Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 18. janúar 2024, þar sem fram kemur að ráðuneytið er með til skoðunar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga hvort tilefni sé til að leggja til breytingar á lögum þar sem fjallað yrði um gjöld sem sveitarfélög innheimta nú á einkaréttarlegum grundvelli vegna skipulagsmála og lóðaútlutana. Með lagasetningu yrði þá m.a. setefnt að samræmingu og auknu gegnsæi varðandi gjaldtöku vegna innviðauppbyggingar samhliða húsnæðisuppbyggingu. Til að leggja mat á áhrif mögulegra lagabreytinga af þessu tilefni er þörf á upplýsingum hvernig álagning og innheimtu gjalda er háttað hjá hverju sveitarfélagi. Fram kemur ósk um að sveitarfélagið sendi ráðuneytinu fyrir 23. febrúar nk. umbeðnar upplýsingar og/eða sjónarmið sveitarfélagsins sem fram koma í 7. liðum í erindi ráðuneytisins.