Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna a) Viðhalds Eignasjóðs. b) Fjárfestinga og framkvæmda. c) Reksturs. Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og/eða samþykktir á árinu, ásamt ýmsum fylgigögnum. Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir þær tillögur að ýmsum viðaukum með heildarviðauka III: Liður 00010-0021 Hækkun á staðgreiðsluáætlun um kr. -41.304.0000 Liður 00100-0111 Tekjujöfnunarframlag hækkun um kr. -8.361.000 Liður 00100-0121 Lækkun á útgjaldarjöfnunarframlagi um kr. 3.344.997. Liður 09220-4320 Lækkun vegna vinnu við aðalskipulag kr. -12.530.772. Deild 21500; vinabæjamót - lækkun á kostnaði kr. -1.131.000. Deild 32200 - gatnagerðaframkvæmdir ýmsar - lækkun á fjárfestingum kr. - 31.900.000 Deild 32200-11860 - sérfræðiþjónusta v. húsnæðis slökkviliðs - lækkun um kr. -18.000.000. Deild 44200-11606 - vatnstankur í Upsa - lækkun um kr. - 20.000.000. Deild 74200 - frágangur á útræsum Hauganesi og Árskógssandi, - lækkun um kr. - 16.500.000. Málaflokkur 31- lækkun á viðhaldi fasteigna kr. - 3.800.000. Alls breyting kr. -63.781.725. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um viðauka vegna kaupa Dalvíkurbyggðar á búnaði Menningarfélagsins Bergs ses. að upphæð kr. 2.653.000 á deild 32200, sbr. samningur þar um. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 899.710, sbr. mál 202311090 hér á eftir. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim breytingum og viðaukabeiðnum sem liggja fyrir, viðauki nr. 43. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."