Sveitarstjórn

363. fundur 28. nóvember 2023 kl. 16:15 - 17:46 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1087, frá 09.11.2023

Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202311004.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311005.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202311007.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202311006.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202307014.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202311012.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1088, frá 16.11.2023

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 18 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202308076.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311008.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202311066.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202311068.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202311069.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202304030.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202307014.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202311067.
Liður 12 er sér liður á dagskrá; mál 202311053.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 202311027.


Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1089, frá 23.11.2023

Málsnúmer 2311011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202311062.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311091.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202311090.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202304162.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202307014.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202311074.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 274, frá 14.11.2023

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202310018.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 287, frá 08.11.2023

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304046.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202310023.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202311011.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202311010.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Menningarráð - 99, frá 16.11.2023

Málsnúmer 2311009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulagsráð - 14, frá 08.11.2023

Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202306050.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202310103.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 201701040þ
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 154, frá 07.11.2023

Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 41, frá 03.11.2023

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202311018.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15, frá 10.11.2023

Málsnúmer 2311007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202204009.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202310075.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202306050.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá 362. fundi sveitarstjórnar þann 7.11.2023; Barnaverndarþjónusta - endurskoðun á samningi. Síðari umræða.

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sl. kom fram að endurskoðun á samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar væri í gangi á milli Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að endurskoðuðum samningi þar sem fram koma tillögur að breytingum eftir yfirferð starfsmanna barnaverndar Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar, sveitarstjóra og ráðuneytisins.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember nk."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi samningsdrögum á milli Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög á milli Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar við síðari umræðu.

12.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Heildarviðauki launa 2023

Málsnúmer 202311066Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023, heildarviðauka launa, vegna endurútreikninga á launaáætlun vegna nýrra og/eða gildandi kjarasamninga. Heildarfjárhæðin er kr. 29.458.840 sem er þá hækkun umfram þær forsendur sem var lagt af stað með við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og launaáætlunar 2023. Gert var ráð fyrir hækkun launa um 7,7% almennt skv. launavisitölu þar sem kjarasamningum sleppti. Breytingin er því hækkkun umfram þessi 7.7% m.a. vegna eingreiðslna, viðbótargreiðslna o.s.frv. Í minnisblaðinu kemur fram sundurliðun niður á deildir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauka nr. 39, að upphæð kr. 29.458.840 og niður á deildir skv. meðfylgjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2023, alls kr. 29.458.840 vegna launa og dreift á deildir í samræmi við meðfylgjandi gögn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Viðauki vegna launa Vinnuskóla 2023

Málsnúmer 202311068Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka við deild 06270, Vinnuskóla, þar sem ekki var fullnýtt heimild vegna nemenda og flokkstjóra sumarið 2023 - aðallega þar sem umsóknir voru færri en gert var ráð fyrir. Óskað er eftir launaviðauka til lækkunar að upphæð kr. - 11.436.105 og að honum verð mætt með hækkun á handbæru fé.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. - 11.436.105 við deild 06270 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. -11.436.105 á laun deildar 06270. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

14.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á heitu vatni í íþróttamiðstöð 2023

Málsnúmer 202311008Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Niðurstaða:Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettar þann 10. nóvember sl., að áætlaður kostnaður vegna nóvember og desember fyrir heitt vatn eru kr. 3.100.000 og fyrir rafmagn kr. 700.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 3.800.000, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023 á deild 06500, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06500-2531 hækki um kr. 3.100.000 og liður 06500-2510 hækki um kr. 700.000, alls kr. 3.800.000. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Viðaukabeiðni vegna launa

Málsnúmer 202311069Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða launaviðauka að upphæð kr. 1.565.795, viðauka nr. 40, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 að upphæð kr. 1.565.795 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

16.Frá 1089. fundi byggðaráðs þann 23.11.2023; Beiðni um viðauka vegna reksturs knattspyrnuvallar 2023

Málsnúmer 202311091Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:25.

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódagsett minnisblað móttekið 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Málsnúmer 202307010Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja." Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.150.000 til hækkunar á styrk til meistraflokks UMFS vegna aukins kostnaðar við rekstur knattspyrnuvallarsins á deild 06800 við fjárhagsáætlun 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06800 hækki um kr.1.150.000 vegna viðbótarstyrks vegna reksturs á knattspyrnuuvelli. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023. Lilja Guðnadóttir situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.150.000 á deild 06800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Lilja Guðnadóttir situr hjá.

17.Frá 1089. fundi byggðaráðs þann 23.11.2023; Launaviðauki vegna veikinda.

Málsnúmer 202311090Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 899.710 vegna veikindalaun, viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2023. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 45 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 899.710 vegna veikindalauna og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 1089. fundi byggðaráðs þann 23.11.2023; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202311062Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu vinnuskjöl, eftir yfirferð sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og aðalbókara, er varðar mögulega viðauka til lækkunar á gjöldum á árinu 2023 vegna a) Viðhalds Eignasjóðs. b) Fjárfestinga og framkvæmda. c) Reksturs. Einnig er gert ráð fyrir að hækka áætlun útsvars. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og/eða samþykktir á árinu, ásamt ýmsum fylgigögnum. Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir þær tillögur að ýmsum viðaukum með heildarviðauka III: Liður 00010-0021 Hækkun á staðgreiðsluáætlun um kr. -41.304.0000 Liður 00100-0111 Tekjujöfnunarframlag hækkun um kr. -8.361.000 Liður 00100-0121 Lækkun á útgjaldarjöfnunarframlagi um kr. 3.344.997. Liður 09220-4320 Lækkun vegna vinnu við aðalskipulag kr. -12.530.772. Deild 21500; vinabæjamót - lækkun á kostnaði kr. -1.131.000. Deild 32200 - gatnagerðaframkvæmdir ýmsar - lækkun á fjárfestingum kr. - 31.900.000 Deild 32200-11860 - sérfræðiþjónusta v. húsnæðis slökkviliðs - lækkun um kr. -18.000.000. Deild 44200-11606 - vatnstankur í Upsa - lækkun um kr. - 20.000.000. Deild 74200 - frágangur á útræsum Hauganesi og Árskógssandi, - lækkun um kr. - 16.500.000. Málaflokkur 31- lækkun á viðhaldi fasteigna kr. - 3.800.000. Alls breyting kr. -63.781.725. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um viðauka vegna kaupa Dalvíkurbyggðar á búnaði Menningarfélagsins Bergs ses. að upphæð kr. 2.653.000 á deild 32200, sbr. samningur þar um. Í heildarviðaukanum er jafnframt gert ráð fyrir beiðni um launaviðauka vegna veikinda að upphæð kr. 899.710, sbr. mál 202311090 hér á eftir. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023 með þeim breytingum og viðaukabeiðnum sem liggja fyrir, viðauki nr. 43. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitartjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.

Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 108.416.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta kr. 93.840.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta kr. 221.798.000.
Veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna er jákvætt um kr. 406.670.000 og handbært fé er kr. 387.967.000.
Engin lántaka er áætluð 2023 fyrir samstæðuna og afborganir lána eru áætlaðar kr. 124.656.000.

Ofangreindur heildarviðauki III er með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu og samanber ofangreindir viðaukar staðfestir af byggðaráði og sveitarstjórn, nr. 39, 40, 41, 42, 43, 44 og 45.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.

19.Frá 1087. fundi byggðaráðs þann 09.11.2023; Ákvörðun um álagningu útsvars árið 2024

Málsnúmer 202311004Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%.

20.Frá 1087. fundi byggðaráðs þann 09.11.2023; Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2024

Málsnúmer 202311005Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja eftirfarandi til við sveitarstjórn: Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%. Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands. Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu. Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu. Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu. Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024:
Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%.
Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands.
Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu, sbr. liður 23 hér á eftir, mál 202307014.
Gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga."

21.Frá 1087. fundi byggðaráðs þann 09.11.2023; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202311006Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 vegna styrks á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka. Lagt er til óbreyttar reglur á milli ára.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi reglum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 vegna styrks á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka.

22.Frá 1087. fundi byggðaráðs þann 09.11.2023; Reglur um afslátt á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202311007Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um afslátt til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2024 með uppreikningi á afsláttarfjárhæð og tekjutengingum. Í samræmi við reglurnar er gert ráð fyrir að afsláttarupphæðin taki breytingum samkvæmt meðalbreytingu á fasteignamati húsnæðis hvert álagningarár fyrir Dalvíkurbyggð sem er árið 2024 19,50%. Tekjuviðmið einstaklinga og hjóna/sambýlisfólks tekur breytingum skv. áætlaðri launavísitölu Þjóðhagsspár fyrir yfirstandandi ár sem er 8,90%. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og að fjárhæðir verði eftirfarandi árið 2024: Afsláttur af fasteignaskatti ef 100%, kr. 105.297. Tekjuviðmið einstaklinga, neðri mörk; kr. 5.534.655 og efri mörk; kr. 8.301.982. Tekjuviðmið hjóna/sambýlisfólks, neðri mörk; kr. 7.643.094 og efri mörk; kr. 11.464.642."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt á fasteignaskatti til tekjulágra elli-og örorkulífeyrisþega með þeim breytingum á fjárhæðum og tekjuviðmiðum sem gert er grein fyrir í bókun byggðaráðs.

23.Frá byggðaráði; Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Tillögur fagráða að gjaldskrám 2024 voru teknar fyrir á nokkrum fundum byggðaráðs, nr. 1087, nr. 1088 og nr. 1089, til umfjöllunar og afgreiðslu.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi og eftirfarandi tillögur að gjaldskrám vegna ársins 2024;

Gjaldskrár fyrir málaflokk 04:
Leiga húsnæðis í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Félagsheimilinu Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólar.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 05:
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Söluvörur á Bókasafni.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Byggðasafnið Hvoll.
Menningarhúsið Berg, salarleiga fyrir veislur, ráðstefnur og fundi.
Menningarhúsið Berg, tónleikar og aðrir viðburðir þar sem seldur er aðgangur.
Menningarhúsið Berg, myndlistarsýningar og aðrir viðburðir þar sem ekki er seldur aðgangur.
Menningarhúsið Berg, æfingar fyrir kóra í Dalvíkurbyggð.
Menningarhúsið Berg, vinnuaðstaða á annarri hæð í Bergi.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 06;
Íþróttasalur í Íþróttamiðstöð.
Sundlaug.
Líkamsrækt.
Líkamsrækt - nemar, elli- og örorkulífeyrisþegar.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin TÝR; leiga og gisting.

Gjaldskrár og viðmið fyrir málaflokk 02:
Framfærslukvarði.
Akstursþjónusta fatlaðra.
Lengd viðvera.
Matarsendingar.
Heimilsþjónusta.
Meðlag.
Stuðningsfjölskyldur.
NPA.

Gjaldskrár fyrir Framkvæmdasvið:
Hundahald.
Kattahald.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt um gatnagerðargjald.
Fráveita Dalvíkurbyggðar.
Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar.
Fjallskil.
Leiga Böggvisstaðaskála.
Leiguland.
Lausaganga búfjár.
Refa- og minkaveiðar.
Upprekstrargjald.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð.

24.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024.Fyrri umræða.

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur til umfjöllunar og eftirfarandi bókað:
"b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

25.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.Síðari umræða.

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum. Einnig fylgdi með minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjörlfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu sem kom út sl. föstudag.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 183.301.000, árið 2025 er hún kr. 159.387.000, árið 2026 kr. 143.010.000 og árið 2027 kr. 134.891.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 140.695.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 918.197.000 og árin 2025-2027 kr. 1.009.018.000. Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2024-2027 eru kr. 1.927.215.000.
Lántaka ársins 2024 er áætluð kr. 145.000.000 og fyrir árin 2024-2027 samtals kr. 260.000.000.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2024 er áætlað kr. 478.163.000 og handbært fé frá rekstri kr. 447.589.000.
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum, breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

Feyr Antonsson, sem leggur til eftirfarandi tillögu að bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar telur að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá er Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki."

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum, sveitarstjóra og fagráðum sínar bestu þakkir fyrir vinnuna við fjárhagsáætlun.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að bókun.

26.Frá 274. fundi félagsmálaráðs þann 14.11.2023; Reglur - endurnýjun 2023

Málsnúmer 202310018Vakta málsnúmer

a) Reglur um lengda viðveru.
b) Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Á 274. fundi félagsmálaráðs þann 14. nóvember 2023 var eftirfarndi bókað:
"Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram drög að endurnýjuðum reglum um lengda viðveru og Sérstakan húsnæðisstuðning. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum drög að reglum um lengda viðveru og sérstakan húsnæðisstuðning."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum a) fyrirliggjandi tillögu að reglum um lengda viðveru og b) fyrirliggjandi tillögu að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

27.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Útboð á ræstingum hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202308076Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. október sl., þar sem fram kemur að útboðsgögn vegna ræstingar hjá stofnunum Dalvíkurbyggðar 2023-2026 voru tilbúin til afhendingar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar 25. ágúst 2023. Það voru þrír aðilar sem óskuðu eftir gögnum og tveir aðilar komu í vettvangsskoðun. Opnun á tilboðum var auglýst 29. september kl. 10:15 á efstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar. Það var einn aðili sem skilaði inn tilboði. Tilboðið sem barst er frá Dögum. Fram kemur að miðað við kostnaðaráætlun þá er tilboðið 44% hærra miðað við forsendur sem voru í útreikningum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að gengið verði til samninga við Daga hf. á grundvelli tilboðs frá 29. september sl. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur fjallaði um þann hluta tilboðsins er snýr að sameign á fundi sínum þann 18. október sl. og samþykkti að gengið verði til samninga við Daga varðandi sameignina. Gísli vék af fundi kl. 13:40.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig drög að verksamningi til upplýsingar.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Daga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og útboðsgagna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verksamningi skv. ofangreindu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með breytingum sem gerðar voru á fundinum, til dæmis á grein 6. um samningstíma. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi samningsdrög sem eru með þeim breytingum sem gerðar voru á fundi byggðaráðs.

28.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Endurnýjun á samningi vegna byggingafulltrúa

Málsnúmer 202311067Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., (SBE) um embætti byggingarfulltrúa. Samningurinn gildir til 31.12.2023. Til umræðu endurnýjun á samningi og samstarfi við SBE um embætti byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Byggðaráð leggur til að gerður verði áframhaldandi samningur við SBE um embætti byggingarfulltrúa og felur sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði áfram til samninga við SBE um embætti byggingafulltrúa og samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum samningsdrög.

29.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Styrkur til forvarna

Málsnúmer 202311027Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bergi Þór Jónssyni, dagsett þann 5. nóvember sl., þar sem Bergur Þór óskar eftir styrki frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 1.000.000 vegna síðunnar sjalfstraust.is og að fylgja eftir bók sinni "Hvernig varð ég ég?" m með ferðum í sem allra flesta grunn og framhaldsskóla, því þar eru þau líf sem þurfa langmest á því að halda að læra um kvíða og þunglyndi svo þau geti mögulega skilið þau flóknu verkefni og þannig átt raunhæfan möguleika á að vinna sig í gegnum þá erfiðu skafla sem við kvíða og þunglyndis pésar munum lenda í. Fram kemur að Dalvíkurbyggð veitti honum styrk árið 2022 að upphæð kr. 100.000 sem dugði til að halda áfram rekstri síðunnar. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið geti ekki orðið við ofangreindu erindi."

Með fundarboði sveitarstjórnar var einnig til upplýsingar rafpóstur frá Bergi Þór Jónssyni, dagsettur þann 24. nóvember sl.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við erindinu.

30.Frá 287. fundi fræðsluráðs þann 08.11.2023; Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fer yfir stöðu mála á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð og sviðsstjóra falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð sem og að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hefji vinnu við gerð útboðsganga með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024.

31.Frá 287. fundi fræðsluráðs þann 08.11.2023; Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tilboð sem komu frá KPMG,RSH og Ásgarði, varðandi úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að gengið verði til samninga við Ásgarð að vinna úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð kostnaður bókist á lykil um sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu. Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að gengið verði til samninga við Ásgarð um úttekt á stöðugildum í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Kostnaði vísað á deild 04010.

32.Frá 287. fundi fræðsluráðs frá 08.11.203; Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.Niðurstaða:Fræðsluráð ákveður að boðið verði upp á morgunmat í Dalvíkurskóla gegn gjaldi í apríl og maí 2024 til prufu. Fræðsluráð vísar gjaldþátttöku sveitarfélagsins til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:55.

Freyr Antonsson, sem leggur til eftirfarandi :
"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar tekur undir með fræðsluráði að gerð verði tilraun um að bjóða uppá morgunmat í Dalvíkurskóla apríl og maí 2024. Sviðsstjóra fræðslusviðs falið að koma með tillögu um útfærslu varðandi gjaldþátttöku Dalvíkurbyggðar og hvernig Árskógarskóli geti tekið þátt."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar, Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

33.Frá 287. fundi fræðsluráðs þann 08.11.2023; Tímasetning á byrjun á skóladegi í grunnskóla

Málsnúmer 202311010Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:56.

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin umræða um hvort möguleiki væri á að byrja skóladaginn seinna á morgnanna í grunnskólum Dalvíkurbyggðar ?Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að það verði gerð könnun hjá foreldrum og starfsfólki varðandi skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að gerð verði könnun hjá foreldrum og starfsfólki um skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

34.Frá 1087. fundi byggðaráðs þann 09.11.2023; Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 202311012Vakta málsnúmer

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 2. nóvember sl., þar sem fram kemur að föstudaginn 15. september bauð stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands (VMÍ) fulltrúm sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra til kynningarfundar þar sem farið var yfir starfsemi VMÍ og sýn stjórnar á áframhaldandi starf og útvíkkun starfseminnar. Mikil jákvæðni var í garð verkefnisins á fundinum og ljóst að mikill hagur getur verið fyrir VMÍ og sveitarfélögin, að mati fundarmanna,að útvíkka starfsemina. Í framhaldi af fundinum vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku að þróun verkefnisins og því er þetta erindi sent til umfjöllunar. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá SSNE, dagsett þann 22. september 2023.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar boðið en hefur ekki hug á að taka þátt í verkefninu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

35.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með ofangreindur forgangslisti vegna ársins 2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar." Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á listanum. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa forgangslistanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með áorðnum breytingum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur til að eftirfarandi uppfærður listi verði staðfestur:

Svæði:




Miðbæjarskipulag, er í vinnslu.


Íbúðahverfi ofan Böggvisbrautar, er í vinnslu.
Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur, er í vinnslu.


Íbúðasvæði Árskógssandi, er í vinnslu.
Deiliskipulag Hóla- og Túnahverfi breyting, er í vinnslu.


Athafnasvæði við Sandskeið, forgangur 1.
Hesthúsasvæði Ytra-Holti, forgangur 1.

Hafnarsvæði Árskógssandi, forgangur 1.
Hafnarsvæði Dalvík, breyting. forgangur 1.
Skóla- og tjaldsvæði, Dalvík, forgangur 2.
Iðnaðarsvæði Hrísamóum. forgangur 3.
Laugarhlíð, Svarfaðardal, forgangur 3.

Gert er ráð fyrir að deiliskipulag sem merkt er í forgangi 1 verði unnin 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan forgangslista fyrir deiliskipulagsvinnu eins og hann liggur fyrir.

36.Frá 14. fundi skipulagsráðs þann 08.11.2023; Umsókn um lóð - Skíðabraut 3

Málsnúmer 202310103Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dags. 23.október sl. óskar Ragnar Sverrisson eftir íbúðalóð við Skíðabraut 3 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókninni þar sem ekki liggja fyrir byggingaskilmálar um lóðina. Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að mæliblaði fyrir lóðina á næsta fundi ráðsins, í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar í samræmi við lóðarúthlutunarreglur sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna lóðarumsókn vegna Skíðabrautar 3. Með vísan í bókun hér að ofan, liður 35 - mál 202304030, þá er gert ráð fyrir að deiliskipulagsvinna fyrir svæðið neðan Skíðabrautar og niður Sandskeið hefjist 2024, málinu er því vísað til þeirrar deiliskipulagsvinnu.

37.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 08.11.2023; Varðar tillögu að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna. Á 353.fundi sveitarstjórnar þann 20.desember 2022 var eftirfarandi bókað: Til máls tóku: Katrín Sif Ingvarsdóttir. Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna. Felix Rafn Felixson. Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.Niðurstaða:Skipulagsráð vekur athygli á að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023 og vakin er athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun frá B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks:

"Við hjá B lista framsóknar og félagshyggjufólks viljum sjá þessar reglur halda áfram á Árskógssandi og Hauganesi fari það ekki á svig við jafnræðisreglur. Reglur þessar hafa sannað árangur sinn. Bygging íbúðarhúsnæðis í þéttbýliskjörnunum þremur hefur aukist á gildistíma reglnanna og fáar lóðir eftir. Við leggjum til að halda þessum reglum inni (á Árskógsandi og Hauganesi) í eitt ár í viðbót og jafnframt að setja aukinn kraft í deiliskipulagsvinnu og auka þannig lóðaframboð í náinni framtíð."


Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsráði að ítreka að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023. Því er vakin athygli á því að samkvæmt 3. gr. reglnanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra, þ.e. fyrir 31.12.2023. Samþykkt með 5 atkvæðum, Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.
b) Sveitarstjórn hafnar tillögu B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks með 5 atkvæðum, Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir greiða atkvæði með.

38.Frá 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10.11.2023; Fyrirkomulag refa- og minkaveiða

Málsnúmer 202204009Vakta málsnúmer

Á 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 144.fundi landbúnaðarráðs þann 7.apríl 2022 voru lögð fram drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða: Farið yfir samningsdrögin og gerðar á þeim breytingar. Landbúnaðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða með fjórum atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Málið fór aldrei fyrir sveitarstjórn og er því ólokið.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja drög að samningi vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi samningsdrög vegna verktakavinnu við refa- og minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.

39.Frá 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10.11.2023; Umsókn um búfjárhald

Málsnúmer 202310075Vakta málsnúmer

Á 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn dags 14.október sl. sækir Elín María Jónsdóttir um leyfi til búfjárhalds að Hellu.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veita umsækjanda leyfi til búfjárhalds skv. 3.gr. samþykktar um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar nr. 807/2022. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og veitir umsækjanda leyfi til búfjárhalds skv. 3. gr. samþykktar um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, nr. 807/2022.

40.Frá 14. fundi skipulagsráðs þann 08.11.2023 og frá 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10.11.2023; Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið."Niðurstaða:Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "

Á 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 11.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júlí 2023 var tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs. Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum. Eftirfarandi var bókað: Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði. Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Skipulagsráð tók málið fyrir á 14.fundi sínum þann 8.nóvember sl. og var eftirfarandi bókað: Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið." Niðurstaða: Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 14.fundi ráðsins þann 8.nóvember sl. Jafnframt telur umhverfis- og dreifbýlisráð ótímabært að taka afstöðu til hámarkshraða á hafnarsvæðinu á Dalvík og telur þá umræðu eiga að haldast í hendur með vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur til að málinu verði vísað í Umhverfis- og dreifbýlisráð varðandi ráðstafanir um umferðaröryggi meðan deiliskipulagsvinnu og framkvæmdum er ekki lokið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

41.Frá 41. fundi ungmennaráðs þann 03.11.2023; Leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25.nóvember 2023

Málsnúmer 202311018Vakta málsnúmer

Á 41. fundi ungmennaráðs þann 3. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Dagana 24. og 25. nóvember næstkomandi fer fram leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu og býður Samfés allt að þremur fulltrúum til þátttöku. Viðburðurinn er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu börn og ungmenni á aldrinum 13 - 25 ára frá öllum Norðurlöndunum taka þátt. Fundurinn fer fram í Norðurljósasalnum og byrjar dagsksráin klukkan 9:00 á föstudeginum og lýkur kl. 17:00. Á laugardeginum byrjum við aftur klukkan 9:00 og verður fundinum svo slitið klukkan 14:00 Fannar og Sigurður bjóða sig fram til að fara á fundinn. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu ungmennaráðs.

42.Frá 1088. fundi byggðaráðs þann 16.11.2023; Hluthafafundur Norðurbaða hf.

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem stjórn Norðurbaða hf. boðar til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður mánudaginn 27. nóvember 2023, kl. 14:00, í Skútuvogi 8, Reykjavík. Þá geta hluthafar, kjósi þeir það, tekið þátt í fundinum rafrænt í gegnum fjarfundarbúnaðinn Microsoft Teams Meeting. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í gegnum Teams."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri sótti hluthafafund Norðurbaða hf. fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

43.Frá 1089. fundi byggðaráðs þann 23.11.2023; Aðalfundarboð 2023

Málsnúmer 202311074Vakta málsnúmer

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Veiðifélags Svarfaðardalsár, dagsettur þann 14. nóvember sl., þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00 að Rimum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Freyr Antonsson sótti aðalfund Veiðifélags Svarfaðardals fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Jafnframt er gert ráð fyrir framhaldsfundi fyrir áramót og sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að Freyr Antonsson sæki framhaldsfundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 17:46.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs