Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.