Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson frá Skíðafélagi Dalvíkur, kl. 14:30, en þeir eiga sætti vinnuhópi um uppbyggingu á skíðasvæðinu ásamt Frey Antonssyni.
Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd.Niðurstaða:Ofangreint til umræðu og upplýsinga. " Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi tekið fyrir á 1070.fundi byggðaráðs þann 8.júní sl. og eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Vísað til næsta fundar byggðaráðs." Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023: Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins. Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu. Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Ofangreint til umræðu og upplýsinga. "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verður vinnuhópur um ofangreint verkefni. Tilefndir frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur; Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson, Sigurður Guðmundsson til vara. Tilnefndir frá Dalvíkurbyggð; Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Freyr Antonsson, Helgi Einarsson til vara. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir fund sveitarstjórnar." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stofnaður verði vinnuhópur og tilnefningu byggðaráðs í vinnuhópinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að skilafrestur verði 30.09.2023."
Hlutverk vinnuhópsins var að gera áætlun um kostnað á byggingu húss sem yrði að hluta til í jörðu með innkeyrsluhurðir í svipaðri hæð og bílaplan við Brekkusel er í dag. Hæð hússins yrði í sömu hæð og gólfplata Brekkusels en með hækkun þar sem innkeyrsluhurðirnar yrðu. Vinnuhópurinn skal leitast við að svara þeirri spurningu hvort skynsamlegra er með tilliti til nýtingar á heilsársgrunni og sjónrænna áhrifa byggingar í landslaginu að byggja slíkt hús eða halda sig við fyrri áform um byggingu stálgrindarhúss. Hópurinn skal leggja fyrir byggðaráð rökstudda tillögu ásamt kostnaðaráætlun.
Vinnuhópurinn kynnti tillögu sína.
Gísli Rúnar, Hörður og Óskar viku af fundi kl. 15:32
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.