Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15 Björk Hólm Þorsteinsdótti, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Olga Magnúsdóttir og Helga Hlín Guðlaugsdóttir frá Gagarín í gegnum TEAMS, og frá menningarráði Lovísa María Sigurgeirdóttir, formaður, Jóhann Már Kristinsson, varaformaður, og Heiða Hilmarsdóttir.
Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 279. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumanni safna og Menningarhúss Bergs dags.18.01.2023, þar sem hún er bjóða fulltrúum úr fræðsluráði til að taka þátt í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til með fimm atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon, taki þátt í vinnufundi 3. mars 2023.
Á 94.fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:
Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, kynnti verkefnið og óskaði eftir þátttöku menningarráðs í verkefninu.Niðurstaða:Menningarráð fagnar verkefninu. Menningarráð mætir í verkefnið 3. mars.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þær tillögur að Benedikt Snær Magnússon og menningarráð taki þátt í vinnuhópi og í grunnvinnu fyrir framtíðarsýn Byggðasafnsins."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um niðurstöður úr vinnustofu sem haldin var 3.mars 2023 um stefnumótun fyrir Menningarhús og söfn Dalvíkurbyggðar; Byggðasafnið, Héraðssjalasafn og Bókasafn.
Ásta Helga og Olga Hlín frá Gagarín kynntu niðurstöðurnar.
Til umræðu ofangreint.
Ásta Helga og Olga Hlín viku af fundi kl. 14:03.
Frekari umfjöllun er frestað þar til vinnuhópur um húsnæðismál sveitarfélagsins hefur skilað tillögum sínum til byggðaráðs.