Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. október sl., þar sem fram kemur að útboðsgögn vegna ræstingar hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar 2023-2026 voru tilbúin til afhendingar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar 25. ágúst 2023. Það voru þrír aðilar sem óskuðu eftir gögnum og tveir aðilar komu í vettvangsskoðun. Opnun á tilboðum var auglýst 29. september kl. 10:15 á efstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar. Það var einn aðili sem skilaði inn tilboði. Tilboðið sem barst er frá Dögum. Fram kemur að miðað við kostnaðaráætlun þá er tilboðið 44% hærra miðað við forsendur sem voru í útreikningum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að gengið verði til samninga við Daga hf. á grundvelli tilboðs frá 29. september sl. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur fjallaði um þann hluta tilboðsins er snýr að sameign á fundi sínum þann 18. október sl. og samþykkti að gengið verði til samninga við Daga varðandi sameignina. Gísli vék af fundi kl. 13:40.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig drög að verksamningi til upplýsingar.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi skv. ofangreindu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með breytingum sem gerðar voru á fundinum, til dæmis á grein 6. um samningstíma. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."