Gjaldskrár 2024 - til umræðu

Málsnúmer 202307014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Til umræðu í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 283. fundur - 16.08.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu -og menningarsviðs, fór yfir gjaldskrár fyrir fjárhagsárið 2023. Sviðsstjóri óskar eftir hugmyndum er varðar gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2024.
Fræðsluráð leggur til að stofnaður verði endurkoðunarhópur varðandi gjaldskrá 2024. Í honum sitja Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Gísli Bjrnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði.

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Á 1074. fundi byggðaráðs þann 13. júlí sl. var til umræðu gjaldskrár 2024 í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Til umræðu og lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1078. fundur - 31.08.2023

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. voru gjaldskrár 2024 til umræðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Rætt um gjaldskrár. Áframhaldandi vinna á næsta fundi.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Gjaldskrár hugmyndir fyrir fjárhagsárið 2024 teknar til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 þarf að yfirfara gjaldskrár og uppfæra og/eða koma með breytingatillögur.

Ofangreint til umræðu.

Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 271. fundur - 12.09.2023

Teknar fyrir gjaldskrá sviðsins fyrir árið 2023 og rætt var um breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2024.
Félagsmálaráð mun taka gjaldskrár sviðsins til frekari umfjöllunar á auka fundi vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 þarf að yfirfara gjaldskrár og uppfæra og/eða koma með breytingatillögur.

Ofangreint til umræðu.


Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 13. fundur - 26.09.2023

Á 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs voru gjaldskrár til umræðu vegna ársins 2024.

https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/gjaldskrar
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar frekari umfjöllun til næsta fundar sem er áætlaður 13. október nk.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 38. fundur - 29.09.2023

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2024.
Skólanefnd TÁT, leggur til að hækkun á gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2024, verði eins hófleg og mögulegt er. Skólanefnd TÁT vísar gjaldskrá TÁT til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og Bæjarráðs Fjallabyggðar, til frekari umræðu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 152. fundur - 03.10.2023

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir gjaldskrá fyrir málaflokk 06. Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá sem tekur mið af 4,9% hækkun. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2024.

Menningarráð - 98. fundur - 04.10.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir hugmyndir að gjaldskrá fyrir söfn og menningarhúsið.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrár safna og Menningarhússins Berg.

Veitu- og hafnaráð - 128. fundur - 18.10.2023

Til umræðu gjaldskrár hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og hafna Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.
Veitu- og hafnaráð leggur til að gjaldskrár fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu og hafna Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 hækki um 4,9%. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Farið yfir gjaldskrár sem heyra undir skipulagsráð.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár fyrir árið 2024 um 4,9%.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 14. fundur - 20.10.2023

Farið yfir gjaldskrár sem heyra undir umhverfis- og dreifbýlisráð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár fyrir árið 2024 um 4,9%, nema gjaldskrá fyrir ref- og minkaveiðar hún verði hækkuð um 20%.

Ungmennaráð - 41. fundur - 03.11.2023

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að almennt sé verið að hækka gjaldskrár um 4,9% um áramót.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1087. fundur - 09.11.2023

https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/gjaldskrar#

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2024 eftir umfjöllun í viðkomandi fagráðum:

Gjaldskrár fyrir málaflokk 04:
Leiga húsnæðis í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Félagsheimilinu Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólar.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 05:
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Söluvörur á Bókasafni.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Byggðasafnið Hvoll.
Menningarhúsið Berg, salarleiga fyrir veislur, ráðstefnur og fundi.
Menningarhúsið Berg, tónleikar og aðrir viðburðir þar sem seldur er aðgangur.
Menningarhúsið Berg, myndlistarsýningar og aðrir viðburðir þar sem ekki er seldur aðgangur.
Menningarhúsið Berg, æfingar fyrir kóra í Dalvíkurbyggð.
Menningarhúsið Berg, vinnuaðstaða á annarri hæð í Bergi.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 06;
Íþróttasalur í Íþróttamiðstöð.
Sundlaug.
Líkamsrækt.
Líkamsrækt - nemar, elli- og örorkulífeyrisþegar.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin TÝR; leiga og gisting.


Gjaldskrár og viðmið fyrir málaflokk 02:
Framfærslukvarði.
Akstursþjónusta fatlaðra.
Lengd viðvera.
Matarsendingar.
Heimilsþjónusta.
Meðlag.
Stuðningsfjölskyldur.
NPA.

