Byggðaráð

1074. fundur 13. júlí 2023 kl. 13:15 - 16:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306087Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað: Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland. Þessum lið er frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkurinn verði nýttur til hönnunar og uppbyggingar á Böggi og Brúarhvammsreit í samráði við íbúa. Vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

3.Frá Slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka 0721 slökkvilið - vegna a) Fiskidagsins mikla og b) nýrra kjarasamninga.

Málsnúmer 202307025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 10. júlí 2023, þar sem Slökkviliðsstjóri óskar efir launaviðauka við deild 07210 að upphæð kr. 2.529.462 vegna a) kr. 2.023.750 vegna breytinga í launaröðun vegna nýrra kjarasamninga sem og samkvæmt starfsheitum og löggildingum og b) kr. 505.712 vegna viðbótar vakta slökkviliðsmanna vegna Fiskidagsins mikla. Fram kemur að ákveðið hefur verið að manna vaktir bæði föstudags- og laugardagskvöld þar sem undanfarnar Fiskidagshelgar hefur Slökkvilið Dalvíkur ítrekað verið kallað út þessi kvöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá Slökkvliðsstjóra að upphæð kr. 2.529.462, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 07210- laun en að kr. 505.712 verði fært með millifærslum á deild 05710 - sem heldur utan um aukakostnað vegna Fiskidagsins mikla. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2024 - fyrstu drög.

Á síðasta fundi byggðaráðs var ofangreint til umfjöllunar og lagt fram til kynningar.

b) Verkefni byggðaráðs skv. tímaramma.
b.1 Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslur, forgangsröðun og stefnu
b.2 Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
b.3. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).

c) Mögulegar breytingar á málaflokkum.
Áframhaldandi til umræðu mögulegar breytingar á málaflokkum og/eða deildum hvað varðar úthlutanir á fjárhagsrömmum út frá verkefnum og starfsemi, s.s. ný verkefni inn, verkefni út, ný lög og/eða reglugerðarbreytingar, breyttar áherslur.

d) Frumdrög að fjárhagsramma 2024 - útgáfa #1.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma 2024 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin byggja á gildandi áætlun 2023 með viðaukum sem falla hafa til á árinu og ættu mögulega að fljóta áfram inn á næsta ár. Forendur eru settar miðað við það sem fram kemur í gögnum í lið a) hér að ofan.

d) Fleira ?
a) -d) lagt fram.

5.Gjaldskrár 2024 - til umræðu

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Til umræðu í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og forsendugerð.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Skráning á fjármálaráðstefnu 2023

Málsnúmer 202307022Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. júlí sl. þar sem fram kemur að skráning á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2023 er hafin. Ráðstefnan fer fram 21. - 22. sepember nk. á Hilton Reykjavík Norica.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð, sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sæki ráðstefnuna sem fyrr.

7.Frá Bændasamtökum Íslands; Erindi til sveitarfélaga

Málsnúmer 202307019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands, dagsett þann 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu/ágang búfjár. Vísað er í þá umræðu sem að einhverju leiti hefur skapast í kjölfar álits frá Umboðsmanni Alþings og úrskurðar frá dómsmálaráðuneytinu frá því í október sl. og janúar sl. Í ljósi þessa vilja Bændasamtökin koma á framfæri nokkrum atriðum í samantekt þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöngu og ágang búfjár og það álitaefni hvort lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum geti talist ágangur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu bréfi til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.

8.Frá Ektaböðum ehf.; Selárlandið til uppbyggingar

Málsnúmer 202306065Vakta málsnúmer

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var efirfarandi bókað:
a)"Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu."
b) Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu"
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leigu til Ektabaða ehf. á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna Ektaböðum ehf. um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka til skoðunar notkunarmöguleika svæðisins og þá jafnvel með í huga að landið verði þróunarsvæði.

9.Frá 125. fundi veitu- og hafnaráðs þann 30. júní sl.; Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 1073. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnarráð tók málið fyrir á 123.fundi sínum þann 5.apríl sl. og var eftirfarandi bókað:
Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Á 1064.fundi byggðaráðs þann 13.apríl var eftirfarandi bókað: Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí.
Íbúafundur var haldinn 3.maí í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.

Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðaráð að skoðað verði að bjóða út réttindi til virkjunar Brimnesár. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta ofangreindu máli."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hugur íbúa sveitarfélagsins verði kannaður gagnvart útboði á virkjunarframkvæmdum í Brimnesá.

