Málsnúmer 202310057Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands þar sem þau óska eftir eftirfarandi upplýsingum frá sveitarfélaginu.
Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar var gefið úr í mars 2021. Um samstarfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis (nú matvælaráðuneytið), Skipulagsstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands er að ræða.
Við gerð þessara leiðbeininga var horft til gildandi landsskipulagsstefnu (Skipulagsstofnun, 2016), jarðalögum nr. 81/2004, lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, lögum um landgræðslu nr. 155/2018, lögum um skóga og skógrækt nr. 33/2019, skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Flokkun landbúnaðarlands er fremur skammt á veg komin hérlendis og ekki hefur gætt fulls samræmis í aðferðum og skilgreiningu á flokkum landbúnaðarlands. Leiðbeiningum þessum er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla, skógræktar og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu þannig að niðurstaða verði sambærileg. Þannig gæti fengist yfirlit yfir hversu stór hluti landsins getur talist úrvals ræktunarland. Sé landbúnaðarland flokkað samkvæmt því sem hér er lagt til, ætti það að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku við aðalskipulagsgerð í samræmi við markmið jarðalaga.
Spurningin er eftirfarandi: Hefur sveitarfélagið flokkað landbúnaðarland skv. leiðbeiningunum að ofangreindu og þá hvernig?