Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 202203147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn.

Byggðaráð - 1025. fundur - 19.04.2022

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn."

Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Sveitarstjórn - 344. fundur - 26.04.2022

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að sótt verði um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi".

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."

Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti".

Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 1080. fundur - 14.09.2023

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var efirfarandi bókað:
"Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu." Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti". Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins."

Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn:
Greinargerð sveitarfélagsins vegna úthlutunar til EBÍ, dagsett þann 28. apríl 2023.
Minnisblað upplýsingafulltrúa um stöðu verkefnisins og hugmyndir um staðsetningu.
Kostnaðaráætlun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa kostnaði sveitarfélagsins vegna skiltisins umfram styrk EBÍ, áætlað kr. 200.000, á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 1080. fundi byggðaráðs þann 14. september sk. var eftirfarandi bókað:
"Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var efirfarandi bókað: "Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn." Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi". Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu." Tekið fyrir erindi frá EBÍ, dagsett þann 31. mai sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins "Austur á sand - upplýsingaskilti". Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað til skiltanefndar sveitarfélagsins." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Greinargerð sveitarfélagsins vegna úthlutunar til EBÍ, dagsett þann 28. apríl 2023. Minnisblað upplýsingafulltrúa um stöðu verkefnisins og hugmyndir um staðsetningu. Kostnaðaráætlun. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa kostnaði sveitarfélagsins vegna skiltisins umfram styrk EBÍ, áætlað kr. 200.000, á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að vísa áætluðum kostnaði sveitarfélagsins, kr. 200.000, umfram styrk úr Styrktarsjóði EBÍ vegna skiltisins "Austur á sand" á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2023.