10.Frá Knattspyrnudeild UMFS; Umsókn um uppsetningu skiltis

Málsnúmer 202306164Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:36.

Tekin fyrir umsókn frá Birni Friðþjófssyni, fyrir hönd Knattspyrnudeildar UMFS, móttekið 29. júní sl. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp LED auglýsingaskilti sem er 2x3 m á stærð. Staðsetning á því er upp á kanti milli þjóðvegar og íþróttasvæðis UMFS, upp á bakkanum við veginn þar sem keyrt er inn á íþróttasvæðið. Gert er ráð fyrir að núverandi skiltum sem eru þarna á bakknum muni fækka.

Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa þá er um byggingaleyfisskylda framkvæmda að ræða. Í deiliskipulagi íþróttasvæðisins segir: "Auglýsingaskilti skulu einungis beinast að gestum svæðisins til að minnka áreiti á nærliggjandi umhverfi og umferð". Meta þarf m.a. hvort að áformin samræmist deiliskipulagi og hvort þörf sé á grenndarkynningu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umbeðin frekari gögn með umsókninni, dagsett þann 4. júlí sl. Fram kemur m.a. að ávallt verður kveikt á skjánum en hægt er að stýra ljósmagni eða slökkva á skjánum ef þess þarf. Meðfylgjandi eru einnig upplýsingar á mynd um fyrirhugaða staðsetningu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda umsókn, með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Byggðaráð áréttar að þessi framkvæmd er byggingarleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Felix Rafn tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

11.Frá HHS verktökum ehf.; Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 10

Málsnúmer 202306084Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:38 undir þessum lið.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið kl. 15:38 vegna vanhæfis sem næsti nágranni.

Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."

Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu.

12.Frá Jóhannesi Agli Árnasyni; Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40ft gám

Málsnúmer 202306077Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn að nýju kl. 15:52.

Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "Jóhannes Egill Árnason kt. , Akursíðu 8 603 Akureyri, sækir um stöðuleyfi vegna 20 feta geymslugáms sem nýta á sem geymslu við framvæmdir á lóðinni Bárugötu 12 á Dalvík.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."

Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn byggðaráðs um veitingu stöðuleyfis.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

13.Frá Jóhannesi Agli Árnasyni; Umsókn um byggingaleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 202307003Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsókn dagsett þann 29. júní sl. leyfi og uppdrættir af fyrirhuguðum bílskúr við Bárugötu 12 ásamt endurbótum á íbúðahúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafullrúa þá þarf byggðaráð að taka afstöðu til um að setja málið í grenndarkynningu ef byggðaráð sér fyrir sitt leyti ekkert þessu til fyrirstöðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga að fyrirhuguðum bílskúr ásamt endurbótum á íbúðarhúsi verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa á Bárugötu 10, 11 og 13, Ægisgötu 3 og 5.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

14.Frá Sverri Bergssyni; Umsókn um byggingaleyfi. Sjávargata 6B, Árskógssandi, ósk um niðurrif og nýbyggingu á lóð.

Málsnúmer 202307005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sverri Bergssyni, dagsett þann 6. júli þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús við Sjávargötu 6B á Árskógssandi og byggja annað í staðinn. Gert er ráð fyrir að nýja húsið verði aðeins stærra en það sem fyrir er og því þarf að gera grenndarkynningu áður en hægt er að afgreiða umsókn um byggingaleyfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga um að rífa húsið við Sjávargötu 6B á Árskógssandi verði rifið og annað byggt í staðinn verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

15.Frá Friðriki Þórarinssyni; Umsókn á framkvæmdasviði - ósk um byggingaleyfi vegna íbúðarhúss og hesthúss

Málsnúmer 202307006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júli sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að bygginga íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegan þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu.

Brekkukot - íbúðarhús og skemma 2023
Kristján Eldjárn Hjartarson sækir f.h. eigenda Brekkukots (landeignarnúmer L151911) um byggingarleyfi vegna byggingar skemmu (hesthúss) og íbúðarhúss á jörðinni. Erindinu fylgir hnitsett afstöðumynd dags. 21. júní 2023 unnin af Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni.

Ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu og því leggur byggðaráð til að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar (innan 300 metra) lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. Grenndarkynningin skal ná til Snerru, Jarðbrúar, Brekkukots.

