Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, í gegnum TEAMS fund kl. 14:15.
Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 2. nóvember sl., þar sem fram kemur að föstudaginn 15. september bauð stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands (VMÍ) fulltrúm sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra til kynningarfundar þar sem farið var yfir starfsemi VMÍ og sýn stjórnar á áframhaldandi starf og útvíkkun starfseminnar. Mikil jákvæðni var í garð verkefnisins á fundinum og ljóst að mikill hagur getur verið fyrir VMÍ og sveitarfélögin, að mati fundarmanna,að útvíkka starfsemina. Í framhaldi af fundinum vill stjórn VMÍ formlega kanna hug sveitarfélaganna til þátttöku að þróun verkefnisins og því er þetta erindi sent til umfjöllunar. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá SSNE, dagsett þann 22. september 2023.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar boðið en hefur ekki hug á að taka þátt í verkefninu."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 5. desember 2023, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 2. nóvember sl. Fram kemur að SSNE sendir fyrir hönd stjórnar VMÍ erindi á sveitarfélögin varðandi hug sveitarfélagana gagnvart þátttöku í áframhaldandi þróun Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Var þar horft til breiðari þátttöku sveitarfélaga sem og fjölbreyttari vetraríþrótta. Ekki er gert ráð fyrir fjárhagslegri skuldbindingu frá sveitarfélögunum heldur aðeins viljayfirlýsingu um þátttöku í þróunarvinnu. Nokkur sveitarfélög hafa nú samþykkt erindið, en önnur hafa óskað eftir frekari upplýsingum og er boðið upp á stuttan kynningarfund.
Til umræðu ofangreind.
Díana vék af fundi kl. 14:40