Árskógsrétt

Málsnúmer 202309062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1080. fundur - 14.09.2023

Tekið fyrir erindi frá Vali Benediktssyni, dagsett þann 12. september 2023, þar sem vakin er athygli á viðhaldsþörf Árskógsréttar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 15. fundur - 10.11.2023

Gestir Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason.

Á 1080.fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Vali Benediktssyni, dagsett þann 12. september 2023, þar sem vakin er athygli á viðhaldsþörf Árskógsréttar. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Frá 13. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 26.september sl. - umfjöllun undir máli 202304162 um fjárhagsáætlun: Réttinn á Árskógsströnd, skoða þarf viðhald og aðkomu sveitarfélagsins. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá fjallskilastjóra á fund.
Framkvæmdasviði falið að útbúa verkáætlun í samráði við Jónas Þór Leifsson, þar sem sveitarfélagið leggur til efni en landeigendur taki að sér framkvæmdina. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Gittu, Jónasi og Snorra fyrir komuna.
Gitta Unn Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason véku af fundi kl. 08:52

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Tekin fyrir beiðni frá fjallskilastjóra Árskógsdeildar þar sem farið er fram á að það fjármagn sem áætlað var í viðgerð á Árskógsrétt verði fært fram á árið 2025. Sökum anna tókst ekki að gera við réttina í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gert verði ráð fyrir viðgerð á Árskógsrétt í Fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.