16.Frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur; Umsókn um byggingaleyfi

Málsnúmer 202307007Vakta málsnúmer

Á 58. fundi byggingafulltrúa þann 11. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"2306022 - Öldugata 22, Bruggsmiðjan Kaldi- uppsetning fjarskiptaloftnets 2023
Íslandsturnar Sendastaðir ehf. kt. 430321-1450, Ármúla 6 108 Reykjavík, sækja um byggingarleyfi vegna uppsetningar fjarskiptamasturs á húsnæði Bruggverksmiðjunnar Kalda við Öldugötu 22 á Árskógsströnd. Erindinu fylgir uppdráttur frá Sigurði Lúðvík Stefánssyni dags. 2023-07-03.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."

Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn um leyfisveitinguna.





Byggðaráð gerir ekki athugasemd við veitingu byggingaleyfis. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

17.Frá Skipulagsstofnun; 202209060 - Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað um ofangreint mál:
"Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Gunnar Kristinn Guðmundsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur undir umsögn ráðsins hvað varðar matskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til umfjöllunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði."Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Veitu- og hafnaráð leggur til að leitað verði sérfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins gagnvart nýtingarétti Norðurorku á Syðri-Haga vegna hugsanlegrar tenginga á milli jarðhitasvæða á Birnunesborgum.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir þá tillögu að leitað verði sérfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins gagnvart nýtingarétti Norðurorku á Syðri-Haga vegna hugsanlegrar tenginga á milli jarðhitasvæða á Birnunesborgum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur þann 6. júli sl., þar sem meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu ofangreindar framkvæmdar. Niðurstaðan er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og kærufrestur er til 11. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Kötlu ehf. byggingafélagi; Umsókn um byggingaleyfi - Lyngholt 4-10

Málsnúmer 202307017Vakta málsnúmer

Á 10. fundi skipulagsráðs þann 10. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf. vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts
4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags.
25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m²
og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti
4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð
úr 5,2 m í 4.5 m.
Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14.
Flatarmál sameinaðra lóða verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600
m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Niðurstaða : Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á
grenndarkynningartímabili.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"

Grenndarkynningin var til og með 12. júlí.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingartillöguna ef ekki hafa borist andmæli á grenndarkynningartímabili.

19.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11, frá 07.07.2023

Málsnúmer 2307002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá
a) ákvörðun um gjaldfjálsa sorpförgun og lengri opnunartími.
b) kostnaður vegna tiltektardags.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; ungbarnarólur - ákvörðun um ráðstöfun af fjárhagsáætlun ársins 2023.
Liður 12 er sér liður á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umhirða og umgengni á lóðum í Dalvíkurbyggð. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Framkvæmdasvið að auglýstur verði tiltektardagur á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Íbúar verði hvattir til að taka til og snyrta sitt nærumhverfi, að auglýstur verði lengri opnunartími á gámasvæði og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag.
    Ráðið leggur einnig til að Framkvæmdasvið sendi ábendingar til allra fyrirtækja og rekstraraðila í sveitarfélaginu þar sem þeim er bent á hentugar förgunarleiðir.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til að í vinnu við fjárhagsáælun 2024 verði gert ráð fyrir fjármunum í sérstaka tiltektardaga og hreinsunarátak í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um tiltektardag á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Byggðaráð samþykkir jafnframt tillögu um lengri opnunartíma á gámasvæði með fyrirvara um samþykki rekstraraðila gámasvæðisins og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag frá íbúðarhúsnæði.
  • Með rafpósti, dagsettum 17. júní 2023, bendir Ingunn Hekla Jónsdóttir á skort á ungbarnarólum á leiksvæðum á Dalvík, en engin ungbarnaróla er á öðrum leiksvæðum en við Krílakot. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að skoða hvort tvær nýjar ungbarnarólur rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023. Ráðið leggur til að settar verði upp ungbarnarólur á leiksvæðin á Árskógssandi og í Skógarhólum.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila kaup á tveimur nýjum ungbarnarólum sé svigrúm innan heimildar á fjárfestingaáætlun, lið 32200-leiktæki. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu umhverfis-og dreifbýlisráðs um staðsetningar.
  • Lögð fram til umsagnar skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra unnin af Jónasi Smára Lúðvíkssyni. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að megnið af skurðum í landi Dalvíkurbyggðar eru í notkun vegna landbúnaðarstarfsemi. Einungis skurðir í Höfða væru að einhverju leiti hentugir í endurheimt votlendis.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda umsögn umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Fundi slitið - kl. 16:28.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs