Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri,kl. 13:15. Til umræðu vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað og endurskipun í hópinn. Hlutverk vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Samkvæmt samþykktu erindisbréfi dagsettu í febrúar 2020 skipa vinnuhópinn: einn fulltrúi frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri EF deildar. Halla vék af fundi kl. 13:28Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta nafni vinnuhópsins í Vinnuhópur um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar og breyta skipan hans þannig að í honum eigi enginn kjörinn fulltrúi sæti einungis starfsfólk sveitarfélagsins. Eftir breytingu skipa vinnuhópinn: Halla Dögg Káradóttir veitustjóri, Haukur Guðjónsson verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Arnar Rúnarsson starfsmaður veitna og Björn Björnsson hafnarvörður. Veitustjóra er falið að uppfæra erindisbréf hópsins með þessum breytingum. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að þegar fundargerðir vinnuhópsins eru til umræðu á fundum byggðaráðs mæti veitustjóri til fundar og fylgi þeim eftir. "