Byggðaráð

1078. fundur 31. ágúst 2023 kl. 13:15 - 16:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland

Málsnúmer 202306113Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi og fyrrv. upplýsingafulltrúi, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:15.

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 19. júní sl., þar sem fram kemur að árið 2018 var fyrst gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Árið 2021 kom svo út ný þriggja ára áætlun og er nú hafin vinna við þá næstu. Því er kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista og leitar Markaðsstofa eftir því að fá nýjan lista sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni í Dalvíkurbyggð á næsta ári. Skilafrestur er 1. september. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til skoðunar hjá upplýsingafulltrúa. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð tillögur að verkefnum fyrir lok ágúst."

Silja Dröfn og Friðjón Árni kynntu samantekt er varðar hugmyndir um 4 verkefni í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint og fleiri hugmyndir.
Á fundinum var ákveðið að bæta við 5. verkefninu á listann.

Silja Dröfn og Friðjón Árni viku af fundi kl. 13:52.

Lagt fram til kynningar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1078. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög. Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.
b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).
c) Mögulegar breytingar á málaflokkum. Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.
d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forsendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan. d) Fleira ?
Niðurstaða:a) -d) lagt fram." Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 og minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. ágúst 2023, er varðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
b) Verkefni byggðaráðs skv. fjárhagsáætlunarferli og tímaramma.
c) Annað

Til umræðu forsendur fjárhagsáætlana, fjárhagsrammar málaflokka og deilda o.fl.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2024; umræður

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. voru gjaldskrár 2024 til umræðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá slökkviliðsstóra, viðaukabeiðni vegna bifreiðar, sbr. Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir; „1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.Niðurstaða:Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra." Fundur byggðaráðs hófst með heimsókn á Slökkvistöðina þar sem slökkviliðsstjóri, Vilhelm Anton Hallgrímsson, tók á móti fundarmönnum. Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:00.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir móttökurnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til slökkviliðsstjóra að senda inn erindi og viðaukabeiðni til byggðaráðs fyrir næsta fund."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvikurbyggðar, dagsett þann 29. ágúst sl. þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á vaktbifreiða fyrir bakvakt slökkviliðs ásamt standsetningu á bifreiðinni að upphæð kr. 5.400.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 30, að upphæð kr. 5.400.000 á deild 07210 og lykil 2810.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Frá Knattspyrnudeild UMFS; varðar kröfu frá Hitaveitu Dalvíkur og afsláttarkjör

Málsnúmer 202307010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla fyrir árin 2020-2023 þar sem fram kemur að styrkur til Knattspyrnudeildar UMFS (meistarflokkur)9 er kr. 1.108.568 og vegna reksturs knattspyrnuvallar kr. 11.692.179. Þarf af er heitt vatn kr. 7.102.726.
Byggðaráð getur ekki séð að styrkur vegna heita vatnsins fyrir Dalvíkurvöll sé full nýttur miðað við gildandi samning ef fjárhæðin er borin saman við útsenda reikninga. Samningar við íþróttafélögin eru lausir um næstu áramót.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

6.Frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 6. október n.k.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands, dagsett þann 23. ágúst sl., þar sem tilkynnist aðildarsveitarfélögum Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hér með að í samræmi við 10.gr laga 68/1994 um EBÍ verður aðalfundur fulltrúaráðs félagsins haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október næstkomandi kl. 10.30.
Kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna mun verða sent fundarboð á næstu dögum.

Lagt fram til kynningar.

7.Frá stjórn Dalbæjar; Fundagerðir stjórnar Dalbæjar 2023, fundargerð frá 21.06.2023

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 21. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37, frá 25.08.2023

Málsnúmer 2303013FVakta málsnúmer

Liður 1 er til afgreiðslu - skóladagatal
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2023 - 2024. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Skólanefnd TÁT samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2023 - 2024. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga og fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, fór yfir fjárhagslegt stöðumat TÁT fyrir fjárhagsárið 2023. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Skólanefnd TÁT, þakkar Magnúsi fyrir góða kynningu á fjárhagslegu stöðumati fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir helstu breytingar á starfsmannamálum hjá TÁT 2023 og einnig þær breytingar sem verða fyrir skólaárið 2023 - 2024. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir stöðu og framvindu verkefna sem koma fram í starfsáætlun 2023. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Lagt fram til kynningar
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir dagskrá á tónleikahaldi TÁT vorið 2023. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaga 2023. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Lagt fram til kynningar
  • Gísli Bjarnason, Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir lokauppgjör á TÁT fyrir fjárhagsárið 2022. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 37 Lagt fram til kynningar

9.Þróunarsvæði Selárlandið

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer


Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065.

Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023.

Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13.
Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:21.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs