Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023, heildarviðauka launa, vegna endurútreikninga á launaáætlun vegna nýrra og/eða gildandi kjarasamninga. Heildarfjárhæðin er kr. 29.458.840 sem er þá hækkun umfram þær forsendur sem var lagt af stað með við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og launaáætlunar 2023. Gert var ráð fyrir hækkun launa um 7,7% almennt skv. launavisitölu þar sem kjarasamningum sleppti. Breytingin er því hækkkun umfram þessi 7.7% m.a. vegna eingreiðslna, viðbótargreiðslna o.s.frv. Í minnisblaðinu kemur fram sundurliðun niður á deildir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauka nr. 39, að upphæð kr. 29.458.840 og niður á deildir skv. meðfylgjandi sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."