Byggðaráð

1087. fundur 09. nóvember 2023 kl. 13:15 - 17:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ákvörðun um álagningu útsvars árið 2024

Málsnúmer 202311004Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%.

2.Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2024

Málsnúmer 202311005Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja eftirfarandi til við sveitarstjórn:
Álagningarprósentur fastaeignaskatta fyrir A, B, og C flokka verði óbreyttar á milli ára eða 0,50%, 1,32% og 1,65%.
Álagningarprósentur lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára eða 1% af fasteignamati lóðar vegna íbúðahúsalóða, 2,90% vegna atvinnulóða og 3% vegna ræktarlands.
Sorphirðugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu.
Vatnsgjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna vatnsveitu.
Fráveitugjald verði skv. tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu.

Byggðaráð leggur jafnframt til við sveitarstjórn að gjalddagar fasteigna- og þjónustugjalda verði áfram 10 og sá fyrsti 5. febrúar 2024. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

3.Reglur um afslátt á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202311007Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um afslátt til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2024 með uppreikningi á afsláttarfjárhæð og tekjutengingum.

Í samræmi við reglurnar er gert ráð fyrir að afsláttarupphæðin taki breytingum samkvæmt meðalbreytingu á fasteignamati húsnæðis hvert álagningarár fyrir Dalvíkurbyggð sem er árið 2024 19,50%. Tekjuviðmið einstaklinga og hjóna/sambýlisfólks tekur breytingum skv. áætlaðri launavísitölu Þjóðhagsspár fyrir yfirstandandi ár sem er 8,90%.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og að fjárhæðir verði eftirfarandi árið 2024:

Afsláttur af fasteignaskatti ef 100%, kr. 105.297.
Tekjuviðmið einstaklinga, neðri mörk; kr. 5.534.655 og efri mörk; kr. 8.301.982.
Tekjuviðmið hjóna/sambýlisfólks, neðri mörk; kr. 7.643.094 og efri mörk; kr. 11.464.642.

4.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202311006Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 vegna styrks á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka. Lagt er til óbreyttar reglur á milli ára.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi reglum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Gjaldskrár 2024; tillögur fagráða til sveitarstjórnar

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/gjaldskrar#

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2024 eftir umfjöllun í viðkomandi fagráðum:

Gjaldskrár fyrir málaflokk 04:
Leiga húsnæðis í Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Félagsheimilinu Árskógi.
Frístund í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Skólamatur í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Leikskólar.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 05:
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Söluvörur á Bókasafni.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Byggðasafnið Hvoll.
Menningarhúsið Berg, salarleiga fyrir veislur, ráðstefnur og fundi.
Menningarhúsið Berg, tónleikar og aðrir viðburðir þar sem seldur er aðgangur.
Menningarhúsið Berg, myndlistarsýningar og aðrir viðburðir þar sem ekki er seldur aðgangur.
Menningarhúsið Berg, æfingar fyrir kóra í Dalvíkurbyggð.
Menningarhúsið Berg, vinnuaðstaða á annarri hæð í Bergi.

Gjaldskrár fyrir málaflokk 06;
Íþróttasalur í Íþróttamiðstöð.
Sundlaug.
Líkamsrækt.
Líkamsrækt - nemar, elli- og örorkulífeyrisþegar.
Útleiga á Íþróttamiðstöð til stærri viðburða.
Félagsmiðstöðin TÝR; leiga og gisting.


Gjaldskrár og viðmið fyrir málaflokk 02:
Framfærslukvarði.
Akstursþjónusta fatlaðra.
Lengd viðvera.
Matarsendingar.
Heimilsþjónusta.
Meðlag.
Stuðningsfjölskyldur.
NPA.

Gjaldskrár fyrir Framkvæmdasviði:
Hundahald.
Kattahald.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt um gatnagerðargjald

Aðrar gjaldskrár frá Framkvæmdasviði verða til umfjöllunar á næsta fundi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, forstöðumanni safna og menningarhúss, skólastjóra Dalvíkurskóla- og Árskógarskóla og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokka 04, 05 og 06 út frá samræmingu þeirra til dæmis hvað varðar leigu á húsnæði og þrifum eftir því við hvaða svið á,fyrir næsta fund byggðaráðs.
Á fundinum gerði byggðaráð nokkrar breytingartillögur á gjaldskrá fyrir Menningarhúsið Berg.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gjaldskrá TÁT hækki um 4,9%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að yfirfara gjaldskrár málaflokks 06, m.a. með tilliti á leigu á sal og gjald á stökum skiptum vs kort, fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð minnir einnig á bókun íþrótta- og æskulýðsráðs og sveitarstjórnar frá desember 2022 þar sem samþykkt var að öryrkjar og eldri borgarar ( 67 ára og eldri) sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð fái frían aðgang að líkamsrækt sveitarfélagsins eins og sundi frá og með 1. janúar sl. Jafnframt að það komi fram í gjaldskrám öll þau frávik sem eru frá samþykktri gjaldskrá, s.s. til útkallssveitar Börgunarsveitar Dalvíkur og fjölskyldukort.
Byggðaráð samykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám framkvæmdsviðs eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027; milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 362. fundi sveitarstjórnar 7. nóvember sl. þá var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt var að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með upplýsingar um þau verkefni / mál sem mögulega þarfnast umfjöllunar og afgreiðslu á milli umræðna skv. viðbótarupplýsingum eða breyttum forsendum.

a) Samgönguáætlun.
b) Endurnýjun gangstéttar í Mímisvegi og brunahani.
c) 154. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs.
d) Endurbætur á endurbótum á Sundlaug Dalvíkur.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:20.
Gísli fór yfir kostnaðaráætlun frá AVH varðandi 3 mismundandi útfærslur á endurbótum á yfirborðsefnum.

Gísli vék af fundi kl. 14:43.
e) Rafpóstur frá starfsmönnum veitna, samantekt yfir tillögur að framkvæmdum og búnaðarkaupum, dagsett þann 08.11.2023, þar á meðal ósk um kaup á skotbómulyftara.
f) Beiðni um tímabundin stöðuhlutföll í Söfnum frá forstöðumanni safna og menningarhúss.
g) Vatnstankur.
h) Annað.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði inn í fjárfestingaáætlun 2024-2027 framlag Dalvíkurbyggðar vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna skv. samgönguáætlun.
B) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn í fjárhagsáætlun framkvæmd vegna brunahana og gangstéttar í Mímisvegi alls kr. 9.687.087 árið 2024, sbr. upplýsingar frá starfsmönnum framkvæmdasviðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að auka fjárhagsramma deildar 06800 um 7,5 m.kr. en vísar þessum lið til gerðar samninga við íþrótta- og æskulýðsfélögin innan þess ramma sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja í framkvæmdaáætlun endurbætur á Sundlaug Dalvíkur árið 2024 miðað við flísalögn.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessari samantekt til þess ramma búnaðarkaupa og fjárfestinga sem nú er í fjárhagsáætlun. Beiðni um skotbómulyftara er hafnað.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðnir forstöðumanns safna um tímabundin viðbótarstörf annars vegar við Byggðasafnið Hvol og hins vegar við skráningu á ljósmyndum, 100% starf í 6 mánuði í stað 50% starf í 12 mánuði.
g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á framkvæmdaáætlun vatnstakn fyrir Vatnsveitu á framkvæmdaáætlun ársins 2024 í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Faglausn.
h) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka fjárhagsramma 13410 um 2,5 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir djúpdælu fyrir Hitaveitu Dalvíkur árið 2024, 40 m.kr. sbr. tillaga frá starfsmönnum veitna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir 25 m.kr. framkvæmdir árið 2025 vegna skólalóðar Dalvíkurskóla, sbr. mál 202005032 og mál 202309101.

7.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á heitu vatni í íþróttamiðstöð 2023

Málsnúmer 202311008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023.

8.Frá SSNE; Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 202311012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 2. nóvember sl., þar sem fram kemur að föstudaginn 15. september bauð stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands (VMÍ) fulltrúm sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra til kynningarfundar þar sem farið var yfir starfsemi VMÍ og sýn stjórnar á áframhaldandi starf og útvíkkun starfseminnar. Mikil jákvæðni var í garð verkefnisins á fundinum og ljóst að mikill hagur getur verið fyrir VMÍ og sveitarfélögin, að mati fundarmanna,að útvíkka starfsemina. Í framhaldi af fundinum vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku að þróun verkefnisins og því er þetta erindi sent til umfjöllunar. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá SSNE, dagsett þann 22. september 2023.
Byggðaráð þakkar boðið en hefur ekki hug á að taka þátt í verkefninu.

9.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

á 358. fundi sveitarstjórnar þann 25. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með ofangreindur forgangslisti vegna ársins 2023.
Frestað til næsta fundar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarféalga; Fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 936. frá 27. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:27.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs