Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Silja Pálsdóttir vék af fundi kl. 10:30
Með fundarboði fylgdu punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu voru boðaðir.

Rædd voru öryggismál og farið yfir það sem má betur fara í öryggismálum og skráð niður þau atriði sem aðilar voru sammála um að þyrfti að huga að.
Veitu - og hafnarráð, vísar málinu til umhverfisráðs til umræðu og ákvörðunartöku.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs.
Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði.
Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2.

Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið."
Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn.

Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Á 11.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júlí 2023 var tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs. Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum. Eftirfarandi var bókað: Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði. Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð tók málið fyrir á 14.fundi sínum þann 8.nóvember sl. og var eftirfarandi bókað: Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið." Niðurstaða: Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.


Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 14.fundi ráðsins þann 8.nóvember sl. Jafnframt telur umhverfis- og dreifbýlisráð ótímabært að taka afstöðu til hámarkshraða á hafnarsvæðinu á Dalvík og telur þá umræðu eiga að haldast í hendur með vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 14. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið."Niðurstaða:Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "

Á 15. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 11.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júlí 2023 var tekið fyrir erindi sem vísað var til Umhverfis- og dreifbýlisráðs af 125. fundi Veitu- og hafnarráðs. Erindið varðar öryggismál á hafnarsvæðinu. Punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. fylgdi erindinu þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu fóru yfir það sem má betur fara í öryggismálum. Eftirfarandi var bókað: Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi frá lögreglunni boðaður til að fara yfir hámarkshraða og skiltamerkingar. Ráðið vísar lokun á neðsta hluta Karlsrauðatorgs til skoðunar í skipulagsráði. Ráðið felur Framkvæmdasviði að vinna að útfærslum annarra atriða í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Skipulagsráð tók málið fyrir á 14.fundi sínum þann 8.nóvember sl. og var eftirfarandi bókað: Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni og Anna Bragadóttir frá Eflu mættu til fundar á Teams kl. 14:00, til þess að ræða dagskrárliði 1 og 2. Þann 9.september var haldinn fundur þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu á Dalvík ræddu leiðir til þess að auka öryggis gangandi vegfarenda sem og athafnasvæði fyrirtækja á svæðinu. Fundurinn setti fram ellefu punkta sem þau töldu brýnt að ráðast í til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á vinnusvæðinu. Einn punkturinn heyrir undir skipulagsráð sem er að "Loka fyrir umferð niður Karlsrauðatorg frá Hafnarbraut, þ.e. norðan við gamla frystihúsið." Niðurstaða: Í tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveginn í gegnum Dalvík, sem Anna og Rúna kynntu á fundinum, er þjóðveginum hliðrað til vesturs til að bæta sjónlengdir og gatnamótum við Karlsrauðatorg og Hafnarbraut er hliðrað til norðurs og eru gerð hornrétt á Hafnarbraut/Gunnarsbraut. Að mati Vegagerðarinnar er þetta ákjósanlegasti valkosturinn til þess að bæta umferðaröryggi, en tillagan felur ekki í sér lokun á Karlsrauðatorgi niður að höfn. Á grundvelli þessa leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hafna tillögu um lokun Karlsrauðatorgs til austurs frá Hafnarbraut líkt og kom fram á ofangreindum fundi. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun skipulagsráðs frá 14.fundi ráðsins þann 8.nóvember sl. Jafnframt telur umhverfis- og dreifbýlisráð ótímabært að taka afstöðu til hámarkshraða á hafnarsvæðinu á Dalvík og telur þá umræðu eiga að haldast í hendur með vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur til að málinu verði vísað í Umhverfis- og dreifbýlisráð varðandi ráðstafanir um umferðaröryggi meðan deiliskipulagsvinnu og framkvæmdum er ekki lokið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 16. fundur - 05.01.2024

Á 363.fundi sveitarstjórnar þann 28.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:

Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að málinu verði vísað í Umhverfis- og dreifbýlisráð varðandi ráðstafanir um umferðaröryggi meðan deiliskipulagsvinnu og framkvæmdum er ekki lokið. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

Málið hefur hlotið umfjöllun í veitu- og hafnarráði, skipulagsráði og umhverfis- og dreifbýlisráði.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að leita eftir samstarfi við Vegagerðina um tillögur til þess að stýra umferð um Karlsrauðatorg neðan Hafnarbrautar og niður á höfn. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.