Vinnuhópur Gagarín

Málsnúmer 202301098

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 94. fundur - 31.01.2023

Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.
Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars.

Fræðsluráð - 279. fundur - 08.02.2023

Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023."

Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:
"Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins.

Byggðaráð - 1071. fundur - 15.06.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15 Björk Hólm Þorsteinsdótti, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Olga Magnúsdóttir og Helga Hlín Guðlaugsdóttir frá Gagarín í gegnum TEAMS, og frá menningarráði Lovísa María Sigurgeirdóttir, formaður, Jóhann Már Kristinsson, varaformaður, og Heiða Hilmarsdóttir.

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023.
Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:
Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um niðurstöður úr vinnustofu sem haldin var 3.mars 2023 um stefnumótun fyrir Menningarhús og söfn Dalvíkurbyggðar; Byggðasafnið, Héraðssjalasafn og Bókasafn.

Ásta Helga og Olga Hlín frá Gagarín kynntu niðurstöðurnar.

Til umræðu ofangreint.

Ásta Helga og Olga Hlín viku af fundi kl. 14:03.
Byggðaráð þakkar Gagarín fyrir kynninguna.
Frekari umfjöllun er frestað þar til vinnuhópur um húsnæðismál sveitarfélagsins hefur skilað tillögum sínum til byggðaráðs.

Menningarráð - 96. fundur - 28.06.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður í lokaskýrslu frá Gagarín.
Menningarráð þakkar Björk Hólm, fyrir góða kynningu. Menningarráð felur Björk Hólm að halda áfram með verkefnið og greina kostnað varðandi myndlýsingu. Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að myndlýsa verkefnið til þess að upplýsa íbúa og gesti um framtíðarsýn safnamála í Dalvíkurbyggð.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir stöðuna á verkefninu og hugmyndir um næstu skref
Lagt fram til kynningar. Menningarráð leggur til að unnið verði áfram í verkefninu.

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45.

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15 Björk Hólm Þorsteinsdótti, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Olga Magnúsdóttir og Helga Hlín Guðlaugsdóttir frá Gagarín í gegnum TEAMS, og frá menningarráði Lovísa María Sigurgeirdóttir, formaður, Jóhann Már Kristinsson, varaformaður, og Heiða Hilmarsdóttir. Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023. Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað: Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um niðurstöður úr vinnustofu sem haldin var 3.mars 2023 um stefnumótun fyrir Menningarhús og söfn Dalvíkurbyggðar; Byggðasafnið, Héraðssjalasafn og Bókasafn. Ásta Helga og Olga Hlín frá Gagarín kynntu niðurstöðurnar. Til umræðu ofangreint. Ásta Helga og Olga Hlín viku af fundi kl. 14:03.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gagarín fyrir kynninguna. Frekari umfjöllun er frestað þar til vinnuhópur um húsnæðismál sveitarfélagsins hefur skilað tillögum sínum til byggðaráðs."

Tillögur frá vinnuhópi um húsnæðismál sveitarfélagsins liggja ekki fyrir en í fjárhagsáætlun 2024 er forstöðurmaður safna með heimild til að ráða tímabundið í 50% starf frá janúar- júní 2024. Þessi starfsmaður myndi hafa umsjón með allri skráningu muna og halda utan um flutninga og endurskipulagningu varðveislurýmis í Ráðhúsinu á meðan á framkvæmdum stendur.

Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:19
Til umræðu húsnæðismál Byggðasafnsins, unnið verður áfram að verkefninu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Björk og Gísla til fundar eftir tvær vikur.

Byggðaráð - 1096. fundur - 15.02.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. voru húsnæðismál Byggðasafnins Hvols áfram til umræðu. Fram kom að unnið verður áfram að verkefninu og samþykkt að fá forstöðumann safna og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs aftur á fund eftir 2 vikur.

Björk Hólm og Gísli gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hefur farið fram á milli funda.


Björk og Gísli viku af fundi kl. 13:35.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegna sumarstarfa í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að húsnæði safnsins verði sett á söluskrá.
d)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna og að byggðaráð muni eiga fund með forstöðumanni og sviðsstjóra fyrir Páska og staða mála rædd.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. voru húsnæðismál Byggðasafnins Hvols áfram til umræðu. Fram kom að unnið verður áfram að verkefninu og samþykkt að fá forstöðumann safna og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs aftur á fund eftir 2 vikur. Björk Hólm og Gísli gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hefur farið fram á milli funda. Björk og Gísli viku af fundi kl. 13:35. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegna sumarstarfa í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að húsnæði safnsins verði sett á söluskrá. d)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna og að byggðaráð muni eiga fund með forstöðumanni og sviðsstjóra fyrir Páska og staða mála rædd."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá bókun byggðaráðs að forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála er falið að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegan sumarstarfa í Hvoli í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að húsnæðið Byggðasafns Hvols verði sett á söluskrá.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að áfram verður unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna.

Byggðaráð - 1113. fundur - 27.06.2024

Í lok fundar fór byggðaráð ásamt sveitarstjóra í heimsókn í húsnæði Byggðasafnsins í kjallara Ráðhúss Dalvikur en þar er búið að koma hluta af munun safnsins fyrir á meðan að húsnæðismál Byggðasafsnins eru í vinnslu.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúss, tók á móti byggðaráði og sveitarstjóra, kl. 15:15.

Björk vék af fundi kl. 15:55.
Lagt fram til kynningar.