Gestir Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason.
Á 1080.fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Vali Benediktssyni, dagsett þann 12. september 2023, þar sem vakin er athygli á viðhaldsþörf Árskógsréttar. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.
Frá 13. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 26.september sl. - umfjöllun undir máli 202304162 um fjárhagsáætlun: Réttinn á Árskógsströnd, skoða þarf viðhald og aðkomu sveitarfélagsins. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá fjallskilastjóra á fund.