Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer
a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög.
Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.
b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).
c) Mögulegar breytingar á málaflokkum.
Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.
d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan.
d) Fleira ?