Selárlandið

Málsnúmer 202306065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10. fundur - 20.06.2023

Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd).
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að hafna erindinu og bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var efirfarandi bókað:
a)"Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd).Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu."
b) Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu"
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leigu til Ektabaða ehf. á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs um að hafna Ektaböðum ehf. um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka til skoðunar notkunarmöguleika svæðisins og þá jafnvel með í huga að landið verði þróunarsvæði.

Byggðaráð - 1075. fundur - 27.07.2023

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð.