Byggðaráð

1071. fundur 15. júní 2023 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá forstöðumanni safna; Vinnuhópur Gagarín

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15 Björk Hólm Þorsteinsdótti, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Olga Magnúsdóttir og Helga Hlín Guðlaugsdóttir frá Gagarín í gegnum TEAMS, og frá menningarráði Lovísa María Sigurgeirdóttir, formaður, Jóhann Már Kristinsson, varaformaður, og Heiða Hilmarsdóttir.

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023.
Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:
Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um niðurstöður úr vinnustofu sem haldin var 3.mars 2023 um stefnumótun fyrir Menningarhús og söfn Dalvíkurbyggðar; Byggðasafnið, Héraðssjalasafn og Bókasafn.

Ásta Helga og Olga Hlín frá Gagarín kynntu niðurstöðurnar.

Til umræðu ofangreint.

Ásta Helga og Olga Hlín viku af fundi kl. 14:03.
Byggðaráð þakkar Gagarín fyrir kynninguna.
Frekari umfjöllun er frestað þar til vinnuhópur um húsnæðismál sveitarfélagsins hefur skilað tillögum sínum til byggðaráðs.

2.Frá forstöðumanni safna; Ástandsskoðun á byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi.
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk.
b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið.
Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst.

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, dagssett 30.maí 2023, þar sem hún kallar eftir ákvörðun eða samtali varðandi framhald flutninga í Hvoli.

Lovísa María, Jóhann Már og Heiða viku af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í.

3.Frá forstöðumanni safna; Nýtt hljóðkerfi í Berg - viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202306020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.552.257.- til kaupa á nýju hljóðkerfi í Menningarhúsið Berg.

Björk og Gísli viku af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, nr. 19 við fjárhagsáætlun 2023 þannig að liður 05610 - 2810 hækki um kr. 2.552.257.- viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu.

5.Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2023

Málsnúmer 202304163Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mat stjórnenda á stöðu bókhalds vs. fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar - mars 2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Erindi tekið fyrir á 1070.fundi byggðaráðs þann 8.júní sl. og eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd. Vísað til næsta fundar byggðaráðs."

Á 150. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Samantekt á uppbyggingu troðaraaðstöðu í lok maí 2023:
Skíðafélagið hefur spurt hvort það sé inn í myndinni að fara frekar í að gera hús sem er steypt og byggt inn í landið þannig byggingin falli betur að landslaginu. Þetta byggist á gömlum hygmyndum sem hafa verið ræddar með forsvarsmönnum skíðafélagsins.
Skíðafélagið áætlar að það kosti 60 milljónir meira en að reisa stálgrindarhús. Það eru ekki til kostnaðaráætlanir eða teikningar af slíku húsi og er því ekki hægt að staðfesta þessar tölur. Það er í raun ekki til nægilegar upplýsingar til að meta þetta þannig að hægt sé að segja já á þessari stundu.
Það sem þarf að gera er að taka afstöðu til þess hvort við samþykkjum að hluti af því uppbyggingarfjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til að láta teikna og kostnaðargreina þessa byggingu.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum þann 8. júní sl. að hluti af því fjármagni sem hefur verið samþykkt til skíðafélagsins verði notað til þess að teikna og kostnaðargreina ofangreinda hugmynd.
Ofangreint til umræðu og upplýsinga. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verður vinnuhópur um ofangreint verkefni.
Tilefndir frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur;
Hörður Finnbogason og Óskar Óskarsson, Sigurður Guðmundsson til vara.
Tilnefndir frá Dalvíkurbyggð; Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Freyr Antonsson, Helgi Einarsson til vara.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir fund sveitarstjórnar.

7.Frá SSNE; Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elías Pétursson, verkefnastjóri, Kjartan Ingvarsson, frá umhverfis- orku, og loftlagsráðuneytinu, og Kristín Helga Schiöth frá SSNE, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs, kl. 14:00. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag. Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00. Til umræðu ofangreint. Elías, Kjartan, Kristín Helga og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:20.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 16. febrúar 2023, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að sameiginlegri viljayfirýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuvers í Eyjafjarðar sem SSNE óskar eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau eru tilbúin að standa að viljayfirlýsingunni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viljayfirlýsingu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði."


Með fundarboði fylgja drög að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði. Óskað er eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar til þátttöku í stofnun þróunarfélags um verkefnið. Ekki er gert ráð fyrir því að kostnaður falli á sveitarfélagið vegna þessa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í stofnun þróunarfélags.

8.Fundargerðir Sambandsins 2023

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynningar fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 928 frá 2.júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs