Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202311062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna
a) Viðhalds Eignasjóðs.
b) Fjárfestinga og framkvæmda.
c) Reksturs.

Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1089. fundur - 23.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna a) Viðhalds Eignasjóðs. b) Fjárfestinga og framkvæmda. c) Reksturs. Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og/eða samþykktir á árinu, ásamt ýmsum fylgigögnum.

Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir þær tillögur að ýmsum viðaukum með heildarviðauka III:
Liður 00010-0021 Hækkun á staðgreiðsluáætlun um kr. -41.304.0000
Liður 00100-0111 Tekjujöfnunarframlag hækkun um kr. -8.361.000
Liður 00100-0121 Lækkun á útgjaldarjöfnunarframlagi um kr. 3.344.997.
Liður 09220-4320 Lækkun vegna vinnu við aðalskipulag kr. -12.530.772.
Deild 21500; vinabæjamót - lækkun á kostnaði kr. -1.131.000.
Deild 32200 - gatnagerðaframkvæmdir ýmsar - lækkun á fjárfestingum kr. - 31.900.000
Deild 32200-11860 - sérfræðiþjónusta v. húsnæðis slökkviliðs - lækkun um kr. -18.000.000.
Deild 44200-11606 - vatnstankur í Upsa - lækkun um kr. - 20.000.000.
Deild 74200 - frágangur á útræsum Hauganesi og Árskógssandi, - lækkun um kr. - 16.500.000.
Málaflokkur 31- lækkun á viðhaldi fasteigna kr. - 3.800.000.
Alls breyting kr. -63.781.725.

Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um viðauka vegna kaupa Dalvíkurbyggðar á búnaði Menningarfélagsins Bergs ses. að upphæð kr. 2.653.000 á deild 32200, sbr. samningur þar um.
Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 899.710, sbr. mál 202311090 hér á eftir.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 109.566.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta kr. 94.990.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta kr. 221.798.000.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er jákvætt um kr. 407.820.000 og handbært fé er kr. 389.117.000.
Engin lántaka er áætluð 2023 fyrir samstæðuna og afborganir lána eru áætlaðar kr. 124.656.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim breytingum og viðaukabeiðnum sem liggja fyrir, viðauki nr. 43.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna a) Viðhalds Eignasjóðs. b) Fjárfestinga og framkvæmda. c) Reksturs. Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og/eða samþykktir á árinu, ásamt ýmsum fylgigögnum. Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir þær tillögur að ýmsum viðaukum með heildarviðauka III: Liður 00010-0021 Hækkun á staðgreiðsluáætlun um kr. -41.304.0000 Liður 00100-0111 Tekjujöfnunarframlag hækkun um kr. -8.361.000 Liður 00100-0121 Lækkun á útgjaldarjöfnunarframlagi um kr. 3.344.997. Liður 09220-4320 Lækkun vegna vinnu við aðalskipulag kr. -12.530.772. Deild 21500; vinabæjamót - lækkun á kostnaði kr. -1.131.000. Deild 32200 - gatnagerðaframkvæmdir ýmsar - lækkun á fjárfestingum kr. - 31.900.000 Deild 32200-11860 - sérfræðiþjónusta v. húsnæðis slökkviliðs - lækkun um kr. -18.000.000. Deild 44200-11606 - vatnstankur í Upsa - lækkun um kr. - 20.000.000. Deild 74200 - frágangur á útræsum Hauganesi og Árskógssandi, - lækkun um kr. - 16.500.000. Málaflokkur 31- lækkun á viðhaldi fasteigna kr. - 3.800.000. Alls breyting kr. -63.781.725. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um viðauka vegna kaupa Dalvíkurbyggðar á búnaði Menningarfélagsins Bergs ses. að upphæð kr. 2.653.000 á deild 32200, sbr. samningur þar um. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 899.710, sbr. mál 202311090 hér á eftir. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim breytingum og viðaukabeiðnum sem liggja fyrir, viðauki nr. 43. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitartjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 108.416.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta kr. 93.840.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta kr. 221.798.000.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er jákvætt um kr. 406.670.000 og handbært fé er kr. 387.967.000.
Engin lántaka er áætluð 2023 fyrir samstæðuna og afborganir lána eru áætlaðar kr. 124.656.000.

Ofangreindur heildarviðauki III er með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu og samanber ofangreindir viðaukar staðfestir af byggðaráði og sveitarstjórn, nr. 39, 40, 41, 42, 43, 44 og 45.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.