Byggðaráð

1089. fundur 23. nóvember 2023 kl. 13:15 - 15:24 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202311062Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna a) Viðhalds Eignasjóðs. b) Fjárfestinga og framkvæmda. c) Reksturs. Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og/eða samþykktir á árinu, ásamt ýmsum fylgigögnum.

Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir þær tillögur að ýmsum viðaukum með heildarviðauka III:
Liður 00010-0021 Hækkun á staðgreiðsluáætlun um kr. -41.304.0000
Liður 00100-0111 Tekjujöfnunarframlag hækkun um kr. -8.361.000
Liður 00100-0121 Lækkun á útgjaldarjöfnunarframlagi um kr. 3.344.997.
Liður 09220-4320 Lækkun vegna vinnu við aðalskipulag kr. -12.530.772.
Deild 21500; vinabæjamót - lækkun á kostnaði kr. -1.131.000.
Deild 32200 - gatnagerðaframkvæmdir ýmsar - lækkun á fjárfestingum kr. - 31.900.000
Deild 32200-11860 - sérfræðiþjónusta v. húsnæðis slökkviliðs - lækkun um kr. -18.000.000.
Deild 44200-11606 - vatnstankur í Upsa - lækkun um kr. - 20.000.000.
Deild 74200 - frágangur á útræsum Hauganesi og Árskógssandi, - lækkun um kr. - 16.500.000.
Málaflokkur 31- lækkun á viðhaldi fasteigna kr. - 3.800.000.
Alls breyting kr. -63.781.725.

Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um viðauka vegna kaupa Dalvíkurbyggðar á búnaði Menningarfélagsins Bergs ses. að upphæð kr. 2.653.000 á deild 32200, sbr. samningur þar um.
Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 899.710, sbr. mál 202311090 hér á eftir.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 109.566.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta kr. 94.990.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta kr. 221.798.000.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er jákvætt um kr. 407.820.000 og handbært fé er kr. 389.117.000.
Engin lántaka er áætluð 2023 fyrir samstæðuna og afborganir lána eru áætlaðar kr. 124.656.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim breytingum og viðaukabeiðnum sem liggja fyrir, viðauki nr. 43.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna reksturs knattspyrnuvallar 2023

Málsnúmer 202311091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódagsett minnisblað móttekið 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Málsnúmer 202307010Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja."

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.150.000 til hækkunar á styrk til meistraflokks UMFS vegna aukins kostnaðar við rekstur knattspyrnuvallarsins á deild 06800 við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06800 hækki um kr.1.150.000 vegna viðbótarstyrks vegna reksturs á knattspyrnuuvelli. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.
Lilja Guðnadóttir situr hjá.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202311090Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 899.710 vegna veikindalaun, viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2023.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027; milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 362. fundi sveitarstjórnar 7. nóvember sl. þá var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt var að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með upplýsingar um þau verkefni / mál sem mögulega þarfnast umfjöllunar og afgreiðslu á milli umræðna skv. viðbótarupplýsingum eða breyttum forsendum.

a) Samgönguáætlun.
b) Endurnýjun gangstéttar í Mímisvegi og brunahani.
c) 154. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs.
d) Endurbætur á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:20.
Gísli fór yfir kostnaðaráætlun frá AVH varðandi 3 mismundandi útfærslur á endurbótum á yfirborðsefnum.

Gísli vék af fundi kl. 14:43.
e) Rafpóstur frá starfsmönnum veitna, samantekt yfir tillögur að framkvæmdum og búnaðarkaupum, dagsett þann 08.11.2023, þar á meðal ósk um kaup á skotbómulyftara.
f) Beiðni um tímabundin stöðuhlutföll í Söfnum frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
g) Vatnstankur.
h) Annað.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í fjárfestingaáætlun 2024-2027 framlag Dalvíkurbyggðar vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna skv. samgönguáætlun.
B) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn í fjárhagsáætlun framkvæmd vegna brunahana og gangstéttar í Mímisvegi alls kr. 9.687.087 árið 2024, sbr. upplýsingar frá starfsmönnum framkvæmdasviðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að auka fjárhagsramma deildar 06800 um 7,5 m.kr. en vísar þessum lið til gerðar samninga við íþrótta- og æskulýðsfélögin innan þess ramma sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja í framkvæmdaáætlun endurbætur á Sundlaug Dalvíkur árið 2024 miðað við flísalögn.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessari samantekt til þess ramma búnaðarkaupa og fjárfestinga sem nú er í fjárhagsáætlun. Beiðni um skotbómulyftara er hafnað.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðnir forstöðumanns safna um tímabundin viðbótarstörf annars vegar við Byggðasafnið Hvol og hins vegar við skráningu á ljósmyndum, 100% starf í 6 mánuði í stað 50% starf í 12 mánuði.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á framkvæmdaáætlun vatnstakn fyrir Vatnsveitu á framkvæmdaáætlun ársins 2024 í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Faglausn.
h) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka fjárhagsramma 13410 um 2,5 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir djúpdælu fyrir Hitaveitu Dalvíkur árið 2024, 40 m.kr. sbr. tillaga frá starfsmönnum veitna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir 25 m.kr. framkvæmdir árið 2025 vegna skólalóðar Dalvíkurskóla, sbr. mál 202005032 og mál 202309101."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum.

Einnig fylgdi með minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjörlfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn.

5.Gjaldskrár 2024; framkvæmdasvið- framhald.

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám fyrir framkvæmdasvið:
Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar.
Fjallskil.
Leiga Böggvisstaðaskála.
Leiguland.
Lausaganga búfjár.
Refa- og minkaveiðar.
Upprekstrargjald.
Slökkvilið
Drög að gjaldskrá sorphirðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gjaldskrá sorphirðu hækki um 4,9% og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Útleiga á Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði frá og með 1.1.2024.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk.

7.Frá Innviðaráðuneytinu; Til allra sveitarfélaga. Fyrirspurn um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum

Málsnúmer 202311092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist fyrirspurn frá Alþingi um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda starfandi sérstakra náttúruverndarnefnda í sveitarfélögum, hvaða fastanefndir fari með hlutverk náttúruverndarnefnda þar sem þær eru ekki sérstaklega skipaðar og hver sé fjöldi lögbundinna nefnda sem sinnt er beint af sveitarstjórnum.

Á grundvelli 113. gr. sveitarstjórnarlaga fer ráðuneytið þess á leit við sveitarfélögin að þau upplýsi um hvort í sveitarfélaginu sé starfandi sérstök náttúruverndarnefnd, skv. 14. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, og ef ekki, hvaða fastanefnd sinni hlutverk náttúruverndarnefndar. Jafnframt er óskað upplýsinga um fjölda lögbundinna nefnda sem sinnt er beint af sveitarstjórn, skv. heimild í 4. mgr. 37. gr. sveitarstjórnarlaga.

Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar séu sendar ráðuneytinu í gegnum netfangið irn@irn.is eigi síðar en föstudaginn 24. nóvember nk.
Samkvæmt erindisbréfi umhverfis- og dreifbýlisráðs þá fer ráðið með lögbundið hlutverk náttúruverndar skv. náttúruverndarlögum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Erindisbref/erindisbref-umhverfis-og-dreifbylisrad.pdf-uppfaert.pdf
Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá er engum lögbundnum nefndum sinnt beint af sveitarstjórn.

8.Frá SSNE; Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa.

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE; dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að í
samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin. Þessi póstur er til að kanna áhuga sveitarfélaga á þátttöku í slíkri ferð.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Aðalfundarboð 2023

Málsnúmer 202311074Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Veiðifélags Svarfaðardalsár, dagsettur þann 14. nóvember sl., þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00 að Rimum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

10.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311093Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 16. nóvember sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendirtil umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:24.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs