Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1071. fundur - 15.06.2023

Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland.

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland."
Þessum lið er frestað.

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað: Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland. Þessum lið er frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkurinn verði nýttur til hönnunar og uppbyggingar á Böggi og Brúarhvammsreit í samráði við íbúa. Vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Á 1071.fundi byggðaráðs þann 15.júní 2023 var samþykkt að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verði gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni þau myndu vilja að nytu styrkjarins sem er að upphæð kr. 1.500.000. Þessi ákvörðun var staðfest á 360.fundi sveitarstjórnar og jafnframt var byggðaráði falið að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland.
Byggðaráð tók málið fyrir á 1074.fundi sínum þann 13.júlí sl. og hvarf þá frá því að auglýsa eftir tillögum á Betra Ísland og var eftirfarandi bókað; byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkurinn verði nýttur til hönnunar og uppbyggingar á Böggi og Brúarhvammsreit í samráði við íbúa. Vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá íbúum í gegnum Betra Ísland varðandi það hvernig á að ráðstafa styrknum í Böggi og Brúarhvammsreit.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir að upplýsingafulltrúi komi ofangreindu í ferli.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 16. fundur - 05.01.2024

Undir þessum lið kom á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs Friðjón Árni Sigurvinsson upplýsingafulltrúi.

Fyrir fundinum liggja hugmyndir frá íbúum varðandi ráðstöfun á styrk til uppbyggingar í Bögg og Brúarhvammsreit. Auglýst var eftir hugmyndum á betraisland.is með það að markmiði að fá fram margar mismunandi hugmyndir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur ljóst að niðurstaða könnunnar meðal íbúa hafi ekki náð markmiði sínu, þar sem einungis sjö tillögur bárust. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leita eftir samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um hönnun reitanna.
Friðjón Árni vék af fundi kl. 8:40