Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45.
Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15 Björk Hólm Þorsteinsdótti, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Olga Magnúsdóttir og Helga Hlín Guðlaugsdóttir frá Gagarín í gegnum TEAMS, og frá menningarráði Lovísa María Sigurgeirdóttir, formaður, Jóhann Már Kristinsson, varaformaður, og Heiða Hilmarsdóttir. Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023. Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað: Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um niðurstöður úr vinnustofu sem haldin var 3.mars 2023 um stefnumótun fyrir Menningarhús og söfn Dalvíkurbyggðar; Byggðasafnið, Héraðssjalasafn og Bókasafn. Ásta Helga og Olga Hlín frá Gagarín kynntu niðurstöðurnar. Til umræðu ofangreint. Ásta Helga og Olga Hlín viku af fundi kl. 14:03.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gagarín fyrir kynninguna. Frekari umfjöllun er frestað þar til vinnuhópur um húsnæðismál sveitarfélagsins hefur skilað tillögum sínum til byggðaráðs."
Tillögur frá vinnuhópi um húsnæðismál sveitarfélagsins liggja ekki fyrir en í fjárhagsáætlun 2024 er forstöðurmaður safna með heimild til að ráða tímabundið í 50% starf frá janúar- júní 2024. Þessi starfsmaður myndi hafa umsjón með allri skráningu muna og halda utan um flutninga og endurskipulagningu varðveislurýmis í Ráðhúsinu á meðan á framkvæmdum stendur.
Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:19