Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um afslátt til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2024 með uppreikningi á afsláttarfjárhæð og tekjutengingum. Í samræmi við reglurnar er gert ráð fyrir að afsláttarupphæðin taki breytingum samkvæmt meðalbreytingu á fasteignamati húsnæðis hvert álagningarár fyrir Dalvíkurbyggð sem er árið 2024 19,50%. Tekjuviðmið einstaklinga og hjóna/sambýlisfólks tekur breytingum skv. áætlaðri launavísitölu Þjóðhagsspár fyrir yfirstandandi ár sem er 8,90%. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og að fjárhæðir verði eftirfarandi árið 2024: Afsláttur af fasteignaskatti ef 100%, kr. 105.297. Tekjuviðmið einstaklinga, neðri mörk; kr. 5.534.655 og efri mörk; kr. 8.301.982. Tekjuviðmið hjóna/sambýlisfólks, neðri mörk; kr. 7.643.094 og efri mörk; kr. 11.464.642."
Afsláttur af fasteignaskatti ef 100%, kr. 105.297.
Tekjuviðmið einstaklinga, neðri mörk; kr. 5.534.655 og efri mörk; kr. 8.301.982.
Tekjuviðmið hjóna/sambýlisfólks, neðri mörk; kr. 7.643.094 og efri mörk; kr. 11.464.642.