Gjaldskrár fyrir Framkvæmdasviði:
Hundahald.
Kattahald.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt um gatnagerðargjald

Aðrar gjaldskrár frá Framkvæmdasviði verða til umfjöllunar á næsta fundi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, forstöðumanni safna og menningarhúss, skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógarskóla og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokka 04, 05 og 06 út frá samræmingu þeirra til dæmis hvað varðar leigu á húsnæði og þrifum eftir því við hvaða svið á,fyrir næsta fund byggðaráðs.
Á fundinum gerði byggðaráð nokkrar breytingartillögur á gjaldskrá fyrir Menningarhúsið Berg.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gjaldskrá TÁT hækki um 4,9%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokks 06, m.a. með tilliti á leigu á sal og gjald á stökum skiptum vs kort, fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð minnir einnig á bókun íþrótta- og æskulýðsráðs og sveitarstjórnar frá desember 2022 þar sem samþykkt var að öryrkjar og eldri borgarar ( 67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi frá og með 1. janúar sl. Jafnframt að það komi fram í gjaldskrám öll þau frávik sem eru frá samþykktri gjaldskrá, s.s. til útkallssveitar Börgunarsveitar Dalvíkur og fjölskyldukort.
Byggðaráð samykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám framkvæmdsviðs eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Menningarráð - 99. fundur - 16.11.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir gjaldskrá safna og Menningarhússins Berg.
Menningarráð, samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá með breytingum hjá menningarhúsi.
Björk Hólm fór af fundi kl 09:28

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

a) Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám sveitarfélagsins til umfjöllunar og afgreiðslu, að hluta. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðsluu- og menningarsviðs, forstöðumanni safna og menningarhúss, skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokka 04,05 og 06 út frá samræmingu þeirra til dæmis hvað varðar leigu á húsnæði og þrifum eftir því við hvaða svið á. Byggðaráð samþykkti jafnfram samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsivðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokks 06, m.a. með tilliti til leigu á sal og gjald á stökum skiptum vs. kort. Byggðaráð minnti einnig á bókun íþrótta- og æskulýðsráðs og sveitarstjórnar frá desember 2022 þar sem samþykkt var að öryrkjar og eldri borgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi frá og með 1. janúar sl. Jafnframt að það komi fram í gjaldskrám öll þau frávk sem eru frá samþykktri gjaldskrá, s.s. til útkallssveitar Björgunarsveitar Dalvíkur og fjölskyldukort.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirfarnar gjaldskrár vegna málaflokka 04, 05 og 06 ásamt minnisblaði frá ofangreidnum stjórnendum um samræmingu á gjaldskrám og minnisblaði frá forstöðumanni safna og menningarhúss um gjaldskrá vegna safna og Menningarhússins Bergs.

b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár vegna málaflokka 04, 05 og 06 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1089. fundur - 23.11.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám fyrir framkvæmdasvið:
Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar.
Fjallskil.
Leiga Böggvisstaðaskála.
Leiguland.
Lausaganga búfjár.
Refa- og minkaveiðar.
Upprekstrargjald.
Slökkvilið
Drög að gjaldskrá sorphirðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gjaldskrá sorphirðu hækki um 4,9% og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Tillögur fagráða að gjaldskrám 2024 voru teknar fyrir á nokkrum fundum byggðaráðs, nr. 1087, nr. 1088 og nr. 1089, til umfjöllunar og afgreiðslu.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi og eftirfarandi tillögur að gjaldskrám vegna ársins 2024;

Gjaldskrár fyrir málaflokk 04:
Leiga húsnæðis í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Félagsheimilinu Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólar.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 05:
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Söluvörur á Bókasafni.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Byggðasafnið Hvoll.
Menningarhúsið Berg, salarleiga fyrir veislur, ráðstefnur og fundi.
Menningarhúsið Berg, tónleikar og aðrir viðburðir þar sem seldur er aðgangur.
Menningarhúsið Berg, myndlistarsýningar og aðrir viðburðir þar sem ekki er seldur aðgangur.
Menningarhúsið Berg, æfingar fyrir kóra í Dalvíkurbyggð.
Menningarhúsið Berg, vinnuaðstaða á annarri hæð í Bergi.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 06;
Íþróttasalur í Íþróttamiðstöð.
Sundlaug.
Líkamsrækt.
Líkamsrækt - nemar, elli- og örorkulífeyrisþegar.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin TÝR; leiga og gisting.

Gjaldskrár og viðmið fyrir málaflokk 02:
Framfærslukvarði.
Akstursþjónusta fatlaðra.
Lengd viðvera.
Matarsendingar.
Heimilsþjónusta.
Meðlag.
Stuðningsfjölskyldur.
NPA.

Gjaldskrár fyrir Framkvæmdasvið:
Hundahald.
Kattahald.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt um gatnagerðargjald.
Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar.
Fjallskil.
Leiga Böggvisstaðaskála.
Leiguland.
Lausaganga búfjár.
Refa- og minkaveiðar.
Upprekstrargjald.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur til umfjöllunar og eftirfarandi bókað:
"b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur til umfjöllunar og eftirfarandi bókað: "b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2024 og vísar henni til staðfestingar ráðuneytisins og auglýsingar í Stjórnartíðindum.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 40. fundur - 16.04.2024

Uppfærð gjaldskrá TÁT lögð fyrir skólanefnd TÁT.
Leiðrétting á gjaldskrá TÁT í framhaldi af tilmælum samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga.

Skólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá TÁT og nefndin leggur til að uppfærð gjaldskrá taki gildi frá upphafi næsta skólaárs tónlistarskólans.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 161. fundur - 02.05.2024

Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að uppfæra gjaldskrá, þannig að hún taki mið af því að hækka um 3,5% í stað 4,9% eins og búið var að ákveða.
Tillaga að breyttri gjaldsrá lögð fyrir ráðið. Þá var einnig uppfærður texti varðandi sér afsláttarkjör, s.s. vegna lögreglu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 40.fundi skólanefndar TÁTs þann 16.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Uppfærð gjaldskrá TÁT lögð fyrir skólanefnd TÁT.
Leiðrétting á gjaldskrá TÁT í framhaldi af tilmælum samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga.
Skólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá TÁT og nefndin leggur til að uppfærð gjaldskrá taki gildi frá upphafi næsta skólaárs tónlistarskólans.

Á 161.fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að uppfæra gjaldskrá, þannig að hún taki mið af því að hækka um 3,5% í stað 4,9% eins og búið var að ákveða.
Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fyrir ráðið. Þá var einnig uppfærður texti varðandi sér afsláttarkjör, s.s. vegna lögreglu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá með 5 atkvæðum.
Freyr Antonson lagði fram þá tillögu að fresta afgreiðslu gjaldskráa þar til þær liggja allar fyrir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar.


Fræðsluráð - 295. fundur - 21.08.2024

Leikskólafólk fór af fundi kl. 10:20
Hugrún fór af fundi kl. 10:20
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir uppfærða gjaldskrá fyrir fræðslusvið.
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrá fræðslusviðs með fimm samhljóða atkvæðum. Sviðsstjóra falið að fara yfir orðalag er varðar afsláttarkjör og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Byggðaráð - 1118. fundur - 29.08.2024

a) Frá íþrótta- og æskulýðsráði

Á 369. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 40.fundi skólanefndar TÁTs þann 16.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Uppfærð gjaldskrá TÁT lögð fyrir skólanefnd TÁT. Leiðrétting á gjaldskrá TÁT í framhaldi af tilmælum samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga. Skólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá TÁT og nefndin leggur til að uppfærð gjaldskrá taki gildi frá upphafi næsta skólaárs tónlistarskólans. Á 161.fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að uppfæra gjaldskrá, þannig að hún taki mið af því að hækka um 3,5% í stað 4,9% eins og búið var að ákveða. Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fyrir ráðið. Þá var einnig uppfærður texti varðandi sér afsláttarkjör, s.s. vegna lögreglu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá með 5 atkvæðum.Niðurstaða:Freyr Antonson lagði fram þá tillögu að fresta afgreiðslu gjaldskráa þar til þær liggja allar fyrir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar. "

b) Frá fræðsluráði

Á 295. fundi fræðsluráðs þann 21. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir uppfærða gjaldskrá fyrir fræðslusvið.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir gjaldskrá fræðslusviðs með fimm samhljóða atkvæðum. Sviðsstjóra falið að fara yfir orðalag er varðar afsláttarkjör og leggja fyrir ráðið á næsta fundi."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um breytingu á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga, en vísar að öðru leiti gjaldskrá fræðslu- og menningarsviðs vegna málaflokka 04 og 06 til umfjöllunar og endanlegrar úrvinnslu í viðkomandi fagráðum.

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir gjaldskrá 2024 með breytingum texta.
Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum gjaldskrá hækkun á þjónustuliðum um 3,5 % og vístöluhækkun á fæði. Fræðslráð vísar málinu til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 296. fundi fræðsluráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir gjaldskrá 2024 með breytingum texta.Niðurstaða:Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum gjaldskrá hækkun á þjónustuliðum um 3,5 % og vístöluhækkun á fæði. Fræðslráð vísar málinu til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs vegna gjaldskráa fyrir málaflokk 04 frá og með 1. september sl.
Um er að ræða gjaldskrár fyrir
Dalvíkurskóli /Árskógarskóli /Árskógur; leiga á húsnæði.
Dalvíkurskóli / Árskógarskóli - Frístund.
Skólamatur í Dalvikurskóla og Árskógarskóla.
Leikskóli Krílakot og Kötlukot.
b) Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að við kynningu á gjaldskrá og á heimasíðu skal koma fram hver niðurgreiðsla sveitarfélagsins er og hins vegar ríkis í gjaldfrjálsum skólamáltíðum.