Byggðaráð

1088. fundur 16. nóvember 2023 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Útboð á ræstingum hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar - samningsdrög

Málsnúmer 202308076Vakta málsnúmer

Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. október sl., þar sem fram kemur að útboðsgögn vegna ræstingar hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar 2023-2026 voru tilbúin til afhendingar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar 25. ágúst 2023. Það voru þrír aðilar sem óskuðu eftir gögnum og tveir aðilar komu í vettvangsskoðun. Opnun á tilboðum var auglýst 29. september kl. 10:15 á efstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar. Það var einn aðili sem skilaði inn tilboði. Tilboðið sem barst er frá Dögum. Fram kemur að miðað við kostnaðaráætlun þá er tilboðið 44% hærra miðað við forsendur sem voru í útreikningum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að gengið verði til samninga við Daga hf. á grundvelli tilboðs frá 29. september sl. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur fjallaði um þann hluta tilboðsins er snýr að sameign á fundi sínum þann 18. október sl. og samþykkti að gengið verði til samninga við Daga varðandi sameignina. Gísli vék af fundi kl. 13:40.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig drög að verksamningi til upplýsingar.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi skv. ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með breytingum sem gerðar voru á fundinum, til dæmis á grein 6. um samningstíma.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Beiðni um viðauka vegna hækkunar á heitu vatni í íþróttamiðstöð 2023

Málsnúmer 202311008Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Niðurstaða:Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettar þann 10. nóvember sl., að áætlaður kostnaður vegna nóvember og desember fyrir heitt vatn eru kr. 3.100.000 og fyrir rafmagn kr. 700.000.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 3.800.000, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023 á deild 06500, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Heildarviðauki launa 2023

Málsnúmer 202311066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023, heildarviðauka launa, vegna endurútreikninga á launaáætlun vegna nýrra og/eða gildandi kjarasamninga. Heildarfjárhæðin er kr. 29.458.840 sem er þá hækkun umfram þær forsendur sem var lagt af stað með við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og launaáætlunar 2023. Gert var ráð fyrir hækkun launa um 7,7% almennt skv. launavisitölu þar sem kjarasamningum sleppti. Breytingin er því hækkkun umfram þessi 7.7% m.a. vegna eingreiðslna, viðbótargreiðslna o.s.frv.
Í minnisblaðinu kemur fram sundurliðun niður á deildir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauka nr. 39, að upphæð kr. 29.458.840 og niður á deildir skv. meðfylgjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Viðauki vegna launa Vinnuskóla 2023

Málsnúmer 202311068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 06270, Vinnuskóla, þar sem ekki var fullnýtt heimild vegna nemenda og flokkstjóra sumarið 2023 - aðallega þar sem umsóknir voru færri en gert var ráð fyrir. Óskað er eftir launaviðauka til lækkunar að upphæð kr. - 11.436.105 og að honum verð mætt með hækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. - 11.436.105 við deild 06270 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202311062Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna
a) Viðhalds Eignasjóðs.
b) Fjárfestinga og framkvæmda.
c) Reksturs.

Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202311069Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða launaviðauka að upphæð kr. 1.565.795, viðauka nr. 40, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með ofangreindur forgangslisti vegna ársins 2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."

Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á listanum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa forgangslistanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.

8.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð; vinnuhópur vegna uppbyggingar á skíðasvæði

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 14:30, en þeir eiga sætti vinnuhópi um uppbyggingu á skíðasvæðinu ásamt Frey Antonssyni.

Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd.Niðurstaða:Ofangreint til umræðu og upplýsinga. " Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi tekið fyrir á 1070.fundi byggðaráðs þann 8.júní sl. og eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Vísað til næsta fundar byggðaráðs." Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Ofangreint til umræðu og upplýsinga. "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verður vinnuhópur um ofangreint verkefni. Tilefndir frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur; Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson, Sigurður Guðmundsson til vara. Tilnefndir frá Dalvíkurbyggð; Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Freyr Antonsson, Helgi Einarsson til vara. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir fund sveitarstjórnar." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stofnaður verði vinnuhópur og tilnefningu byggðaráðs í vinnuhópinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að skilafrestur verði 30.09.2023."

Hlutverk vinnuhópsins var að gera áætlun um kostnað á byggingu húss sem yrði að hluta til í jörðu með innkeyrsluhurðir í svipaðri hæð og bílaplan við Brekkusel er í dag. Hæð hússins yrði í sömu hæð og gólfplata Brekkusels en með hækkun þar sem innkeyrsluhurðirnar yrðu. Vinnuhópurinn skal leitast við að svara þeirri spurningu hvort skynsamlegra er með tilliti til nýtingar á heilsársgrunni og sjónrænna áhrifa byggingar í landslaginu að byggja slíkt hús eða halda sig við fyrri áform um byggingu stálgrindarhúss. Hópurinn skal leggja fyrir byggðaráð rökstudda tillögu ásamt kostnaðaráætlun.

Vinnuhópurinn kynnti tillögu sína.


Gísli Rúnar, Hörður og Óskar viku af fundi kl. 15:32

Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir kynninguna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

9.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

a) Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. voru tillögur fagráða að gjaldskrám sveitarfélagsins til umfjöllunar og afgreiðslu, að hluta. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðsluu- og menningarsviðs, forstöðumanni safna og menningarhúss, skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokka 04,05 og 06 út frá samræmingu þeirra til dæmis hvað varðar leigu á húsnæði og þrifum eftir því við hvaða svið á. Byggðaráð samþykkti jafnfram samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsivðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokks 06, m.a. með tilliti til leigu á sal og gjald á stökum skiptum vs. kort. Byggðaráð minnti einnig á bókun íþrótta- og æskulýðsráðs og sveitarstjórnar frá desember 2022 þar sem samþykkt var að öryrkjar og eldri borgarar (67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi frá og með 1. janúar sl. Jafnframt að það komi fram í gjaldskrám öll þau frávk sem eru frá samþykktri gjaldskrá, s.s. til útkallssveitar Björgunarsveitar Dalvíkur og fjölskyldukort.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu yfirfarnar gjaldskrár vegna málaflokka 04, 05 og 06 ásamt minnisblaði frá ofangreidnum stjórnendum um samræmingu á gjaldskrám og minnisblaði frá forstöðumanni safna og menningarhúss um gjaldskrá vegna safna og Menningarhússins Bergs.

b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár vegna málaflokka 04, 05 og 06 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

10.Útleiga á Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæði.

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum."

Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.
Frestað til næsta fundar.

11.Endurnýjun á samningi vegna byggingafulltrúa

Málsnúmer 202311067Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., (SBE) um embætti byggingarfulltrúa. Samningurinn gildir til 31.12.2023. Til umræðu endurnýjun á samningi og samstarfi við SBE um embætti byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð leggur til að gerður verði áframhaldandi samningur við SBE um embætti byggingarfulltrúa og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu.

12.Frá Norðurböðum hf.; Hluthafafundur

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem stjórn Norðurbaða hf. boðar til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður mánudaginn 27. nóvember 2023, kl. 14:00, í Skútuvogi 8, Reykjavík. Þá geta hluthafar, kjósi þeir það, tekið þátt í fundinum rafrænt í gegnum fjarfundarbúnaðinn Microsoft Teams Meeting.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í gegnum Teams.

13.Frá Bergi Þór Jónssyni; Styrkur til forvarna

Málsnúmer 202311027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bergi Þór Jónssyni, dagsett þann 5. nóvember sl., þar sem Bergur Þór óskar eftir styrki frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 1.000.000 vegna síðunnar sjalfstraust.is og að fylgja eftir bók sinni "Hvernig varð ég ég?" m með ferðum í sem allra flesta grunn og framhaldsskóla, því þar eru þau líf sem þurfa langmest á því að halda að læra um kvíða og þunglyndi svo þau geti mögulega skilið þau flóknu verkefni og þannig átt raunhæfan möguleika á að vinna sig í gegnum þá erfiðu skafla sem við kvíða og þunglyndis pésar munum lenda í. Fram kemur að Dalvíkurbyggð veitti honum styrk árið 2022 að upphæð kr. 100.000 sem dugði til að halda áfram rekstri síðunnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið geti ekki orðið við ofangreindu erindi.

14.Frá Íslandspósti hf.; Engin fjöldreifing frá 1. janúar 2024

Málsnúmer 202311034Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Íslandspósti hf., dagsettur þann 6. nóvember sl., þar sem fram kemur að frá og með 1. janúar 2024 hættir fyrirtækið alfarið fjöldreifingu.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Jafnréttisstofu; Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 202311059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu, dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem komið er á framfæri ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvörðunatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Vísað er til þess að all nokkur sveitarfélög eru með í bígerð að breyta útfærslum á dvalartíma barna í leikskólum og gjaldskrám þeim tengdum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs til umfjöllunar.

16.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Framlag sveitarfélaga til loftslagsmála til 2030 - Vinnustofa 13. nóvember

Málsnúmer 202311035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 6. nóvember sl., þar sem fram kemur að vinnustofa fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga um loftlagsmál á sveitarstjórnarstigi var haldinn mánudaginn 13. nóvember sl. Yfirskrift vinnustofunnar var ,,Framlag sveitarfélaga til loftslagsmála til 2030 - Hver eru helstu sóknarfæri sveitarfélaga svo markmið um 55% samdrátt samfélagslosunar náist?? Tilefni vinnustofunnar er að unnið er að uppfærslu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu; Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks birt í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202311051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 10. nóvember sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur nú birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks í samráðsgátt stjórnvalda á island.is. Grænbók er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en nú er unnið að fyrstu heildarstefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi.

Grænbókin er unnin í breiðu samráði við helstu haghafa en samráðið hófst í janúar 2023. Markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks og greina helstu áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðarstefnumótun í málaflokknum og stöðumatið verður nýtt til að mæla árangur tilvonandi stefnu.
Grænbókin er fyrst birt á íslensku en áætlað er að ensk og pólsk þýðing komi í samráðsgátt þann 20. nóvember næstkomandi. Opið er fyrir umsagnir um grænbók til 8. desember og er mælst til þess að umsagnir berist annað hvort á íslensku eða ensku. Þau sem ekki treysta sér til að skila inn umsögn á öðru hvoru tungumálinu er bent á að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti á frn@frn.is

Með þessu erindi eru sveitarfélög landsins hvött til að kynna sér vel efni grænbókar í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs.

18.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 75 frá 19. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs