Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer
Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.
Á 356. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Barnaverndarþjónusta; samningar við Akureyrarbæ um Barnaverndaþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Siðari umræða.
Málsnúmer 202212124
Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
a) Samningur við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Fyrri umræða.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 123. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu og vísar samningi og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir. Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls.a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samningi við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem óskar eftir að fært verði til bókar að hún óskar eftir að samningurinn verði endurskoðaður í haust með góðum fyrirvara sem og að byggðaráð kalli eftir skýrslu frá félagsmálasviði a.m.k. í þrjú skipti á þessu samningstímabili.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Akureyrarbæ um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar eins og hann liggur fyrir, fylgiskjal I;Samningur Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og fylgiskjal II; Samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti, Felix Rafn Felixson situr hjá.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3.mgr. 12. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fylgiskjal III. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti og Felix Rafn Felixson situr hjá."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra félagsmálasviðs og Vilborgar Þórarinsdóttur, forstööumaður barnaverndar hjá Akureyrarbæ, unnið eftir fund fagráðs Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar þann 31. ágúst sl., er varðar mat og álit á samstarfi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar skv. samningi þar um. Meðfylgjandi er einnig "Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar tímabilið 2023 og 2027".
Lagt fram til kynningar.