Umhverfis- og dreifbýlisráð

11. fundur 07. júlí 2023 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson boðaði forföll og Anna Kristín Guðmundsdóttir sat fundinn í hans stað.
Í upphafi fundar lagði formaður til að máli 202306050 - Öryggismál á hafnarsvæði yrði bætt á dagskrána. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Bæjarrými í Dalvíkurbyggð - sumarverkefni með Nýsköpunarsjóði námsmanna

Málsnúmer 202307008Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu þau Auður Ingvarsdóttir, Pétur Guðmundsson í fjarfundi og kynntu sumarverkefnið Bæjarrými í Dalvíkurbyggð, sem er verkefni stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Auði og Pétri fyrir kynninguna og er spennt að sjá útkomuna á verkefninu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 202303202Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdum ársins 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar yfirferðina.

3.Umhirða og umgengni í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202306175Vakta málsnúmer

Til umræðu umhirða og umgengni á lóðum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Framkvæmdasvið að auglýstur verði tiltektardagur á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Íbúar verði hvattir til að taka til og snyrta sitt nærumhverfi, að auglýstur verði lengri opnunartími á gámasvæði og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag.
Ráðið leggur einnig til að Framkvæmdasvið sendi ábendingar til allra fyrirtækja og rekstraraðila í sveitarfélaginu þar sem þeim er bent á hentugar förgunarleiðir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til að í vinnu við fjárhagsáælun 2024 verði gert ráð fyrir fjármunum í sérstaka tiltektardaga og hreinsunarátak í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

5.Erindi vegna hjólasígs - fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202305062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 7. maí 2023, frá Gittu Unn Ármannsdóttur þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi þess að gerður sé hjólastígur alla leið frá Dalvík að sveitarfélagsmörkum með lagningu Dalvíkurlínu 2.
Umhverfis- og dreifbýlisráðs tekur undir bókun byggðarráðs frá 3. júlí 2023 þar sem ítrekað er að stígurinn sé í hönnun í heild sínni og að stígurinn verði lagður alla leið þegar samþykki fæst frá öllum landeigendum sem hlut eiga að máli. Fyrir liggur að tveir landeigendur sunnan Árskógarskóla hafa hafnað því að stígurinn verði lagður og ákvörðun byggðaráðs sem vísað er til er tekin á grundvelli þess.
Erindinu er vísað í fjárhagsáætlun 2024-2026.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2024; Svæði - endurbætur á heimreið

Málsnúmer 202305114Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur 27. maí 2023 frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni þar sem ábúendur í Svæði fara þess á leit við sveitarfélagið að farið verði í endurbætur og malbikun á heimreiðinni að Svæði.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að skoða og fara yfir viðmiðunareglur sveitarfélagsins um viðhald á heimreiðum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2024; Ungbarnarólur á Dalvík

Málsnúmer 202306079Vakta málsnúmer

Með rafpósti, dagsettum 17. júní 2023, bendir Ingunn Hekla Jónsdóttir á skort á ungbarnarólum á leiksvæðum á Dalvík, en engin ungbarnaróla er á öðrum leiksvæðum en við Krílakot.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að skoða hvort tvær nýjar ungbarnarólur rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023. Ráðið leggur til að settar verði upp ungbarnarólur á leiksvæðin á Árskógssandi og í Skógarhólum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun 2024; Umferðaeyjur við Hólaveg

Málsnúmer 202306088Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 19. júní 2023, leggur Felix Rafn Felixson fram þá tillögu að breytingar verði gerðar á Hólavegi á þann hátt að grasbali utan við gangstétt verð fjarlægður og að bílastæði komi í staðinn.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tillöguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 15. júní 2023, gerir Sigríður Magnúsdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar athugasemdir við losunarstaði fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla. Hún bendir á að báðir losunarstaðir séu reknir án starfsleyfis auk þess sem starfsemin samræmist ekki reglum um Friðland Svarfdæla og sé ekki heimild fyrir í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum frá Dalvíkurbyggð um hvernig sveitarfélagið hyggst bregðast við ábendingunum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við skipulagsráð að finna aðra losunarstaði sem eru í samræmi við stefnu gildandi Aðalskipulags og sækja um starfsleyfi fyrir nýjum stöðum.
Flutningur á losunarstöðum úr Höfða og hreinsun á núverandi svæðum er vísað til fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Vegna losunar á úrgangi innan marka Friðlands Svarfdæla í landi Hrísa.

Málsnúmer 202305063Vakta málsnúmer

Með rafpósti, dagsettum 9. maí 2023, gerir Hjörleifur Hjartarson landvörður athugasemdir við losun á úrgangi innan marka Friðlands Svarfdæla í landi Hrísa sem stangast á við markmið verndaráætlunar Friðlands Svafdæla.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar í afgreiðslu í lið 9.
Flutningur á losunarstöðum úr Höfða og hreinsun á núverandi svæðum er vísað til fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Til umhverfisráðs - eyðing á kerfli og lúpínu

Málsnúmer 202306092Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 20. júní 2023, leggur Hjörleifur Hjartarson til aukna áherslu á baráttu gegn lúpínu, kerfli og öðrum ágengum plöntum í landi sveitarfélagsins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2026.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

12.Til umsagnar Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202306093Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra unnin af Jónasi Smára Lúðvíkssyni.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að megnið af skurðum í landi Dalvíkurbyggðar eru í notkun vegna landbúnaðarstarfsemi. Einungis skurðir í Höfða væru að einhverju leiti hentugir í endurheimt votlendis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs.
Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði.
Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar