Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer
Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 362. fundi sveitarstjórnar 7. nóvember sl. þá var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt var að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með upplýsingar um þau verkefni / mál sem mögulega þarfnast umfjöllunar og afgreiðslu á milli umræðna skv. viðbótarupplýsingum eða breyttum forsendum.
a) Samgönguáætlun.
b) Endurnýjun gangstéttar í Mímisvegi og brunahani.
c) 154. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs.
d) Endurbætur á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:20.
Gísli fór yfir kostnaðaráætlun frá AVH varðandi 3 mismundandi útfærslur á endurbótum á yfirborðsefnum.
Gísli vék af fundi kl. 14:43.
e) Rafpóstur frá starfsmönnum veitna, samantekt yfir tillögur að framkvæmdum og búnaðarkaupum, dagsett þann 08.11.2023, þar á meðal ósk um kaup á skotbómulyftara.
f) Beiðni um tímabundin stöðuhlutföll í Söfnum frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
g) Vatnstankur.
h) Annað.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í fjárfestingaáætlun 2024-2027 framlag Dalvíkurbyggðar vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna skv. samgönguáætlun.
B) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn í fjárhagsáætlun framkvæmd vegna brunahana og gangstéttar í Mímisvegi alls kr. 9.687.087 árið 2024, sbr. upplýsingar frá starfsmönnum framkvæmdasviðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að auka fjárhagsramma deildar 06800 um 7,5 m.kr. en vísar þessum lið til gerðar samninga við íþrótta- og æskulýðsfélögin innan þess ramma sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja í framkvæmdaáætlun endurbætur á Sundlaug Dalvíkur árið 2024 miðað við flísalögn.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessari samantekt til þess ramma búnaðarkaupa og fjárfestinga sem nú er í fjárhagsáætlun. Beiðni um skotbómulyftara er hafnað.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðnir forstöðumanns safna um tímabundin viðbótarstörf annars vegar við Byggðasafnið Hvol og hins vegar við skráningu á ljósmyndum, 100% starf í 6 mánuði í stað 50% starf í 12 mánuði.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á framkvæmdaáætlun vatnstakn fyrir Vatnsveitu á framkvæmdaáætlun ársins 2024 í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Faglausn.
h) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka fjárhagsramma 13410 um 2,5 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir djúpdælu fyrir Hitaveitu Dalvíkur árið 2024, 40 m.kr. sbr. tillaga frá starfsmönnum veitna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir 25 m.kr. framkvæmdir árið 2025 vegna skólalóðar Dalvíkurskóla, sbr. mál 202005032 og mál 202309101."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum.
Einnig fylgdi með minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjörlfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.