveitarfélög fullnýti útsvarsstofn sinn til að hljóta styrk úr sjóðnum.

Runnin er út frestur sveitarfélaga með undir 250 íbúum til að skila til ráðuneytisins áliti um getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum og tækifæri þeirra við sameiningu/ar. Unnið er að umsögnum ráðuneytisins um álitin og verður hvort tveggja kynnt fyrir íbúum í sveitarfélögunum á næstu mánuðum. Með því er stuðlað að því að íbúar hafi tækifæri til að móta sér upplýsta afstöðu til sameininga við önnur sveitarfélög.

Í lokin má geta þess að drög að húsnæðisstefnu stjórnvalda liggja frammi í opinni samráðsgátt stjórnvalda til 4. september.

Fulltrúar í sveitarstjórn eru hvattir til að kynna sér drögin og eiga frumkvæðið að því að senda inn umsögn telji sveitarstjórnarfulltrúar/sveitarstjórnin tilefni til þess.


Lagt fram til kynningar.

11.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1073. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað: Veitu- og hafnarráð tók málið fyrir á 123.fundi sínum þann 5.apríl sl. og var eftirfarandi bókað: Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Á 1064.fundi byggðaráðs þann 13.apríl var eftirfarandi bókað: Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí. Íbúafundur var haldinn 3.maí í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík. Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðaráð að skoðað verði að bjóða út réttindi til virkjunar Brimnesár. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta ofangreindu máli."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hugur íbúa sveitarfélagsins verði kannaður gagnvart útboði á virkjunarframkvæmdum í Brimnesá."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um íbúakönnun vegna virkjunar í Brimnesá. Í minnisblaðinu er tillaga að inngangi fyrir könnunina ásamt tillögum að spurningum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja könnunina í loftið á grundvelli minnisblaðsins og þeirra breytinga sem gerðar voru á fundinum á spurningum.

12.Fræðsluráð - 283, frá 16.08.2023

Málsnúmer 2308001FVakta málsnúmer

Liður 2 er til afgreiðslu.
  • Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fer yfir stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar, fyrir upplýsingar er varða stöðuna á innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar. Margt er búið að gerast og er á réttri leið. Mikilvægt er fyrir fræðsluráð að fá mælanlega stöðu á verkefninu inn á fund fræðsluráðs með reglulegum hætti.
  • 12.2 202307014 Gjaldskrár 2024
    Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs, fór yfir gjaldskrár fyrir fjárhagsárið 2023. Sviðsstjóri óskar eftir hugmyndum er varðar gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2024. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði endurkoðunarhópur varðandi gjaldskrá 2024. Í honum sitja Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Gísli Bjrnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við starfshópinn.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti form á starfsáætlun hjá stofnunum fræðslusviðs. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, fyrir kynningu á starfsáætlunarformi.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varða vinnu við samninginn. Fræðsluráð - 283 Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á vinnu er varða samninginn við Heilsu- og Sálfræðiþjónustu.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fór yfir stöðuna á starfsmannamálum í leik- og grunnskólum fyrir skólaárið 2023 - 2024. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir upplýsingar er varða starfsmannamál í leik- og grunnskólum.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04 fyrir fjárhagsárið 2023. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferð á fjárhagsstöðu fyrir málaflokk 04.
  • Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir hvernig staðan er á þeim breytingum. Fræðsluráð - 283 Fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir kynningu á framvindu verkefnis "Breyttir starfshættir í grunnskóla.
  • 12.8 202308017 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 283

13.Frá Hauki Arnari Gunnarssyni; Úrsögn úr veitu- og hafnaráði

Málsnúmer 202308045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hauki Arnari Gunnarssyni, dagsett þann 23. ágúst 2023, þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem formaður veitu- og hafnaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Hauki Arnari Gunnarssyni lausn frá störfum úr veitu- og hafnaráði.
Byggðaráð vísar kjöri aðalmanns og formanns veitu- og hafnaráðs í stað Hauks Arnars til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs