Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi og fyrrv. upplýsingafulltrúi, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:15.
Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 19. júní sl., þar sem fram kemur að árið 2018 var fyrst gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Árið 2021 kom svo út ný þriggja ára áætlun og er nú hafin vinna við þá næstu. Því er kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista og leitar Markaðsstofa eftir því að fá nýjan lista sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni í Dalvíkurbyggð á næsta ári. Skilafrestur er 1. september. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til skoðunar hjá upplýsingafulltrúa. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð tillögur að verkefnum fyrir lok ágúst."
Silja Dröfn og Friðjón Árni kynntu samantekt er varðar hugmyndir um 4 verkefni í Dalvíkurbyggð.
Til umræðu ofangreint og fleiri hugmyndir.
Á fundinum var ákveðið að bæta við 5. verkefninu á listann.
Silja Dröfn og Friðjón Árni viku af fundi kl. 13:52.